Málfregnir - 01.11.1992, Síða 2

Málfregnir - 01.11.1992, Síða 2
BALDUR JÓNSSON S Islensk kynning í norrænum grunnskólum Um þessar mundir er Norræn málstöð í Ósló að hefja víðtæka kynningu á íslensku efni í norrænum grunnskólum. Einblöðungur með fræðslu um íslenska stafrófið og íslenska nafnsiði verður sendur til allra grunnskóla í Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð nú í vetur. Honum fylgir ávarp frá forseta íslands, Vigdísi Finnbogadóttur. Kynningin er ætluð nemendum í 5. bekk grunnskóla, þ.e. 10-12 ára börnum. Textinn var upphaflega saminn á ís- lensku en síðan þýddur á dönsku, finnsku, norskt bókmál, nýnorsku og sænsku og um leið lagfærður og aðlagað- ur eftir þörfum hverrar tungu. Einblöð- ungurinn er gefinn út í brotinu A4, en birtur hér smækkaður á bls. 3-4. Málið er norskt bókmál. Eins og lesendur geta vonandi séð, þótt myndin sé smækkuð, eru á forsíðu einblöðungsins aðeins kynntir þeir stafir íslenska stafrófsins sem vantar í norska stafrófið, og lýst framburði þeirra. Síðan eru tekin fáein íslensk orð til þess að börn geti spreytt sig á að bera þau fram. Ekki var ætlunin að gera úr þessu fram- burðarleiðbeiningar eða einhvers konar kennslu í íslensku. Hins vegar gæti þessi frumstæða kynning orðið eins og „hung- urvaka" og kveikt í einhverjum forvitni og löngun til að læra meira. Á neðri hluta forsíðunnar hefst kynn- ing á íslenskum nafnsiðum. Á baksíð- unni er henni haldið áfram með vensla- riti sem sýnir að konur taka ekki upp nöfn eiginmanna sinna, en börn eru kennd við föður sinn. Neðst á síðunni er svo eyðublað, ætlað nemanda til að fylla út. Þar getur hann spreytt sig á því að skrifa nöfn foreldra sinna, föður- og móðurforeldra samkvæmt íslenskri venju og loks eigið nafn með sama hætti. Þetta er þá prófsteinn á það hvort hann hefir skilið útskýringuna á undan. í grein sem birt var hér í Málfregnum vorið 1990 (4. árg. 1. tbl.) og nefnist „Þáttaskil í samskiptum norrænu mál- nefndanna“ var sagt frá því að íslenski fulltrúinn í framkvæmdanefnd Norrænnar málstöðvar hefði varpað fram hugmynd um kynningu af þessu tagi og henni hefði verið vel tekið, enn fremur að Málfregnir myndu hafa vakandi auga á framvindu þessa máls. Síðan hefir mikil vinna verið lögð í undirbúning kynningarinnar, bæði í framkvæmdanefnd og stjóm málstöðvar- innar og á milli funda. Málið hefír nú hlotið endanlega afgreiðslu framkvæmda- nefndar á fundi hennar í Stokkhólmi í október sl., og er í höndum málstöðvar- innar í Ósló að koma einblöðungnum í skólana, sem skipta þúsundum. Til þess að auðvelda dreifinguna fær hver skóli eitt eintak ásamt fylgibréfi forseta íslands, en síðan er gert ráð fyrir að skólarnir sjái um nauðsynlega fjölföldun hver eftir sínum þörfum. Norræn málstöð hefir fengið samþykki skólayfirvalda í hverju landi til þessara aðgerða. Þessi kynning er mjög víðtæk og gæti, þótt frumstæð virðist, haft mikil áhrif, ekki síður þegar til langs tíma er litið. Ef skólarnir taka henni vel, eins og vonir standa til, má gera ráð fyrir að stafrófs- blöðungurinn komist í hendur um 350 þúsund skólabarna á Norðurlöndum nú í vetur og inn á jafnmörg heimili, auk þess í hendur um 30 þúsund kennara að minnsta kosti. 2

x

Málfregnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.