Kópavogsblaðið - 01.11.2005, Blaðsíða 5

Kópavogsblaðið - 01.11.2005, Blaðsíða 5
Nýlega kom út bók um þorpsskáldið Jón úr Vör, raunar bók um lífshlaup Jóns úr Vör eftir Magnús Bjarnfreðsson. Bók sem allir Kópavogsbúar sem vilja fylgast með sögu bæjarins þurfa að eignast. Kynning var á bókinni í Kórnum á neðstu hæð Bókasafns Kópavogs 27. október sl. Bókaútgáfan Hólar gefur bókina út. Á kynningunni las höfund- urinn úr bókinni ásamt því að Þórður Helga- son cand. mag fjallaði um ljóð og ljóðagerð Jóns úr Vör. Magnús Bjarnfreðsson segir m.a. um Jón úr Vör á hann hafi mátt muna tímana tvenna á margan hátt. Hann ólst upp við allsleysi á Pat- reksfirði, en það þorp gerði hann síðan ódauðlegt með skáldskap sínum. Bókasöfn urðu hans helsti skóli og síðar ævinni setti hann á fót og stjórnaði um langa hríð bóka- safni sem þá var vart meira en þorp en varð síðan fjölmennasta byggð landsins að höfðuð- borginni undanskilinni. Hér er að sjálfsögðu átt við Kópavog. Jón úr Vör er því raunveru- lega fyrsti bæjarbókavörður Kópavogs. Jón úr Vör var áberandi maður í íslensku þjóðlífi, fyrst sem úthrópaður svikari við ljóð- listina en síðan sem virt skáld í hinu nýja formi ljóðlistarinnar. Ljóð Jóns úr Vör benda til þess að hann hafi verið mikill alvörumaður og bar hag lítilmagnans ákaflega fyrir brjósti auk þess að vera mikill andstæðingur alls hernaðarbrölts. Jón úr Vör orti mest út frá eigin lífsreynslu, sérstaklega í þremur fyrstu bókunum, „Ég ber að dyrum“, „Stund milli stríða“ og „Þorpinu.“ Þorpið sem kom út árið 1946 er sennilega hans þekktasta bók, enda Jón oft kallaður Þorpsskáldið. NÓVEMBER 2005 5Kópavogsblaðið Íbúaþing í Kópavogi 19. nóvember nk. Frá Kópavogi. Eflaust brennur margt á íbúum kópavogs. Þeir fá tækiæri til að viðra sínar skoðanir á íbúaþingi í Lindaskóla. Ný bók um „Þorpsskáldið“ Jón úr Vör: Bók Magnúsar Bjarnfreðssonar. Var í raun fyrsti bæjar- bókavörður Kópavogs- íbúar Kópavogs hvattir til þátttöku Laugardaginn 19. nóvember nk. býður Kópavogsbær til íbúa- þings í Lindaskóla. Íbúaþing er vettvangur þar sem íbúum gefst tækifæri til að koma sínum hug- myndum og ábendingum á fram- færi á óformlegan og skapandi hátt. Til umræðu eru allt það sem varðar málefni bæjarins og verður efniviður frá þinginu m.a. nýttur við endurskoðun aðal- skipulags og Staðardagskrár 21. Hópum verður stýrt af hlutlaus- um aðilum og notaðar eru að- ferðir sem gefa öllum þátttak- endum færi á að koma sinni skoðun á framfæri án þess að standa upp og halda ræðu. Í skipulagshópum er unnið með kort af bænum undir stjórn skipulagsfræðinga og arkitekta, þar sem hugmyndir þátttakenda öðlast líf á teikniborði fagmanna. Ráðgjafarfyrirtækið Alta hefur umsjón með þinginu en þar star- fa sérfræðingar með mikla reynslu og þekkingu af fram- kvæmd og stjórnun íbúaþinga. Frekari upplýsingar og svip- myndir frá íbúaþingum má finna á www.ibuathing.is. Starfsfólk Alta vinnur úr þeim efniviði sem verður til á þinginu og kynnir helstu skilaboð íbúa- þingsins þriðjudagskvöldið 22. nóvember kl. 20.00 í Lindaskóla. Það er von bæjaryfirvalda að Kópavogsbúar fjölmenni til þessa annars íbúaþings í Kópa- vogi og nýti þetta tækifæri til að taka virkan þátt í umræðu um málefni bæjarins.

x

Kópavogsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kópavogsblaðið
https://timarit.is/publication/1117

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.