Málfregnir - 01.11.1992, Side 15

Málfregnir - 01.11.1992, Side 15
sjaldnast að sök. Hins vegar getur það staðið nýjum orðum fyrir þrifum ef þau bjóða heim tvíræðni, raunverulegri eða ímyndaðri. Að því er kynferði varðar ætti ekki að skipta máli hvort valið er kvenkyns orð eða hvorugkyns. Myntheiti eru til af öllum kynjum. Kvenkyns eru t.d. mynt- heitin króna, líra og rúbla, og hvorug- kyns eru t.d. heitin jen, mark og pund. Eka Sú hugmynd að hin evrópska mynteining verði látin heita eka á íslensku er ekki ný. Líklegt er að mörgum detti hið sama í hug sem svo er nærtækt, enda heyrist orðið eka öðru hverju. Jón Baldvin Hall- dórsson, fréttamaður á fréttastofu Útvarpsins, stakk upp á því á sínum vinnustað í fyrra, og er fjallað um það í málfarsblaði Ríkisútvarpsins, Tungutaki (nr. 53) í ágúst 1991. Þar mælti ritstjór- inn, Árni Böðvarsson, með þessu orði, og jafnframt var vikið að beygingunni sem helst er hætt við að einhverjir setji fyrir sig. Um hana sagði Árni m.a. í blaði sínu (bls. 28-27): Eflaust er einhver feiminn við eignarfall fleir- tölu vegna þess að það hljómar eins og sama fall af „ekkja“, en misskilningur má kallast óhugsandi vegna þess hve ólík merkingar- sviðin eru. Það væri hins vegar saklaust þótt einhver spaugarinn gerði sér mat út þessu. í bók Árna, íslenskt málfar, sem kom út fyrr á þessu ári, er orðið eka tekið upp fullum fetum sem nýyrði fyrir ECU (sjá bls. 37 og 35). Orðið eka er sem sé komið á kreik. Nú þarf að fylgja því eftir og hvetja sem flesta til að nota það, ekki síst starfs- menn Ríkisútvarpsins. 15

x

Málfregnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.