Kópavogsblaðið - 01.11.2005, Side 1
Á fundi bæjarstjórnar
Kópavogs sl. þriðjudag voru
samþykkt drög að samningi milli
Kópavogsskóla og Kópavogsbæj-
ar um stóraukin áhrif foreldra-
ráðs skólans á stjórn hans.
Samningurinn er gerður í
tilraunaskyni í tvö ár.
Fram kom í máli Ármanns Kr.
Ólafssonar forseta bæjarstjórnar,
sem jafnframt er formaður skóla-
nefndar, að samningurinn feli í
sér þrennt sem ýmsir stjórnmála-
flokkar boðuðu fyrir síðustu
sveitastjórnarkosningar. Í fyrsta
lagi aukið sjálfstæði skóla, í öðru
lagi valddreifingu og í þriðja lagi
aukið íbúalýðræði. Um er að ræða
hugmynd sem verið hefur í
mótun um alllangt skeið. Það var
svo sl. vor að formaður skóla-
nefndar fól fræðsluskrifstofu að
vinna að því að setja meginhug-
myndir foreldraráðs Kópavogs-
skóla, skólastjóra og skólanefndar
í skriflegan búning.
Megininntak samningsins felst í
því að foreldraráð skólans hefur
með mun skýrari hætti áhrif á
skólastarfið um leið og sjálfstæði
hans er fært í aukana. Í stað þess
að forleldraráðið sé fyrst fremst
umsagnaraðili um skólanámskrá
verður það beinn þátttakandi í að
leggja línurnar í skólastarfinu.
Mun það jafnframt hafa aukin
áhrif á ráðstöfun rekstrarfjár
skólans. Samningurinn veitir
foreldrasamfélaginu frekari mögu-
leika til að hafa áhrif á uppbygg-
ingu þeirrar aðstöðu sem
nemendur hafa í skólanum.
Samningurinn felur jafnframt í sér
formfastara samstarf skólastjóra
og foreldraráðsins. Til að auka lík-
ur á farsælu samstarfi til framtíð-
ar er í samningnum það nýnæmi
að fulltrúi úr foreldraráðinu tekur
beinan þátt í ráðningaferli nýs
skólastjóra ef til þess kemur.
Ein athyglisverðasta grein nýja
samningsins er að foreldraráði
skólans verður heimilt að leita
samninga við bakhjarla til styrkt-
ar skólastarfinu. Foreldraráðinu
verður því heimilt að stofna sjóð
til stuðnings skólastarfinu
almennt eða ákveðnum þáttum
þess.
Til að undirstrika þá áherslu
skólanefndar og bæjaryfirvalda
að foreldrar komi með enn skýr-
ari hætti að skólastarfinu og
ábyrgð þess aukin þá felur samn-
ingurinn það í sér að foreldraráði
Kópavogsskóla verður greidd
þóknun fyrir störf sín. Foreldra-
ráðið skal kosið í leynilegri kosn-
ingu á opnum auglýstum fundi.
Í lok samningstíma mun óvil-
hallur aðili meta árangur fyrirhug-
aðs samnings. Á grundvelli þess
mats mun skólanefnd og bæjar-
stjórn taka ákvarðanir um fram-
hald þess fyrirkomulags sem
þarna er verið að reyna.
1. tbl. 1. árg.
NÓVEMBER 2005Dreift frítt í öll hús í Kópavoginum
■ bls. 5
Íbúaþing
í Kópavogi
■ bls. 11
Alltaf verið
pólitískur
Ódýrari lyf
í Kópavogi
Íbúum Kópavogs bjóðast lyf á lægra verði
í lyfjaverslun Apótekarans að Smiðjuvegi 2.
Verið velkomin!
Smiðjuvegi 2, Kópavogi
Opið alla virka daga kl. 10-18
Foreldraráð Kópavogsskóla
fær aukin áhrif á stjórn skólans
Frá fundi bæjarstjórnar Kópavogs. Forseti bæjarstjórnar og formaður
skólanefndar, Ármann Kr. Ólafsson, kynnti hinn nýja samning um
stjórn Kópavogsskóla. Við hlið hans sitja Sigurrós Þorgrímsdóttir
bæjarfulltrúi og Ólafur Briem bæjarritari.
Lyfjaval.is
Sími 577 1160
OPIÐ 10-24