Málfregnir - 01.11.1992, Qupperneq 16

Málfregnir - 01.11.1992, Qupperneq 16
ORN BJARNASON Orðasmíð í læknisfræði Gagnrýni á málfar Læknablaðsins í nýútkomnu riti um málhreinsun á ís- landi [1] segir frá því að nýyrðasmíð í læknisfræði hafi ekki hafist að marki fyrr en fremur seint. Það hafi ekki verið fyrr en Guðmundur Björnsson kom að Læknaskólanum 1894 að farið var að leitast við það í kennslu að setja íslensk læknisfræðiheiti í stað þeirra erlendu. Lengi á eftir hafi læknar þó verið tregir til að nota íslensku orðin, jafnvel á prenti. Hafi málfarið á Lœknablaðinu, sem hóf göngu sína 1915, verið svo útlenskuskotið, að þess hafi verið fá dæmi í prentuðu máli á þeim tíma. Guð- mundur Björnsson skrifaði harða ádrepu um málfarið í blaðinu árið 1916, þá orð- inn landlæknir, og taldi það þjóðar- hneisu, og árið 1928 gagnrýndi Guð- mundur Finnbogason landsbókavörður blaðið fyrir málblending. Guðmundur Hannesson prófessor getur þess árið 1941 að í fræðum lækna sé aragrúi hluta og hugtaka sem eigi engin íslensk heiti, síst svo að þau hafi náð festu í málinu. Hafi þá alþjóðleg (latnesk-grísk) heiti verið notuð í þeirra stað. Þetta hafi valdið því að læknamálið sé hið mesta hrognamál, eins og víða megi sjá í Lœknablaðinu [2], og árið 1955 segir Vilmundur Jónsson landlækn- ir að þetta eina málgagn íslenskrar lækna- stéttar beri „hnignandi málfari stéttar- innar skýrast vitni, því að um það má segja, að hafi hin fyrsta ganga þess verið ill, þá er hin síðari verri.“ [3] Undanfarna áratugi hefir ritstjórn Læknablaðsins hins vegar haldið fast við þá stefnu að íslenskað skuli allt sem íslenskað verður [4]. Dæmi um orðmyndun íslensk heiti úr læknisfræði eru af ýmsu tagi: nýmynduð orð, bæði samsett og af- leidd, gömul orð í nýjum merkingum og erlend orð aðlöguð. Samsetningar eru auðvitað langflest- ar. Af handahófi má nefna: áverkabrot, fráfœrislömun, geðveiki, helftarblinda, kviðarhol, sóttvörn, og tannbein. Afleidd orð eru einnig mörg og marg- vísleg, bæði forskeytt og viðskeytt. Tökum tvö dæmi: forvörn ‘aðgerð til að koma í veg fyrir sjúkdóm’ (g. prophylaxis, úr pro ‘for-’ og phylaktikos ‘gætinn’, af phylassein ‘verja, vaka yfir’, sbr. prophylax ‘forvörð- ur’ og phylax ‘vörður’). glerungur ‘glerhúð á tönnum’ [5] (e. enamel, úr f. émail ‘smelti’, 1. enamelum (NA), sbr. g. odonthyalus, eiginlega ‘tanngler’; odont- af odous ‘tönn’, ef. et. odontos, og hyalos ‘gler’). Hér er stofn- inn gler- notaður ásamt viðskeytinu -ung til þess að smíða orðið. Frægasta dæmið um gamalt orð í nýrri merkingu er kvenkynsnafnorðið veira sem Vilmundur Jónsson var uppástungu- maður að [6]. Má segja að sú vörn sem hann hafði fyrir veiru hafi skipt sköpum um síðari íðorðasmíð í læknisfræði. Orðið merkti ‘feyra, fúaskemmd’ [7] en er nú notað sem íðorð í sömu veru og alþjóðlega heitið virus (1. virus ‘eitur, slím, slímugt eitur’). Erlend orð aðlöguð eru fjölmörg í efna- fræði og lyfjafræði: asetýlsalisýlsýra, deox- ýríbókjarnsýra, ediksýra, flúósínólón, hýdrókortísón, kalíumsítrat, laxerolía, metrónídasól, natríumklóríð, trímetóprím o.s.frv. Þessi aðferð, að færa erlenda rit- 16

x

Málfregnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.