Málfregnir - 01.11.1992, Page 27

Málfregnir - 01.11.1992, Page 27
Ágúst Sigurðsson og Ole Widding. Síðan hefir sú bók (endurprentuð 1973) verið aðalrit okkar í þessari grein þar til nú. Allar þessar dönsku orðabækur hafa verið hollar íslenskri málrækt, og ég hygg að nýja bókin, sem hér er vakin athygli á, sé þar engin undantekning. Þó kemur ekki beinlínis fram að henni hafi verið ætlað að fylgja hefðinni að þessu leyti. Með því að blaða í bókinni má þó víða sjá merki þess að ekki þyki nóg að þýða danskt orð með samsvarandi töku- orði. Til dæmis er danska orðið badkar ekki þýtt með tökuorðinu baðkar, þótt alþekkt sé, heldur með íslenska orðinu baðker. Reyndar má líka finna dæmi þess að íslenskum orðum sé ekki haldið fram sem skyldi. Danska sögnin advare er þýdd með „aðvara, vara við“, orðið advarsel með „aðvörun, áminning" og advarselsskilt með „aðvörunarskilti“. Tökuorðið aðvara hefir hreiðrað býsna vel um sig í íslensku, einnig nafnorðið aðvörun sem af því er myndað. En eins og dæmin sýna hefir það gerst á kostnað íslensku sagnarinnar vara við og þó sér- staklega hins afleidda nafnorðs viðvörun sem hefir hreinlega orðið út undan hér í bókinni. Hvað sem þessu líður er hér um nýtt verk að ræða og miklu meira í það borið en hinar fyrri bækur ísafoldarprent- smiðju. Enda segir útgefandinn stoltur í formála sínum (bls. X), þegar hann ber þær saman, að ekki sé um það að efast að nýja bókin sé „sú fullkomnasta og jafnframt vandaðasta þeirra allra“. Danski orðaforðinn, rúmlega 45 000 flettiorð, auk orðasambanda, er að stofni til fenginn úr Nudansk Ordbog (13. útg.), en öllum mannanöfnum og mörgum örnefnum sleppt. Sérstaka athygli vekur að orð sem ætla má að reynist íslendingum erfið í framburði eru einnig hljóðrituð. Lars Brink pró- fessor hefir unnið það verk og komið sér upp sérstakri hljóðritun sem hann hefir miðað við íslenskar þarfir og hljóðgildi íslenskra stafa. 27

x

Málfregnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.