Málfregnir - 01.11.1992, Qupperneq 30
Sitt af hverju
Þýðinganefnd
í síðasta tölublaði Málfregna (bls. 32)
var skýrt frá ályktun íslenskrar mál-
nefndar um þýðingamál. Þar var m.a.
beint áskorun til menntamálaráðherra
þess efnis að hann skipaði „nefnd hið
fyrsta til að undirbúa tillögur um skipu-
lagða menntunarbraut fyrir íslenska
þýðendur og túlka, þar sem höfð verði
hliðsjón af sambærilegri menntun eins
og hún gerist best með öðrum þjóðum."
í bréfi menntamálaráðherra til
íslenskrar málnefndar, dags. 22. apríl
1992, er skýrt frá því að ráðuneytið hafi
ákveðið að skipa nefnd til að fjalla um
menntun íslenskra þýðenda og túlka.
„Hlutverk nefndarinnar verði að kanna
hvernig búa megi í haginn fyrir vandaðar
þýðingar, einkum á hvers konar „nytja-
textum“, svo og kvikmynda- og sjón-
varpsefni, með hentugri menntun þeirra
sem við slík verkefni fást. Auk þess að
gera tillögur um framtíðarskipan þessara
mála, þ.e. skipulagða menntunarbraut,
verði nefndinni falið, sem forgangsverk-
efni, að kanna hvernig haganlegast yrði
staðið að námskeiðahaldi sem gæti orðið
fyrsta skref í þessum efnum.“
Nefndin er nú fullskipuð. í henni eiga
sæti: Heimir Pálsson cand. mag., Jónína
M. Guðnadóttir cand. mag. og Kristján
Árnason prófessor, sem er formaður
nefndarinnar.
Málfarsstefna stúdentaráðs
í nóvember 1991 samþykkti stúdentaráð
Háskóla íslands ályktun sem nefnd er
„málfarsstefna stúdentaráðs“. Ármann
Jakobsson, sem frumkvæðið átti, segir
frá henni í blaði sem út kom fyrr á þessu
ári og heitir Háskólinn. Stúdentafréttir
(1. tbl. 1992, bls. 13).
Stúdentaráð vill að kennt sé á íslensku
í öllum deildum Háskólans, íslensk orð
séu notuð um fræðileg hugtök eftir því
sem þau endast og ný orð búin til í sam-
ræmi við íslenskar málvenjur að öðrum
kosti. Til þess að þetta geti orðið þurfi
háskólakennarar að hafa góð tök á
íslensku máli í ræðu og riti og því sé
nauðsynlegt að allir sem sækja um kenn-
arastöður í Háskóla íslands verði metnir
með hliðsjón af kunnáttu í íslensku, auk
þess sem venjulegar hæfniskröfur eru
gerðar. í>á segir í ályktuninni að kenn-
arar verði að innræta nemendum sínum
nauðsyn þess að tjá hugsanir sínar á
góðri íslensku og stuðla að því að þeir
láti ekkert frá sér fara sem er ekki á góðu
máli.
Samvinna málstöðvar
og þýðendafélaga
Þýðingar á íslensku og málefni þýðenda
hafa verið mjög til umræðu að undan-
förnu, einkum eftir að út kom Skýrsla
um stöðu þýðingarmála eftir Heimi Páls-
son og Jónínu M. Guðnadóttur í byrjun
þessa árs (sjá grein Heimis í síðasta tölu-
blaði Málfregna). Einn kafli hennar
nefnist „Tillögur um leiðir til úrbóta", og
er þar lögð mest áhersla á menntunarmál
þýðenda og túlka.
Þær umræður sem skýrslan hratt af
stað leiddu til þess að íslensk málstöð,
Félag löggiltra dómtúlka og skjalaþýð-
enda, Félag sjónvarpsþýðenda (Ríkisút-
varpsins) og Félag þýðenda á Stöð 2
stóðu saman að kynningar- og umræðu-
fundi um þýðingastörf á Hótel Sögu 16.
maí 1992, en áður höfðu þessir aðilar
ekkert samband haft sín á milli. Fundur-
inn var því mjög tímabær.
í lok fundarins var samþykkt tillaga
30