Málfregnir - 01.11.1992, Side 29

Málfregnir - 01.11.1992, Side 29
Svar: Hvorugt. Rétt er: „Ég kvíði fyrir“. Hér er tvenns að gæta: 1. Sögnin kvíða er aldrei ópersónuleg. Sá sem ber kvíðboga fyrir einhverju er gerandi sagnarinnar, ég, þú, hann o.s.frv. Ef ég er haldinn kvíða, þá kvíði ég; ef þú ert haldinn kvíða, þá kvíðir þú o.s.frv. 2. Sögnin kvíða hefir blandaða beyg- ingu, og það gæti villt um fyrir einhverj- um. í nútíð beygist hún sem veik sögn (ég kvíði), en sterk í þátíð (ég kveið). í kennimyndum er hún beygð sem sterk væri: kvíða - kveið - kviðum - kviðið, og ætti samkvæmt því að beygjast eins og sagnirnar líða, ríða, sníða, skríða og margar aðrar, en svo er ekki. Ég líð, þú líður, hann líður, en ég kvíði, þú kvíðir, hann kvíðir. Upphaflega hafði kvíða veika beygingu og heldur henni í nútíð (beygist eins og níða og stríða), en hefir samið sig að sterkum sögnum í þátíð. Ekki er ólíklegt að sögnin svíða geti átt einhvern þátt í því að fipa menn. Hún hefir eingöngu sterka beygingu, en í notkun er hún ýmist persónuleg eða ópersónuleg, eftir því hver merkingin er. Að beygingu minnir hún mjög á sögnina kvíða og merkingarlegur skyldleiki er ekki víðs fjarri heldur. Sviði er líkam- legur sársauki, en kvíði sálrænn. Sá sem finnur til sviða í sári, segir með réttu: „mig svíður“. Sá sem finnur til kvíða í brjósti kynni að vilja segja á sama hátt: *„mig kvíður“. Pað er auðvitað rangt mál, en gæti átt sér þessa skýringu — eða einhverja aðra jafn-góða. Málvillur er langoftast auðvelt að skilja og skýra, en þær batna lítið við það. Þær halda áfram að vera villur, þótt auðskildar séu eins og önnur mannleg mistök. 29

x

Málfregnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.