Kópavogsblaðið - 01.11.2005, Blaðsíða 4

Kópavogsblaðið - 01.11.2005, Blaðsíða 4
Hugi Hreiðarsson, markaðs- stjóri Atlantsolíu, segir að virk samkeppni á olíumarkaðnum sé besta eftirlitið og því hafi stað- setning Atlantsolíu ekki síst gildi fyrir Kópavogsbúa. Hugi segir að Kópavogsbúar sem og allur al- menningur átti sig líklega ekki á því hvernig staðan á þessum markaði væri nyti Atlantsolíu ekki við. Því til skýringar segir hann að eldsneytisverð í sjálfsaf- greiðslu væri 3 til 5 krónum hærra ef fyrirtækið hefði ekki verið stofnað. „Sem dæmi má nefna að verð- breytingar eru nú mun örari en áður. Fram til nóvember 2003, en þá hóf Atlantsolía að selja dísel til almennings, voru eingöngu mán- aðarlegar verðbreytingar hjá sam- keppnisaðilum og stundum sjaldnar. Í fyrra og í ár verða þær yfir 40. Þetta staðfestir tilurð þess samkeppnisafls sem Atlantsolía býr yfir. Samkeppnin hefur líka breyst þannig að í dag vill enginn vera fyrstur til að hækka og allir vilja vera fyrstir til að lækka. Sem dæmi um það eru verðlækkanir síðustu tveggja vikna. Þannig má segia að virk samkeppni sé besta eftirlitið,“ segir Hugi Hreiðarsson. Vilja gera enn betur Hugi segir fyrirtækið vilji gera enn betur: Það vilji vera enn sam- keppnishæfara en því miður sé það hamlandi hversu fáar bensín- stöðvar Atlantsolía ráði yfir. Vegna þess er keypt mun sjaldnar og minna magn en samkeppnisað- ilarnir sem að sama skapi fá því betri verð. „Við vonumst til að þegar í fram í sækir muni þetta breytast og við getum boðið landsmönnum enn hagstæðara eldsneyti. Við minn- um á að það fer ekki mikið fyrir bensínstöðvum Atlantsolíu. Þær eru smáar og knáar og passa því vel inn á lóðir t.d. verslunarkjarna þar sem dauð svæði eru oft í jöðr- um bílastæða. Þá minnum við á að mengunarvarnir okkar eru samkvæmt ýtrustu reglum Evr- ópusambandsins og ekki meiri hætta á mengunarslysi frekar en hjá bakaríi.“ Eina olíufélagið í Kópavogi Hvað starfa margir hjá Atlantsolíu? „Hjá fyrirtækinu starfa 12 manns, þar af fjórir bílstjórar. Við höfum verið mjög lánsamir með starfsfólk og hjá okkur ríkir góður starfsandi. Skrifstofur okkar eru að Vesturvör 29 og erum við því eina olíufyrirtækið í Kópavogi. Við segjum oft að tilurð fyrirtæk- isins sé í raun samofin velvilja bæjaryfirvalda því án framsýni þeirra værum við vart starfandi. Fyrir það erum við þakklátir. Okkur hefur verið vel tekið og höfum við eignast sterkan hóp viðskiptavina.“ Dælur á Þjóðminjasafnið -Hvernig hefur bensínsala gengið á Kópavogsstöðinni? „Flestir muna þegar við hófum að selja þar bensín og stöðin seldi á einum degi sama magn og áður var selt á mánuði. Síðan þá hefur salan dregist aðeins saman en þar er samt alltaf mikið líf. Eins hafa dælurnar þar verið að syngja sitt síðasta og skammt að bíða þess að þær fari á Þjóðminjasafnið. Við munum innan skamms tíma setja þar nýjar fullkomnar dælur sem verða bæði fyrir kort og peninga. Þannig geta þeir sem ekki hafa kort greitt með seðlum inn á bensínstöðinni. Á öðrum sjálfsaf- greiðslustöðum okkar er því ekki þannig farið. Við vonum að með nýju dælunum munum við geta þjónustað viðskiptavini okkar enn betur,“ segir Hugi Hreiðarsson, markaðsstjóri Atlantsolíu. NÓVEMBER 20054 Kópavogsblaðið Kópavogur í fararbroddi hvað varðar félagsþjónustu: Félagsþjónustan á að vera fyrir alla Það er mikilvægt að í öllum sveitarfélögum sé sterk og örugg félagsþjónusta sem er í stakk bú- inn til að sinna hverskonar þjón- ustu sem félagþjónustulögin gera ráð fyrir. Félagsþjónustan í Kópavogi hefur mörg verkefni á sinni könnu og má þar nefna málefni aldraðra, svo sem heimaþjónustu, félagsstarf og rekstur sambýla fyrir aldraðra. Þá má nefna málefni dagmæðra og leikvalla sem og málefni fatl- aðra, þar með talin ferðaþjón- usta fyrir þá á vegum stofnunar- innar. Húsnæðismál heyra und- ir stofnunina en allar leiguíbúð- ir bæjarins eru þar með taldar. Þá er almenn verlferðarþjónusta fyrir þá sem þurfa á henni að halda ásamt barnavendarmálum meðal stærri verkefna á vegum félagsþjónustunnar. Bragi Michaelsson er fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Félagsmála- ráði Kópavogs.Hann var spurður hvort þessi þjónusta væri ekki mjög yfirgripsmikil og jafnvel erfitt að setja sig inn í og taka á svo mörgum og erfiðum málum. „Jú vissulega verð ég að segja það, en það eru líka þroskandi að takast á við mál sem maður er ekki daglega að fást við, og leysa þau. Hinsvegar má segja það að á vegum félagsþjónustunnar eru reglur fyrir starfsmenn til að fara eftir og mörg mál leysast innan þess ramma sem settur er um úr- lausn mála.“ - Nú hefur því verið haldið fram að Kópavogsbúar sé að eldast. Tak ekki málefni aldraðra mikinn tíma hjá ykkur? „Það er alveg rétt að við Kópa- vogsbúar erum að eldast en Kópavogur hefur lengi staðið vel að málefnum aldraðra. Kópavog- ur átti frumkvæði að því að koma á fót félagsstarfi fyrir aldraðra og í dag rekur bæjarfélagið tvær fé- lagsmiðstöðvar fyrir aldraða, í Gullsmára og Gjábakka. Á vegum Sunnuhlíðar eru svo rekin dagvist sem mjög margi nota. Í Kópavogi eru mjög hentug- ar blokkir sem aldraðir hafa keypt sér íbúðir í og í Sunnuhlíð er rekið mjög gott hjúkrunarheimili. Kópa- vogsbær rekur þrjú sambýli fyrir aldraðra, þar af eitt fyrir minnis- sjúka og í tenglum við þá þjón- ustu er rekin dagvist fyrir minnis- sjúka. Nú er í undirbúningi nýtt dval- arheimili og þjónustusetur í Vatnsenda og Sunnuhlíð er að sækja um stækkun á hjúkrunar- heimilinu. Ég álít að þessi marg- víslega þjónusta sé til fyrirmynd- ar hér í Kópavogi.“ - Þú minntist á málefni fatlaðra hér áðan. Á hvern hátt kemur Kópavogsbær að þeim málum? „Málefni fatlaðra eru viðamikil þótt þau heyri reyndar undir rík- ið. Samt er það svo að margvísleg þjónusta er einnig veitt af sveitr- arfélaginu. Mestur kostnaður er þó í ferðaþjónustinni og verkefn- um tengdri henni. Annars vill svo til að Kópavogur ætlar að helga næsta ár málefnum fatlaðra og er m.a. með í undirbúningi byggingu á átta þjónustuíbúðum fyrir geð- fatlaða. Þá er veitt stuðningþjón- usta fyrir fatlaða og Kópavogur hefur veitt afslátt á fasteignagjöld- um í sambýlum og í húsnæði sem er eign Öryrkjabandalagsins, sem átt hefur langa og góða samleið um þjónustu við Kópavogsbæ. Má þar nefna rekstur á Örva sem er vinnustaður fatlaðra á Kársnesi og Kópavogsbær átti frumkvæði að að koma á fót á sínum tíma, en ríkið tók þann rekstur yfir sam- kvæmt samkomulagi. - Húsnæðismál heyra undir fé- lagsþjónustuna. Hvaða verkefni eru á því sviði? „Í Kópavogi er starfandi sérstök húsnæðisnefnd sem sér um þau mál en Félagsmálaráð staðfestir allar útleigur á vegum félagsþjón- ustunnar. Þeir sem leita eftir þessari þjónustu eiga flestir erfitt um vik á hinum frjálsa íbúða- markaði. Íbúðirnar eru leigðar út en leiguupphæð hefur þó verið færð nær verðlagi almennrar leigu en áður var. Þó er það svo að alltaf er það einhver hópur sem verður að treysta á þessa op- inberu þjónustu. Biðlisti er þó nokkuð langur eftir íbúðum en biðin er á bilinu 15 til 18 mánuðir um þessar mundir.“ - Umræða um vínuefnanotkun er stöðug. Hverning er forvörnum á þeim sviðum háttað í Kópavogi? „Það er rétt að þessi vágestur sem vímuefnin eru herjar á okkur eins og öll önnur sveitarfélög. Í Kópavogi hefur verið reknar öfl- ugar forvarnir sem er samvinnu- verkefni Félagsþjónustunnar, skólanna ,heilsugæslunar og lög- reglunnar. Að þessarar þjónustu hafa margi komið og er sérstakur vímuefnavarnarhópur starfandi hér í Kópavogi. Sérstkur forvarn- arfulltrúi er staðsettur hjá lögregl- unni en hann er kostaður að hluta til af Kópavogsbæ. Þetta fyrir- komulag hefur skilað góðum ár- angi þó eflaust megi segja að alltaf sé hægt að gera betur.“ - Telur þú að Kópavogsbær veiti veiti góða félagsþjónustu? „Ég tel engan vafa á því að í Kópavogi er veitt góð félagsþjón- usta. Við höfum á að skipa mjög færu og traustu starfsfólki sem sinnir sínum störfum alúð og nær- gætni. Kópavogur hefur lengi ver- ið í fararbroddi hvað þessa þjón- ustu varðar og ég vona að svo verði um langa framtíð,“ segir Bragi Michaelsson. Atlantsolía eina olíufélagið í Kópavogi: Bensín væri 3 til 5 krónum dýrara án Atlantsolíu að mati markaðsstjórans Fyrsta bensínstöð Atlantsolíu, staðsett vestast á Kársnesinu. Þar verða bráðlega settar upp nýjar dælur, en þær gömlu fara á Þjóðminjasafnið!

x

Kópavogsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kópavogsblaðið
https://timarit.is/publication/1117

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.