Málfregnir - 01.11.1992, Page 10
voru tekin upp í íðorðaforða mál-
fræðinnar. Langage er yfirheiti sem
tekur yfir langue og parole (sbr. Coseriu
1978:29-30). Sá greinarmunur sem
gerður er á þessum orðum í almennri
frönsku er ekki fyrirvaralaust yfirfæran-
legur á önnur mál. Þegar orðin verða
íðorð er gerður nýr greinarmunur sem
fellur ekki saman við þann sem gerður er
í almenna málinu. Fræðilegt innihald
orðanna er verulega frábrugðið notkun-
arhætti þeirra í venjulegri frönsku. Samt
sem áður var nýttur sá möguleiki sem
franskan bauð upp á, og greinarmuninn
er erfitt að gera í öðrum málum. Þýska
hefur einungis Sprache og Rede sem
gætu samsvarað langue og parole en
verður að beita umorðun ef gera á mun á
langue og langage. I þýsku er um að
ræða umlykjandi andstæðu milli Sprache
og Rede, þ.e. ((Rede) : Sprache).
Ekki hafa þessi orð verið þýdd á
íslensku svo samkomulag sé um. Ef til
vill er ástandið svipað og í þýsku, þ.e.
parole = tal, langue og langage = mál.
Þó kemur e.t.v. til greina að nota tunga
yfir „langage".
langage
tunga
parole langue
tal mál
Vandræði skapast svo kannski af því að
málfræðingar þurfa að nota orðin mál og
tal einnig í almennu merkingunni.
Leggja verður áherslu á að þessi vandi
stafar ekki af því að innihald orðanna
mál og tal í íslensku sé eitthvað óljóst.
Það er nefnilega stundum látið í veðri
vaka að fræðilegur skilgreiningarvandi
sé málinu að kenna. Þetta er augljóslega
rangt, því þótt erfitt sé að skilgreina t.d.
sjúkdóm kemur það ekki málinu við né
heldur stafa vandræðin af því að merk-
ing orðsins sjúkdómur sé óljós eða teygj-
anleg. Þetta er fræðilegur vandi en ekki
mállegur. Og þegar hann hefur verið
leystur með samkomulagi um það hvaða
skilmerki afbrigðilegt ástand þarf að
hafa til að kallast sjúkdómur í læknis-
fræðilegum skilningi hefur merking orðs-
ins sjúkdómur í daglegri íslensku ekki
verið skilgreind þar með. Hún er óbreytt
eftir sem áður og læknar geta ekki
kvartað yfir því þótt eitthvað sé kallað
sjúkdómur sem ekki er það í læknis-
fræðilegum skilningi. Þótt starfsheitið
kennari hafi verið lögverndað rænir það
okkur ekki réttinum til að nota orðið
eins og okkur finnst réttast. Við getum
kallað hvern þann kennara sem okkur
sýnist vera það, okkur sjálf einnig, svo
lengi sem við forðumst að nota orðið
sem starfsheiti án þess að hafa rétt til
þess. Enginn getur með lögum lagt undir
sig orð úr daglegu máli. Það væri hrein-
asta „tyrkirí“ þar sem til skamms tíma lá
refsing við því að segja „kúrdi“ en ekki
„fjallatyrki".
Það er sem sé ekki alltaf vandkvæða-
laust að nota orð úr daglegu máli sem
íðorð ef menn átta sig ekki á muninum á
orði og íðorði. Skal hér nefnt enn eitt
dæmi um það.
í Orðanefnd læknafélaganna höfum
við undanfarið fengist við fósturfræði.
Við fyrstu yfirferð fósturfræðiheitanna
steytti ég á latneska orðinu terminus sem
10