Kópavogsblaðið - 01.11.2005, Blaðsíða 9

Kópavogsblaðið - 01.11.2005, Blaðsíða 9
NÓVEMBER 2005 9Kópavogsblaðið Dagdvölin í Sunnuhlíð við Kópavogsbraut starfar sam- kvæmt lögum um málefni aldr- aðra og er liður í opinni öldrun- arþjónustu í Kópavogsbæ. Samkvæmt þeim lögum er dag- vist aldraðra stuðningsúrræði við þá sem að staðaldri þurfa eftirlit og umsjá til að geta búið áfram heima. Veitt er sú þjónusta að sækja fólk á morgnanna og flytja það aftur heim að lokinni dvöl- inni. Dagdvölin hefur starfað í 16 ár þann 17. nóvember nk. For- stöðumaður er Alda Sveinsdóttir. Í dagvist aldraðra skal veitt hjúkrunarþjónusta og vera að- staða til þjálfunar og læknisþjón- ustu. Boðið skal upp á flutnings- þjónustu að og frá heimili einstak- lingsins, mat á heilsufari, þjálfun, tómstundaiðju, félagslegan stuðn- ing, fræðslu, ráðgjöf og aðstoð við athafnir daglegs lífs. Dagdvölin hefur leyfi fyrir 18 einstaklinga á dag og um 45 manns njóta þjónustunnar á viku hverri. Það er mismunandi hve marga daga í viku hver einstak- lingur er og fer það eftir óskum og þörfum hvers og eins. Um helmingur skjólstæðinga Sunnuhlíðar er í meðferð hjá Sjúkraþjálfuninni í Sunnuhlíð og er það mjög mikilvægur þáttur í að halda góðri færni og bættri líð- an. Einnig sér sjúkraþjálfari um létta leikfimi fjórum sinnum í viku í Dagdvölinni. Náið samstarf er við heimahjúkrun og heimaþjón- ustuna og haldnir eru reglulega fundir þar sem farið er yfir heilsu og þarfir skjólstæðinganna. Auk þess er haft samband eftir þörf- um. Fólkið er sótt á morgnanna milli kl. 08.00 og 09.00 og ekið heim aftur um kl. 15.00 síðdegis. Fólkið fær morgunmat, hádegis- verð og síðdegiskaffi og aðstoð við böðun. Í þjónustukjarna er einnig hárgreiðslustofa, fótaað- gerðarstofa og litil verslun með helstu nauðsynjar. Fyrir þessa þjónustu greiðir hver einstaklingur 600 krónur á dag en Tryggingastofnun greiðir mismun upp í fullt daggjald sem ákveðið er af heilbrigðisráðuneyt- inu hverju sinni. Föndrað, spilað, lesið og spjallað Þrjár konur sátu við að útbúa jóladúka þegar ritstjóri leit við í dagdvöllinni og voru fúsar að spjalla og sýna glæsilega handa- vinnuna. Þær koma þarna að jafn- aði tvisvar í viku. Guðlaug Péturs- dóttir hefur búið í Kópavogi í 45 ár og segir hvergi betra að búa en hún er fædd í Reykjavík. Ráðhild- ur Jónsdóttir er frá Vestmanna- eyjum en hefur búið í hartnær 50 ár í Kópavogi og Sigurbjörg Björg- vinsdóttir hefur einnig búið lengi í Kópavoginum en hún er fædd á Laugavegi 27 í Reykjavík. Þær stöllur voru sammála um að það væri ómetanlegt að geta komið í Dagdvölina, það væri orðið fastur punktur í tilverunni. Við borð skammt frá sátu fjórar konur og spiluðu vist. Auðheyrt var að það var ekki í fyrsta skipt- ið, sagnir gengu hratt kringum borðið og áhætta tekin þegar svo bar undir. Skammt frá þeim sátu tveir karlar og nutu þess einfaldlega að lesa blöðin og spjalla. Hjalti Ragn- arsson er frá Ísafirði en flutti suð- ur 1943 í atvinnuleit. Hann var alla tíð á sjó, byrjaði á Ráninni sem Alliance átti. Hjalti bjó að Birkihvammi 22, og segir að það hafi verið vegna húsnæðisleysis í Reykjavík að hann flutti í Kópa- voginn. Það hafi hins vegar verið gæfuspor. Það er því engin nýlunda að Kópavogur er aflögu- fær með lóðir fyrir Reykvíkinga! KR-ingurinn og Vesturbæingur- inn Gunnar Guðmundsson bjó þar lengst af en flutti fyrir nokkrum árum í Núpalindina. Hann var sjómaður, m.a. á togur- unum Gulltoppi og Agli Skalla- grímssyni. Hann segir það alveg bráðnauðsynlegt að geta komið í Dagdvölina í viku hverri og hitta annað fólk. Maður er manns gam- an. Ekki má gleyma mötuneytinu á staðnum sem býður frábæran mat. Það fékk ritstjóri að stað- reyna áður en hann hvarf á braut. Basar og kaffisala Næsta sunnudag verður basar og kaffisala í dagdvöl Sunnuhlíð- ar, og hefst kl. 14.00. Þar verða margir eigulegir munir og heima- bakaðar kökur. Auk þess kaffisala í borðsal þjónustukjarnans. Allir eru velkomnir en allur ágóði renn- ur til styrktar starfsemi Dagdval- arinnar, þar sem eldra fólk dvelur og nýtur ýmissar þjónustu á ævi- kvöldinu. Aldraðir Kópavogsbúar njóta dagdvalar í Sunnuhlíð Þær Guðlaug Pétursdóttir og Ráðhildur Jónsdóttir eru þegar farnar að undirbúa komu jóla. Er verið að spila „heila“? Ekki gott að segja en hins vegar njóta þessar heiðurskonur þessað taka í spil og spila vist.

x

Kópavogsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kópavogsblaðið
https://timarit.is/publication/1117

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.