Málfregnir - 01.11.1992, Side 6

Málfregnir - 01.11.1992, Side 6
MAGNÚS SNÆDAL Orð og íðorð Grein þessi er lítillega breytt erindi semflutt var á ráðstefnunni „Orðabœkur og mál- uppeldi“ 4. apríl sl. Að henni stóðu Orðmennt, íslenska málfrœðifélagið og Samtök móðurmálskennara. Það er alþekkt að þegar rætt er um merkingu orða er oft ekki greint nægi- lega milli merkingar orðs og hlutarins sem það vísar til eða getur vísað til. Merking orðsins er þá oft lögð að jöfnu við hlutinn. Þetta er auðvitað vegna þess að orð eru notuð til að tala um hluti (sbr. Coseriu 1978:26). Þegar merkingu er lýst verður að gera skýran mun á því sem varðar þekkingu á hlutunum og því sem tilheyrir málinu. Þetta leiðir hugann að hinu mállega tákni sem í þessu viðfangi má leggja að jöfnu við orð. Táknið Ýmsar hugmyndir um táknið og tákn- hlutverkið eru notaðar í málvísindum. Hér verður aðeins lauslega gerð grein fyrir þremur þeim helstu. Oft er táknhlutverkinu Iýst með svo- nefndum merkingarþríhyrningi: hugtak tákn----merkingarmið Samkvæmt þessu er táknið hljóðmynd sem vísar til hugtaks sem aftur vísar til merkingarmiðsins (þ.e. hlutarins, fyrir- bærisins). Gallinn á þessari lýsingu er talinn sá að merkingarmiðið sé með henni gert hluti af tákninu og þar með málinu. Þessu þykjast menn komast hjá með tvíhliða táknhugmynd: hugtak hljóðímynd > táknmið tákn Samkvæmt þessu er táknið huglægt fyrir- bæri, myndað af hugtaki og hljóðímynd. Þessi táknhugmynd hefur einnig verið gagnrýnd. Því er þá haldið fram að hug- takið sé ekki hluti af tákninu en geti sjálft verið táknmið eins og efnislegir hiutir. Táknið sé að vísu tvíhliða en myndað af mállegu innihaldi (eða merk- ingu) og mállegu útliti og sé því málfyrir- bæri: 6

x

Málfregnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.