Málfregnir - 01.11.1992, Síða 5
Tilgangur og tildrög
í fyrrnefndri grein í Málfregnum 1990
(bls. 4) segir m.a.:
Hugmyndin á rætur að rekja til þess hve tor-
velt hefir reynst að koma íslenskum nöfnum
klakklaust til skila í viðskiptum við aðrar nor-
rænar þjóðir. Við gjöldum þess sífellt að
þekking annarra á stafrófi okkar og nafn-
siðum er ekki þáttur í almennri menntun,
ekki einu sinni á Norðurlöndum. Eins og
samskiptum þjóða er nú háttað - sérstaklega
hinna norrænu frændþjóða - er engin ástæða
til að láta við svo búið standa. f>að er miklu
fremur skylda okkar að benda á þann þekk-
ingarskort sem torveldar okkur samskiptin og
gera heiðarlega tilraun til að bæta úr. Til þess
er leikurinn gerður.
Upptök þessa máls er að finna í fram-
söguerindi sem ég flutti á norræna mál-
nefndaþinginu í Reykjavík í ágúst 1981.
Aðalumræðuefni þingsins var „Staða og
hlutverk íslensku og færeysku í norrænu
samstarfi“. í erindi mínu benti ég m.a. á
hve illa er oft farið með íslensk nöfn í
norrænum ritum og taldi að tvennt þyrfti
að kynna í öllum grunnskólum á Norð-
urlöndum, þ.e. íslenska stafrófið og
íslenska nafnsiði (Morgunblaðið 15.
sept. 1981, bls. 14—15; sænsk þýðing í
Sprák i Norden 1982, bls. 5-15).
Haustið 1982 kom til umræðu í mál-
nefndinni vond meðferð íslenskra nafna
í árbók Norðurlandaráðs, Nordiska sam-
arbetsorgan, og varð upphaf að nokkurri
rekistefnu, eins og rakið var á sínum
tíma í Fréttabréfi íslenskrar málnefndar
1983 og 1984. Hún varð ekki með öllu
árangurslaus. En upp úr því fór ég að
velta því fyrir mér hvernig mætti haga
því svo að vitneskja um þessi frumatriði
í samskiptum við íslendinga gæti orðið
almenningseign á Norðurlöndum, eitt-
hvað sem hvert mannsbarn ætti og hlyti
að þekkja og kunna. Ég þóttist sjá að
frumfræðslu yrði að koma inn í grunn-
skólana með einhverjum ráðum.
Þá datt mér í hug að útbúa eins konar
spjald í viðráðanlegu broti, hafa íslenska
stafrófið öðrum megin á spjaldinu en
kynningu á nafnsiðum hinum megin og
reyna að koma því í hendur norrænna
skólabarna. Ég ræddi málið við Kristínu
Þorkelsdóttur, auglýsingateiknara og
listmálara. Hún stakk upp á því að bætt
yrði við blaði þar sem börnum gæfist kost-
ur á að skrifa nafnið sitt, svo og nafn for-
eldra sinna og foreldra þeirra að íslensk-
um hætti. Ég tók saman texta í samræmi
við það en Kristín hannaði brotblöðung í
sama skyni veturinn 1985-1986. Við
kynntum hugmyndina fyrir menntamála-
ráðherra sumarið 1986 og fleiri forystu-
mönnum, og var henni alls staðar mjög
vinsamlega tekið, en ekki tókst að fá
beina aðstoð við að koma henni í fram-
kvæmd eða tryggja dreifingu til skól-
anna, og við það sat.
Sumarið 1989 fékk íslensk málnefnd
aðild að framkvæmdanefnd Norrænnar
málstöðvar, og ég tók þar sæti sem full-
trúi íslands. Á næstfyrsta fundinum sem
ég sótti, í febrúar 1990, hreyfði ég hug-
myndinni um kynningu hins íslenska
efnis og sýndi frumdrög okkar Kristínar.
Sem fyrr segir var málinu mjög vel tekið
og ákveðið að vinna að því áfram.
Þannig komst það á rétta braut. Kristín
gekk frá teikningum sínum í öllum lit-
um, og blöðungurinn þótti afar álitlegur.
En þegar fram í sótti kom í ljós að útgáfa
hans yrði dýrari en fjárhagur Norrænnar
málstöðvar leyfði, og ekki tókst að fá
íslensk stjórnvöld til að hlaupa undir
bagga. Eftir talsverða baráttu varð því
að hætta við hin upphaflegu áform. Þá
var brugðið á það ráð að einfalda kynn-
inguna, koma henni fyrir á einu blaði,
sem síðan yrði sent til fjölföldunar í
hverjum skóla. Mikael Reuter í sænsku
málstöðinni í Helsingfors réð mestu um
hinn endanlega svip blaðsins.
5