Málfregnir - 01.04.1989, Page 29
Sprák i Norden 1988. Ársskrift for Nor-
disk spráksekretariat og spráknemndene
i Norden. Nordisk spráksekretariats
skrifter 9. 140 bls.
Norræn málstöð í Ósló, sem er sameigin-
legur vettvangur allra málnefnda á
Norðurlöndum, gefur út þetta ársrit. Að
þessu sinni er óvenjumikið af efni þess
um íslenskt mál. Árið áður var hinn
árlegi fundur norrænu málnefndanna,
eða norræna málnefndaþingið, haldið á
Akureyri, og var íslensk málrækt aðal-
umræðuefni þess. Helstu erindin, sem
þar voru flutt, eru nú birt í Sprák i
Norden. Erindi Baldurs Jónssonar, „Is-
lándsk sprákvárd", hefir verið birt í
íslenskri þýðingu í Málfregnum 2, og
erindi Jóns Hilmars Jónssonar, „Tend-
enser og tradisjoner i islandsk orddann-
else“, í Málfregnum 3.
Auk þessara erinda, sem þegar hafa
verið birt á íslensku, eru í ársritinu þrjár
greinar, sem ástæða er til að vekja
athygli íslenskra lesenda á.
„Inhemskt och frámmande“ heitir stutt
erindi, sem Birgitta Lindgren, starfs-
maður sænsku málnefndarinnar, flutti á
þinginu í fyrra og er sérstaklega tengt
erindi Jóns Hilmars.
„Purisme i nordisk sprákrókt“ nefnist
erindi eftir Eyvind Fjeld Halvorsen,
prófessor í Ósló. Þar er meðal annars
vikið að íslenskri málstefnu frá dálítið
öðru sjónarhorni en við erum vanir.
Síðasta greinin um íslenskt efni í þessu
hefti er „Islandsk sprogpolitik“ eftir
Eirík Rögnvaldsson, dósent í íslensku í
Háskóla íslands. Hún er óháð þinginu á
Akureyri. Eiríkur bendir á að þróun
samfélagsins undanfarna áratugi hefir
breytt öllum skilyrðum til að málvenjur
flytjist milli kynslóða með sama hætti og
áður fyrr. Stjórnvöld og íslensk mál-
nefnd fá ádrepu fyrir að bregðast hlut-
verki sínu í þessuni vanda.
Ýmislegt annað efni er í þessu ársriti
Norrænnar málstöðvar, þar á meðal
greinargerð um starfsemi stöðvarinnar
og langur bálkur um nýjar bækur.
Spraknenindenes telefonrádgivning. Nor-
disk spráksekretariats rapporter 9. Ósló
1988. 270 bls. [Fjölrit]
Allar öflugustu málnefndirnar á Norður-
löndum hafa um langt árabil rekið skrif-
stofu og málfarslega þjónustu, m.a. í
síma. Hér á landi var tæplega um slíkt að
ræða fyrr en Islensk málstöð tók til starfa
í ársbyrjun 1985.
Á norræna málnefndaþinginu 1983
talaði ritari sænsku málnefndarinnar,
Bertil Molde, fyrir því að reynt yrði að
rannsaka hvern árangur það bæri sem
málnefndirnar væru að gera hver í sínu
landi. Pessi hugmynd leiddi til þess að
ákveðið var að hefja fyrst könnun á síma-
ráðgjöf málnefndanna. Skyldi hún
einkum beinast að því hverjir nýta sér
símaráðgjöfina, um hvað sé spurt og til
hvers.
Hinir svo nefndu „norrænu ritarar“ á
skrifstofum málnefndanna í Danmörku,
Noregi, Svíþjóð og Finnlandi fengu það
verkefni að skipuleggja könnunina og
framkvæma hana, en Norræn málstöð
átti að sjá um samræmingu starfsins og
gefa út skýrslu að könnun lokinni. Þessi
skýrsla liggur nú fyrir, og er þar margt
fróðlegt að finna sem of langt er upp að
telja hér. Til gamans skal drepið á fátt
eitt.
Mjög er misjafnt eftir löndum hve
mikið er hringt til nefndanna. Norsk
sprákrád í Ósló fær t.d. um 2300 hring-
ingar á ári og hefir 10-12 ráðgjafa til að
svara, samhliða öðrum störfum. Sænska
málnefndin svarar 5000 hringingum ári,
sænska málstöðin í Finnlandi álíka
mörgum og danska málnefndin 8000. En
Finnar fara langt fram úr þessu. Finnska
málstöðin (Finska sprákbyrán) svarar
fyrirspurnum í síma einungis kl. 9-14.
Hún fær um 20 þúsund fyrirspurnir á ári
og hefir einn starfsmann til svara. Petta
29