Kópavogsblaðið - 01.11.2005, Blaðsíða 6

Kópavogsblaðið - 01.11.2005, Blaðsíða 6
Lögreglan í Kópavogi gegnir mikilvægu hlutverki til verndar íbúum Kópavogs og ekki síður að gæta öryggis þess ört vaxandi mannfjölda alls staðar að af landinu sem á erindi í Kópavog- inn. Þar vegur ekki minnst sá fjöldi fólks sem sækir verslunar- miðstöðina Smáralind, en einnig fer mannfjöldinn vaxandi vegna mikilla byggingaframkvæmda, og inn í allar þær íbúðir flytja ekki bara Kópavogsbúar, heldur fólk alls staðar að af landinu. Nýjustu tölur Hagstofunnar sýna það. Lögreglumenn í Kópavogi eru 29 talsins, og er hvergi á landinu jafn margir íbúar að baki hverjum lögreglumanni, eða alls 889 tals- ins. Fyrir 13 árum, eða árið 1992, voru lögreglumenn í Kópavogi 24 talsins, en þá voru íbúar um 17.000 talsins, eða um 708 manns að baki hverjum lögreglumanni. Til samanburðar má geta þess að í Reykjavík eru 493 íbúar að baki hverjum lögreglumanni. Kópa- vogslögreglan vill að lögreglu- mönnum verði fjölgað a.m.k. í 36 til samræmis við fjölda lögreglu- manna í Hafnarfirði. Nefnd sem Björn Bjarnason skipaði og átti að fjalla um sam- einingu lögregluumdæmanna um allt land, hefur skilað áliti sínu til ráðherra og þar er lagt til að lög- regluumdæmin í Reykjavík, Kópa- vogi og Hafnarfirði verði samein- uð 1. júlí 2006. Áður en efni skýrslunnar verður gert opinbert verður haldinn kynningarfundur með lögreglumönnum, m.a. í Kópavogi, um niðurstöður skýrsl- unnar. Friðrik Smári Björgvinsson, yfir- lögregluþjónn í Kópavogi, segir að með sameiningu lögregluum- dæmanna sé stefnt að betri nýt- ingu fjármuna, en með því sparist þó ekki t.d. kaup á lögreglubílum. Friðrik Smári segist vona að ef af sameiningu verði leiði það ekki til þess að lögreglustöðin í Kópavogi verði gerð að hverfisstöð. Það væri mikil afturför. Í Kópavogi eru tveir lögreglubíl- ar gerðir út allan sólarhringinn. NÓVEMBER 20056 Kópavogsblaðið Í þessu húsi við Sæbólsbraut bjó Þórður Þorsteinsson hreppstjóri. Þetta hús geymir mikla frumbýlendasögu og því vert að reyna að vernda það. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn í Kópavogi. Í Kópavogi eru 889 íbúar að baki hverjum lögreglu- manni og eru hvergi fleiri Heiðra ber minningu Þórðar á Sæbóli Fyrir liðlega 50 árum, skömmu áður en Kópavogur öðlaðist kaupstaðaréttindi, skrifaði hreppsnefnd Kópavogshrepps Reykjavíkurbæ, sem þá hafði ekki öðlast borgarnafnið, bréf þar leitað var eftir viðræðum um sameiningu sveitarfélaganna. Bréfið var skrifað þremur dög- um eftir að Alþingi samþykkti lög um stofnun Kópavogskaup- staðar. Í bréfinu, sem Finnbogi Rútur Valdimarsson, þáverandi oddviti, skrifar undir segir m.a.: „Telur hreppsnefndin, að æski- legt sé, og raunar áríðandi, að slíkar viðræður, sem að ofan greinir, geti farið fram nú, áður en lögin um kaupstaðarstofnun koma til framkvæmda að veru- legu leyti, með því að þær mundu að minnsta kosti leiða í ljós, hvaða kosti eða ókosti sameining Kópavogsbyggðar við Reykjavík- urbæ yrði talin hafa í för með sér fyrir viðkomandi aðila hvorn um sig og með hvaða skilyrðum hvor þeirra teldi, að slík sameining gæti átt sér stað nú eða síðar.“ Einn þekktasti íbúi Kópavogs fyrrum var Þórður Þorsteinsson á Sæbóli, sem var þá hreppstjóri Kópavogsbyggðar. Líklega munir allir sem komnir eru yfir miðjan aldur, hvert heldur sem þeir áttu heima í Kópavogi eða Reykjavík, eftir Þórði og blómaverslun hans í litlum skúr skammt þar frá sem nú er gengið yfir Fossvogslækinn. Hann er horfinn undir íbúðahús en gamla íbúðarhús Þórðar stend- ur enn, en mjög illa farið. Væri það ekki verðugt verkefni fyrir bæjarstjórn Kópavogs á 50 ára af- mælinu að vernda það hús, og þar með söguna? Því er hér með komið á fram- færi. Verður Gustur gerður brottrækur? Fjármálamenn hafa reynt að kaupa lóðaleigurétt þess svæðis sem hesthús hestamannafélags- ins Gusts standa á. Gustur hefur verið á þessu svæði síðustu 8 ár samkvæmt sérstökum samningi við Kópavogsbæ og gildir samn- ingurinn í 33 ár enn! Það er eitt sérkenni byggðar- innar ofan við Reykjanesbraut að þar fer saman hesthúsahverfi, iðnaðarhverfi, verslunarhverfi og íbúðarhverfi, og það er vel. Ritstjóri þessa blaðs er ekki hestamaður, en finnst gaman að hafa hesthús í nágrenninu, en ég bý í Lindahverfinu. Það er svo stutt að fara með barnabörnin til þess að skoða ho ho! Bæjarstjórn Kópavogs er and- stæð kaupum fjármálamanna á lóðaréttinum, og það er vel. Hestamennska er tómstundagam- an og íþrótt. Ekki er víst að allir yrðu sáttir ef reynt yrði t.d. að kaupa upp athafnasvæði Breiða- bliks eða HK. Eða hvað? Rafvirki, klæðskeri og tálguskáld í sundi Sund er góð og heilsusamleg hreyfing. Þrír herramenn sátu og drukku kaffi í anddyri Sund- laugar Kópavogs um hádegisbil- ið nýverið. Voru búnir að synda og voru á heimleið. Ekkert lá þó á! Ragnvald Larsen er frá Færeyj- um en hefur hérlendis í 40 ár. Hann kom til þess að stunda sjó en gafst fljótlega upp á því vegna þess að hann sjóaðist aldrei. Þá datt honum í hug að flytja til Bandaríkjanna en ekkert varð af því. Hann lærði rafvirkjun og starfaði við það. Ragnvald segir að hann hafi m.a. barist fyrir því að koma á flugsamgöngum milli Íslands og Færeyja. Klæðskerinn Haukur Ingimund- arson bjó lengi á Langholtsvegin- um en Reykjavík en flutti í Kópa- vog fyrir allmörgum árum. Hauk- ur stóð fyrir rekstri saumastofu Gefjunar sem Sambandið rak lengst af á Snorrabrautinni í Reykjavík. Til skamms tíma var auk venjulegs fatnaðar saumaðir þar allir einkennisbúningar sem nefna má, hvort sem það var fyrir embættismenn, söngmenn í karla- kór, lúðrasveitarmeðlimi eða aðra. Snorri Karlsson hefur búið í Kópavogi síðan 1938 og hefur því sannarlega fylgst með vexti bæj- arins, hægum framan af en örum á síðustu árum. Hann segist vera í seinni tíð tálguskáld, og hafa af- skaplega gaman að skera úr og tálga til ýmislegt í tré eftir að hann hætti í opinberrri þjónustu. Snorri sagði hins vegar minna fara fyrir sölu á þessum munum, hvergi væri hægt að komast að. Nú er spurning hvort einhver sem þetta les vill skjóta skjólhúsi yfir sölusýningu á verkum Snorra. Þeir félagar Ragnvald, Haukur og Karl slappa af eftir sundið. Ertu að byggja - Viltu breyta - Þarftu að bæta? Sisal og kókos gólfteppi frá 2,711 kr. Dreglar og slabbmottur fyrir veturinn Stök teppi á parket og flísar - mikið úrval Teppadeild Málningardeild Kópal - 10 ltr 10% gljái 3,990 kr. Kópal - 4 ltr 10% gljái 1,990 kr. Opnunartími: Mán. - fös. 9.00 - 18.00 Lau. 10.00 - 16.00 Ný sending af Veggfóðri og veggfóðursborðum Skrautlistar og rósettur - mikið úrval G r e n s á s v e g u r 1 8 • S í m i : 5 8 1 2 4 4 4 B a z o o k a ! ! / 8 6 4 3 6 0 3 / 2 0 0 5

x

Kópavogsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kópavogsblaðið
https://timarit.is/publication/1117

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.