Kópavogsblaðið - 01.11.2005, Blaðsíða 11

Kópavogsblaðið - 01.11.2005, Blaðsíða 11
NÓVEMBER 2005 11Kópavogsblaðið Undir Dalanna sól Nýr geisladiskur Út er kominn geisladiskurinn ”Undir Dalanna sól” sem hefur að geyma 14 lög eftir Björgvin Þ. Valdimarsson Meðal laga eru: Undir Dalanna sól, Stúlkan mín, Kveðja heimanað, Máttur söngsins, Mamma, Börn og Tengdamömmuvalsinn. Sýnishorn af lögunum, lagalisti og nokkur myndbönd er að finna á heimasíðunni www.bjorgvintonlist.is Undir Dalanna sól Tónlist eftir Björgvin Þ. Valdimarsson Ber gþó r Pá lsso n S igrú n H jálm týsd óttir Jóhann Friðgeir Valdimarsson Óskar Pétursson Helga Þóra Björgvinsdóttir Álftagerðisbræður Dis kuri nn e r á t ilbo ðsve rði í ver slun um! Spurt í Smáralind Saknar þú einhverrar þjónustu í Kópavogi? Gústav Gústavsson í Kópavogi. „Ég mundi vilja fá fleiri háhýsi í Kópavoginn. Ég var einu sinni í handbolta en ég er að spá í það að fara að æfa badminton. Ég á eftir að skoða það hvort ég kemst á æfingar í Kópavogi.“ Matthías Júlíusson og Arnar Kári í Breiðholtinu: „Ég kem stundum hingað í Smáralindina og finnst það ágætt. Þetta er fínt í Kópavogi en mér dettur svo sem ekki neitt í hug sem betur mætti fara hér eða annars staðar í Kópavogi.“ Hörður Bjarnason í Hafnarfirði: „Ég kem ekki oft hingað í Smáralindina, en það kemur þó fyrir. Ég lít á stórhöfuðborgar- svæðið sem eina heild og finnst því ekkert frekar vanta í Kópavog- inn en önnur sveitarfélög hér hér á suðvesturhorni landsins. Það er alltaf hægt að finna þá þjónustu á svæðinu sem maður leitar að.“ Ásgeir Leifur Höskuldsson í Kópavogi: „Það vantar tilfinnanlega að- stöðu fyrir brettamenn sem eru í Brettafélagi Íslands. Það er lág- marksaðstaða hér í Kópavogi á Kópavogsvellinum, en þessi að- staða þyrfti helst að vera innan- hús. Þetta snjóar og rignir niður á veturna.“ Hafsteinn Karlsson bæjarfulltrúi: Hefur alltaf verið pólitískur enda af fólki með sterka jafnréttiskennd Hafsteinn Karlsson, einn þriggja bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar, sem mynda minnihluta bæjarstjórn- ar, er fæddur á Helluvaði á Rangár- völlum, en flutti þaðan 5 ára gamall í Kópavoginn. Þar hefur hann búið að undanskildum 10 árum sem hann var skólastjóri Villingaholts- skóla í Flóa. Hann varð síðan skóla- stjóri Selásskóla í Reykjavík en hef- ur verið skólastjóri Salaskóla í Kópa- vogi síðan 2001. -Var það „köllun“ að verða kenn- ari? „Nei. Þegar ég var 9 ára gamall ákvað ég að verða cand.mag, fannst það flott. Í dag er ég hérumbil að verða það, er að ljúka mastersnámi í stjórnun svo það hillir undir þennan æskudraum. Ég lærði íslensku og sagnfræði i háskólanum og ætlaði með því að verða fræðimaður. En svo eignaðist ég barn og þurfti að fara að vinna og lá beinast við að fara að kenna. Reynslan af því að kenna og vera skólastjóri í litlum sveitaskóla var mjög dýrmæt, ætlaði reyndar aldrei að verða skólastjóri. Það var hrein tilviljun. Í dag finn ég mig afskaplega vel í þessu starfi, þ.e. sem skólastjóri.“ -Hefurðu alltaf verið pólitískur? „Já, ætli það ekki. Ég er kominn af fólki með mikla og sterka jafnréttis- kennd, af fólki af vinstri væng stjórn- málanna, og hef haft áhuga á stjórn- málum frá því að ég var unglingur í gagnfræðaskóla. Ég var hins vegar framan ekki að beita mér mikið eða hafa mig í frammi og starfaði ekki í hefðbundnum ungliðahreyfingum. En ég tók þó þátt í einni Keflavíkur- göngu. Það var svo ekki fyrr en ég gekk í Samfylkinguna að ég fór að taka markvisst þátt í pólitísku starfi. Um tvítugsaldurinn var ég þó í eitt ár í Alþýðubandalaginu á Hvammstanga í mikilli pólitískri uppsveiflu þar á þeim tíma.“ -Þú hefur setið í bæjarstjórn Kópa- vogs þetta kjörtímabil fyrir Samfylking- una. Hver var aðdragandi þess? „Það var prófkjör fyrir síðustu kosningar og ég var hvattur til að taka þátt í því, þó garðurinn hjá mér hafi kannski ekki verið fullur af hvetj- endum! Ég kom því inn í bæjarstjórn án þess að hafa starfað þar í nefndum eða í grasrótarhreyfingu Samfylking- arinnar. Mjög fljótlega varð ég fyrir vissum vonbrigðum með það hversu mikið minnihlutanum var haldið utan við ákvarðanatöku. Allir bæjarfulltrú- arnir eru gott fólk með góðar hug- myndir og allir vilja leggja sig mikið fram. Það að menn eru að bæta þessu starfi við þau störf sem þeir sinna daglega sýnir áhugann. Ég hef það stundum á tilfinningunni að mað- ur sé ekki gjaldgengur þegar maður er „bara“ í minnihluta bæjarstjórnar. Mér finnst þetta gamaldags stjórnun- arhættir en þeir tíðkast samt í sveit- arstjórnum um allt land. Auðvitað á að nýta alla þá sem gefa kost á sér og sitja í bæjarstjórn til góðra verka fyrir bæinn.“ Velferðarmál hugleikinn -Hvaða málaflokkar hafa verið þér hugleiknastir? „Ég sit ekki í neinni nefnd, en var í félagsmálaráði í eitt ár og er vara- maður í skipulagsnefnd. Ég hef haft mestan áhuga á velferðarmálunum, sérstaklega málefnum yngstu barn- anna sem þurfa að vera á leikskóla eða í daggæslu og ekki síður málefni foreldra þeirra. Svo get ég nefnt hús- næðismál og málefni aldraðra og málefni tónlistarskóla. Það hefur ver- ið hörgull á dagforeldrum í Kópavogi en foreldrar hafa auk þess verið að borga talsvert hærra gjald fyrir þá þjónustu en leikskólapláss. Það þarf að styrkja þetta kerfi en það líða ein- hver ár þar til hægt verður að bjóða leikskólapláss frá 9 mánaða aldri þeg- ar fæðingarorlofi lýkur. Vonandi verður þetta ástand orðið viðunandi innan skamms tíma en það ræðst þó af því hvort Samfylkingin kemst til valda í bænum. Kópavogslistinn, sem félagshyggjuflokkarnir buðu fram áður, var fyrsti framboðslistinn á landinu sem kom fram með þá hug- mynd að bjóða gjaldfrjálsa leikskóla. Þá þótti sú hugmynd algjörlega frá- leit. Síðan hefur hún verið tekin upp annars staðar. En nú vildu allir Lilju hafa kveðið, en hún er nú samt okkar verk. Við Samfylkingarfólk vorum með þessa hugmynd í kosningabaráttunni 2002 og höfum borið upp tillögur í bæjarstjórn um gjaldfrjálsan meiri- hluta sem meirihlutinn hefur fellt trekk í trekk. Það er forgangsverkefni að gera leikskólana samkeppnishæfa um vinnuafl þannig að þeir geti veitt þá þjónustu sem þeim er ætlað. Í dag eru leikskólakennarar ekki nema um 40% af heildarvinnuafli leikskólanna. Þetta hlutfall þarf að vera 60 til 70%. Það þarf einnig að styrkja stöðu leið- beinenda við leikskólana svo þeir geti sinnt sínu starfi við leikskólana sómasamlega og fái t.d. undirbún- ingstíma. Mér finnst það algjörlega óviðun- andi að leikskólakennarar sem eru með sömu menntun og grunnskóla- kennarar, mennta sig við sömu stofn- un, vinna hjá sama vinnuveitenda, séu á lægri launum. Það er forgangs- verkefni að laga daggæslu og leik- skólamálin.“ -Ertu fylgjandi því að Kópavogur, Garðabær, Álftanes og Hafnarfjörður sameinist í eitt sveitarfélag til mótvæg- is við Reykjavíkurborg? „Ætli ég vilji ekki bara hafa Kópa- vog fyrir Kópavogsbúa eins og hann er! En samstarfið milli þessara sveitar- félaga hefur verið að aukast og sam- rekstur á ýmsum sviðum. Það á ein- nig við um Reykjavík. Það þyrfti hins vegar að huga betur að samgöngu- málum og kannski væri það auðveld- ara ef sveitarfélögin væru færri. Það þarf t.d. að vera hægt að aka hringinn í kring um þessa byggð, ekki síst af öryggisástæðum,“ segir Hafsteinn Karlsson, skólastjóri og bæjarfulltrúi. Sækist eftir setu í bæjar- stjórn annað kjörtímabil Hafsteinn hyggst starfa áfram næsta kjörtímabil í bæjarstjórn, öðlist hann til þess brautargengi. Hann telur eitt kjörtímabil heldur lít- ið, hann vill virkja sína reynslu áfram. Hann segir að starf bæjarstjórnar eft- ir áramót muni breytast vegna ná- lægðar kosninga, það verði átök en þau verði málefnaleg. Samfylkingin samþykkti á mánu- dagskvöldið að hafa prófkjör meðal flokksbundinna félagsmanna um framboðslistann til bæjarstjórnar Kópavogs næsta vor. Reglur um próf- kjörið verða ákveðnar á næstunni, hvenær þarf að tilkynna þátttöku og hvenær það fer fram. Líklegt er að það verði í lok janúarmánaðar eða byrjun febrúarmánaðar. Hafsteinn Karlsson, skólastjóri og bæjarfulltrúi. Hin nýja Salarlaug í baksýn.

x

Kópavogsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kópavogsblaðið
https://timarit.is/publication/1117

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.