Málfregnir - 01.11.1992, Side 7

Málfregnir - 01.11.1992, Side 7
hugtak <- innihald útlit -> hlutur Með þessu er ekki sagt að táknið vísi ætíð samtímis til hugtaks og hlutar, heldur er einungis lögð áhersla á að hugtakið getur einnig verið táknmið. En vissulega hefur táknið Janusarandlit sem veit bæði að hugsun og veruleika, talanda og hlustanda (sjá Antal 1963, 1964 og Hjelmslev 1966). Innihald og hugtak Þeir sem semja almennar orðabækur miða, held ég, yfirleitt við táknhugmynd eins og þá sem síðast var lýst, vísvitandi eða ósjálfrátt. Þeir telja sig hvorki vera að skilgreina hugtök né lýsa hlutum. Þeir reyna aftur á móti að lýsa innihaldi táknsins á þann hátt að gera grein fyrir notkun þess - setja saman innihaldið úr algengustu „talmerkingunum“. í íðorðastarfinu þykjast menn á hinn bóginn vera að skilgreina hugtök, og er það talinn meginþáttur starfsins. Þetta væri auðvitað bagalegt ef svo væri í raun, en sem betur fer eru þeir ekki að skil- greina hugtök, hvað svo sem þeir segja. í Orðasafni íðorðafrœðinnar er hugtak t.d. sagt vera „huglæg ímynd um merk- ingarmið eða hóp af þeim“ („mental före- stállning om en referent eller om en grupp av referenter“), og íðorð „málleg táknmynd fyrir hugtak sem tilheyrir sér- grein“ („sprákligt uttryck för ett begrepp som tillhör ett fackomráde") (Termino- logins terminologi, bls. 8 og 20). Þessar skilgreiningar styðjast augljós- lega við þríhliða táknhugmynd eins og þá sem fyrst var lýst. í sjálfu sér er lítið við skilgreiningu hugtaksins að athuga, og skilgreiningu íðorðsins mætti bæta með því að segja að það sé „mállegt tákn tákn fyrir táknmið sem tilheyrir sérgrein". En ef einn meginþáttur íðorðastarfs- ins er ekki sá að skilgreina hugtök hver er hann þá? í skilgreiningum íðorða felst lýsing á innihaldi. Af þeirri lýsingu á að vera hægt að ráða um hvað á að nota táknið. A orðanefndafundum er ekki um það að ræða að hugtök einstaklinganna sem þar sitja, og eru jafnmörg og þeir, bræðist á einhvern dularfullan hátt saman í eitt. Þeir komast hins vegar að samkomulagi um hvaða merkingu skuli leggja í eitthvert ákveðið tákn og orða þetta samkomulag í skilgreiningu. Þeir ákveða sem sé bæði útlit og innihald táknsins. í daglegu máli er aftur á móti hvort tveggja fyrir fram gefið. í íðorða- starfinu er ákveðið hvert táknið á að vera og hvernig á að nota það, en í almennu orðabókarstarfi þurfa menn að komast að því hver táknin eru og hvernig þau eru notuð (sbr. Nikula 1989, Alm-Arvius & Westerberg 1989). Orðaforði og íðorðaforði I þessu ljósi er vert að skoða hlutverk íðorðaforða og fagmáls og muninn á þessu og almennum orðaforða. Vísinda- legur, tæknilegur og almennur íðorða- forði tilheyrir vissulega málinu en hefur aðra stöðu en orðaforði daglegs máls. Stundum er í þessu sambandi talað um mál til almennra nota (LGP, language for general purposes) og mál til sér- hæfðra nota (LSP, language for special purposes). íðorðaforðinn birtir flokkun veruleikans sem er óháð málinu en til komin vegna athugana á veruleikanum utan málsins. Það er sem sé ómálleg og ómállega ákvörðuð flokkun sem tjáð er 7

x

Málfregnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.