Málfregnir - 01.11.1992, Blaðsíða 28

Málfregnir - 01.11.1992, Blaðsíða 28
Spumingar og svör Baldur Jónsson tók saman 1 Spurning: Nýlega heyrðist sagt í sjón- varpsfréttum: „efnahagsmálin báru á góma“ þar sem ég hefði sagt „...bar á góma“. Hvort er réttara? Svar: Hið rétta er: „efnahagsmálin bar á góma“. Oft er rangt farið með sögnina bera á góma og þess þá ekki gætt að hún er ópersónuleg sem kallað er. Það merkir að gerandinn, sá sem ber eitthvað á góma, er ótilgreindur eða óskilgreinan- legur, en sagnorðið haft í 3. persónu ein- tölu. Þá má ekki láta það villa sig að and- lag sagnarinnar, það sem borið er, getur verið í fleirtölu eins og efnahagsmálin í þessu dæmi. Til skýringar mætti orða það svo að setningin „efnahagsmálin bar á góma“ merki að einhver ótiltekinn (eða eitthvað ótiltekið) hafi borið efna- hagsmálin á góma, þ.e. fært þau í tal. Hér eru gómar nefndir fyrir munn líkt og hluti fyrir heild, en það er alþekkt bragð í skáldskap, svo sem kunnugt er, og einnig í mæltu máli. Um rætur þessarar sagnar, „bera á góma“, er mér ekki kunnugt. Hún gæti vel átt upptök sín í einhverjum kveðskap sem nú er gleymd- ur, en svo þarf ekki að vera. Kann ein- hver lesandi að fræða okkur um þetta? 2 Spurning: Þegar menn þykjast sjá erfið- leika fram undan er ýmist sagt að (mörg) ljón séu „á“ veginum eða „í“ veginum. Hvort er réttara? Svar: Ljónin eru á veginum (en ekki í honum). Fljótt á litið kann að þykja einkenni- legt að íslendingar skuli sjá fyrir sér ljón á vegi, þegar vandi er fyrir höndum, þjóð sem hefir aldrei haft neitt af ljónum að segja. En það er með þetta eins og ýmislegt annað sem náð hefir fótfestu í íslensku, þótt upptök eigi í fjarlægum löndum, að það er komið úr Biblíunni. Gunnlaugur Ingólfsson orðabókarrit- stjóri gerði mér þann greiða að hyggja að dæmum Orðabókar Háskólans um ljón og veg. Elsta dæmi sem þar hefir komist á skrá er úr málsháttasafni sr. Guðmundar Jónssonar, sem út kom 1830, og er þannig: „Letinginn segir: ljón er þar á veginum“. Næsta dæmi er úr Viðeyjarbiblíu (1841). Þar stendur í Orðskviðunum (26,13): „Sá lati segir: þar er grenjandi (ljón) á veginum, ljón á strætunum“. Ég tel víst að í Orðskviðum Salómons sé upptökin að finna. Gunn- laugur bætir því við að um þetta orðalag séu fleiri dæmi í blöðum og tímaritum á 19. öld og þar einatt talað um „ljón á veginum“. Frá þessari öld eru fá dæmi í safni Orðabókarinnar og ekkert þeirra með forsetningunni „í“. Við segjum stundum að eitthvað sé eða standi „í vegi“ fyrir einhverju, og höfum það orðalag eflaust úr dönsku (t.d. hvad er der i vejen? stá en i vejen). Líklegast er að það leiti inn í orðtakið sem um er spurt. 3 Spurning: Hvort á heldur að segja: „mig kvíðir fyrir“ eða „mig kvíður fyrir“? 28

x

Málfregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.