Kópavogsblaðið - 01.11.2005, Blaðsíða 15

Kópavogsblaðið - 01.11.2005, Blaðsíða 15
Íþróttafélagið Gerpla hefur flutt í nýtt og glæsilegt íþrótta- hús sem Kópavogsbær hefur byggt í Salahverfi en aðsetur félagsins hefur á undanförnum áratugum verið að Skemmuvegi í Kópavogi. Hið nýja hús heitir Versalir, og er íþróttahús Ger- plu. Það er mikil breyting hjá félaginu við það að fara úr iðn- aðarhverfi í nýtt íbúðarhverfi. Á nýjum stað er öll aðstaða félags- ins eins og best verður á kosið og sennilega ein besta æfingar- aðstaða fyrir fimleika á öllum Norðurlöndunum en íþróttasal- ur hússins er sérhæfður fyrir iðkun fimleika en salurinn allur er rúmlega 2200 fermetrar. Þar er ein besta fimleikaaðstaða á Norðurlöndunum. Kópavogsbær hefur stutt mjög vel við bakið á félaginu en í haust var staðfestur samningur milli bæjarins og félagsins um að Íþróttamiðstöðin að Versölum verði íþróttahús Íþróttafélagsins Gerplu. Rekstrarsamningur fé- lagsins var staðfestur þann 24. september sl. 20 - 30% fjölgun hjá félaginu Að sögn Jóns Finnbogasonar, varafomanns Gerplu og formanns fimleikadeildar, kom það skemmtilega á óvart að rúmlega 20% fjölgun varð á iðkendum fé- lagsins sem hófu æfingar nú í haust samanborið við síðastliðið ár en nú eru um 750 iðkendur sem stunda fimleika hjá félaginu. Þessu til viðbótar eru um 10% af fjölda iðkenda á biðlista en unnið er að því að koma öllum sem eru á biðlista inn í hópa og því má bú- ast við því að innan skamms verði um 30% fleiri sem stunda fimleika í Gerplu miðað við síð- asta ár félagsins að Skemmuvegi. Af 750 iðkendum hjá félaginu eru um 250 strákar. Mikil fjölgun hefur verið á undanförnum árum hjá strákunum en á Haustmóti FSÍ sem fór fram fyrr í mánuðinum voru fleiri keppendur frá Gerpu stákar en stúlkur. Er það líklega einsdæmi fyrir fimleikafélag. Sýnir það sterka stöðu piltanna hjá fé- laginu en framhjá því verður ekki litið að árangur þeirra hefur einnig verið sérlega góður á und- anförnum árum. Ber þar hæst frá- bær árangur Rúnars Alexanders- sonar sem m.a. skilaði honum í úrslit á bogahesti á Ólympíuleik- um í Aþenu. Einnig má nefna að meistaraflokkur pilta hefur sigrað á Bikarmóti FSÍ í frjálsum æfing- um 10 ár í röð og er allt kapp lagt á að halda þeirri sigurgöngu áfram á næstu árum. Sérstök áhersla á yngstu iðkendur félagsins Að sögn Jóns Finnbogasonar var sérstaklega hugað að yngstu iðkendum félagsins við kaup á áhöldum í hið nýja húsnæði fé- lagsins. Á undanförnum árum hef- ur sú grein innan fimleika vaxið mikið sem kennd er við hópfim- leika þar sem keppt er í dansi, trampólín- og dýnustökki. Í flest- um tilvikum eru iðkendur í hóp- fimleikum á aldrinum 12 til 25 ára. Hópfimleikar hafa gert það að verkum að iðkendur fimleika stunda nú íþróttina lengur en áður og eru bundnar miklar vonir við þessa tegund fimleika á næstu árum. Glæsilegur árangur á alþjóðlegum mótum Í októbermánuði sl. fór hópur iðkenda úr Gerplu á alþjóðlegt móti sem fram fór í Svíþjóð (Malarcup). Þar sigraði Kristjana Sæunn Ólafsdóttir, Íslandsmeist- ari síðustu tveggja ára, í sínum aldursflokki þriðja árið í röð. Róbert Kristmannsson sigraði einnig í sínum aldursflokki. Auk þess að ná góðum árangri í fjölþraut þá sigraði Kristjana Sæunn einnig í úrslitum á æfing- um á slá og gólfi. Viktor Krist- mannsson, margfaldur Íslands- meistari, blandaði sér í toppbar- áttuna í úrslitum á einstökum áhöldum með því að sigra í æfing- ar gólfi og tvíslá og tryggja sér 2. sætið á bogahesti og 3. sætið á svifrá. Það var ekki bara árangur einstakra keppenda sem vakti athygli því í liðakeppni þá gerðu piltarnir Ólafur Garðar Gunnars- son, Ingvar Jochumsson, Róbert Kristmannsson og Viktor Krist- mannsson sér lítið fyrir og sigruðu með 130,5 stigum. Stúlkurnar, Ingar Rós Gunnars- dóttir, Harpa Dögg Steindórsdótt- ir, Margrét Hulda Karlsdóttir og Kristjana Sæunn Ólafsdóttir voru einnig stutt frá sigri með 90,7 stig, sem færði þeim 2. sætið. Fréttir sem þessar eru ekki óalgengar frá iðkendum félagsins sem eru í dag meðal besta fimleikafólks á Norðurlöndunum. NÓVEMBER 2005 15Kópavogsblaðið HK á bæði baráttusöng og stuðningsmannasöng Mörg íþróttafélög, en alls ekki öll, státa af eigin baráttusöng. HK státar bæði af HK-Söngnum sem óneitanlega líkist baráttu- söng danska landsliðsins í knattspyrnu. En það er svo sem ekki leiðum að líkjast. Hann er svona: Við erum rauðir Við erum hvítir Við erum baráttumenn Komum úr vogi Kenndir við Kópa Stöndum saman, HK-menn HK-menn!! En stuðningsmennirnir eiga líka sinn baráttusöng sem þeir kyrja stundum á áhorfendapöll- unum, en kannski allt of sjald- an. Stuðningsmannasöngur-HK Það skiptir miklu máli að styrkja sína byggð Og sýna í verki óbilandi tryggð. Við látum alla heyra hvað í okkur býr góður stuðningur liðið áfram knýr Við gerum ekkert með hálfum huga Við vitum að ekkert má okkur buga. Viðlag Eins og sjá má Við styðjum okkar lið HK, við styðjum HK Stöndum saman Saman hönd í hönd HK, HK. Það skiptir miklu máli að vera léttur í lund og uppskera við munum á sigurstund. Aldrei mun deyja baráttulogi okkar sem búum í Kópavogi. Viðlag Eins og sjá má Við styðjum okkar lið HK, við styðjum HK Stöndum saman Saman hönd í hönd HK, HK. Eins og sjá má .......... Texti: Kári Waage Lag: Pálmi J. Sigurhjartarson Stuðningsmannaklúbbur HK hefur verið stofnaður Forsvarsmenn HK hafa stofnað stuðningsmannaklúbb fyrir knattspyrnu- og handknattleiks- deild HK. Skráningar í klúbbinn fara fram á heimasíðu HK, www.hk.is og eru allir stuðnings- menn HK hvattir til að skrá sig. Félagsgjald er frjálst en er að lág- marki 500 krónur á mánuði sem skuldfærist af reikningi eða greiðslukorti stuðningsmanns. Allir stuðningsmenn fá HK-kort hjá SPK sem gildir sem aðgöngu- miði á alla heimaleiki meistara- flokks karla og kvenna í knatt- spyrnu, handknattleik og blaki. Markmið klúbbsins er að styðja við bakið á HK, efla félagsandann og vera vettvangur þar sem fé- lagsmenn liðsins hittast og skipt- ast á skoðunum. Stefnt er á að halda úri öflugri starfsemi fyrir stuðningsmenn, t.d. með útgáfu fréttabréfs, halda úti heimasíðu, standa fyrir opnu húsi, umræðu- fundum og fleiru. HK-kortið er þrjú kort í einu; debetkort félagsskírteini og að- göngumiði á heimaleiki HK. Ekk- ert árgjald er af HK-kortinu og það stendur öllum HK-ingum til boða. Í hvert skipti sem að greitt er með HK-kortinu rennur ákveð- inn hluti fjárhæðarinnar til HK. HK-kort eins og það sem fæst hjá Sparisjóði Kópavogs. Félagið státar af mörgu af besta fimleikafólki Norðurlandanna Framtíð Gerplu í Versölum björt: Kristjana Sæunn Ólafsdóttir, Íslandmeistari í fjölþraut. Margrét Hulda Karlsdóttir. Ein margra góðra fimleikakvenna í Gerplu Hress piltur á æfingu hjá Gerplu

x

Kópavogsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kópavogsblaðið
https://timarit.is/publication/1117

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.