Málfregnir - 01.11.1992, Page 32

Málfregnir - 01.11.1992, Page 32
Frá Málræktarsjóði Nú eru síðustu forvöð að gerast stofnandi Málræktarsjóðs. Stofn- framlög þurfa að berast fyrir lok þessa árs. Stofnanir, fyrirtæki og samtök sem leggja í sjóðinn fyrir áramót öðlast rétt til að tilnefna mann í fulltrúaráð sjóðsins og geta þannig haft áhrif á stjórnarkjör hans og stefnumótun. Framlög til sjóðsins þurfa ekki að vera bein fjárframlög. Hvers konar eignir, sem fémætar teljast, koma til greina. Gefendur, sem hafa tekjur af atvinnurekstri, geta fengið fram- lag sitt dregið frá skattskyldum tekjum samkvæmt ákvæðum laga (nr. 75/1981) um tekjuskatt og eignarskatt og ákvæðum reglu- gerðar (nr. 615/1987) um frádrátt vegna gjafa til menningarmála o.fl. Nú eru í sjóði um 11 milljónir króna, en markmiðið er 100 millj- ónir fyrir 17. júní 1994. Stofnendur eru orðnir hátt á annað hundrað. Stofnframlög í Málræktarsjóð má leggja á póstgíróreikning nr. 375500. Þeim má einnig koma með öðrum hætti til framkvæmda- stjóra sjóðsins, Kára Kaaber, íslenskri málstöð, Aragötu 9, 101 Reykjavík. Síminn er 28530. Takið þátt í stofnun Málræktarsjóðs! Málfregnir kc tia út tvisvar á ári Útgefandi: fslensk málnefnd Ritnefnd: Gunnlaugur Ingólfsson og Kristján Árnason Ritstjóri: Baldur Jónsson Ritstjórn og afgreiðsla: íslensk málstöð, Aragötu 9, ÍS-101 Reykjavík. Sími: (91) 28530, (91) 694443. Bréfasími: (91) 622699 Áskriftarverð: 600 krónur á ári Prentsmiðja Árna Valdemarssonar hf. ISSN 1011-5889 * m ÍSLENSK MÁLNEFND

x

Málfregnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.