Málfregnir - 01.11.1992, Side 8
með íðorðaforðanum. Einkunna- eða
umsagnastiginn ágætt, gott, sœmilegt
o.s.frv. er dæmi um þetta. Ef ákveðið er
að ein villa gefi einkunnina „ágætt“ er
ekki þar með búið að ákvarða eða
afmarka merkingu orðsins ágætur nema
í þessu ákveðna samhengi. Og þótt ein-
kunnin „ágætt“ sé betri en „gott“ er ekki
þar með sagt að það sem er ágætt sé alltaf
og ævinlega betra en það sem er gott. í
einkunnastiganum er ekki um að ræða
neina skörun á merkingarsviði orðanna
ágœtur og góður sem þar eru notuð sem
íðorð.
Mállegar andstæður skarast aftur á
móti mjög oft, stundum þannig að inni-
hald eins orðs felur í sér innihald annars
en getur einnig verið andstætt því. Þetta
mætti kalla umlykjandi andstæðu, t.d.
((nótt) : dagur).
nótt
dagur
Hægt er að nota orðin dagur og nótt sér-
hæft þannig að ákveðið sé að mörkin séu
t.d. kl. 7 að morgni og að kvöldi. í
venjulegu talmáli getur dagur hins vegar
tekið yfir nóttina einnig og merkt nánast
hið sama og sólarhringur, t.d.: „Ég var
fjóra daga á Akureyri.“ f*að þýðir ekki
að nóttunum á milli daganna hafi verið
eytt annars staðar.
Á svipaðan hátt höfum við ((kona) :
maður) en í þýsku yfirheitið Mensch og
útilokandi andstæðuna (Mann : Weib).
Mensch
Mann
Weib
Umlykjandi andstæður eru forsenda
þess að eitt form geti haft tvær grunn-
merkingar. Dæmi: 1) „maður“ geturver-
ið sama og ‘karl’, andstætt ‘kona’, og 2)
„maður“ getur verið yfirhugtak fyrir
‘karl’ og ‘kona’. Það er slík umlykjandi
andstæða sem gerði hagsýnni húsmóður
fært að segja við kaupmanninn: „Ekki
hefði mann grunað að fiskurinn ætti eftir
að verða dýrari en laxinn,“ þ.e. ((lax) :
fiskur).
Slík margræðni á helst ekki að finnast
í íðorðaforða þó stundum örli á henni
þegar orð úr daglegu máli eru notuð þar.
Til dæmis mynda handleggur og hönd
umlykjandi andstæðu í daglegu máli en
útilokandi andstæðu í íðorðaforða líf-
færafræðinnar.
Oft er sama orðið notað bæði í dag-
legu máli og sem íðorð án nokkurra
árekstra. Það skiptir venjulega engu
máli fyrir innihald orðsins salt að efnið
skuli vera samsett úr tveimur frumefnum
og táknað efnafræðilega með NaCl. Eða
breyttist innihald orðsins vatn nokkuð
við þá uppgötvun að efnið væri samsett
úr vetni og súrefni? Vissulega skiptir
þetta máli þegar orðin salt og vatn eru
notuð sem íðorð (sbr. Reichling 1962).
Einu sinni var að vísu talað um að vís-
8