Kópavogsblaðið - 01.11.2005, Blaðsíða 13

Kópavogsblaðið - 01.11.2005, Blaðsíða 13
NÓVEMBER 2005 13Kópavogsblaðið Guðmundur Freyr Sveinsson býður sig fram í 2. - 3. sæti á lista Framsóknarflokksins. Hann er stjórnmálafræðingur en hefur síð- ustu tvo vetur kennt samfélags- fræði og upplýsingamennt í Snæ- landsskóla. Í vetur er hann í meistaranámi í opinberri stjórn- sýslu í Háskóla Íslands, auk þess að vera að ljúka kennsluréttinda- námi við Kennaraskólann. Lengst af snérist allt um skátastarf og íþróttir. Norður á Akureyri æfði hann handbolta, fótbolta, bad- minton og blak auk þess að vera skátaforingi. Eftir að suður kom fór mikill tími í félagsstörf í há- skólanum og stjórnmál. „Stærsta úrlausnarefni sveitar- félagana í dag eru leikskólamálin. Síðan er nú bara ár síðan grunn- skólakennarar voru í löngu verk- falli og það er eitthvað sem á ekki að þurfa að gerast. Vandamálið er að mínu mati láglaunastefna og miðstýring. Auðvitað viljum við öll það sama í grunninn. Örugg dagvistar- pláss, góða skóla, fjölbreytt fram- haldsnám, greiðar götur, góða löggæslu, öfluga heilsugæslu, rétt- láta stjórnsýslu og góða þjónustu við fatlaða og aldraða. Sveitar- stjórnarmál snúast því um að velja gott fólk til að ná þessum markmiðum fram í verki. Þó fjölskyldan sé mjög ánægð hér í Kópavogi þá sakna ég vissra afþreyingar sem maður hafði á Akureyri. Leyfi ég mér að nefna skautahöllina, sundlaugargarð- inn, fjölskyldugarðinn, Kjarna- skóg og skíðasvæðið. Það verður nú erfitt að flytja Hlíðarfjall suður en ég sé fyrir mér fjölbreytt og skemmtilegt úti- vistarsvæði í Kópavogsdalnum. Þar mætti t.d. koma fyrir tjald- svæði í kringum skátaheimilið, hlaupabrautum, finnskri gufu- baðsaðstöðu, tjörnum, skauta- svelli, leiktækjum, grillaðstöðu, húsdýragarði og keiluhöll í bland við það sem fyrir er. Þetta er ef til vill full mikið fyrir lítinn dal. Hér býr hins vegar mikið af fjölskyldu- fólki og punkturinn er sá að það þarf að vera hægt að gera meira en að fara í Smáralind og sund um helgar.“ Hvað finnst þér um stöðu Framsóknarflokksins? „Ég hef svo mikla trú á miðju- stefnu í stjórnmálum að ég á bágt með að skilja slakt gengi flokksins í könnunum. Sterk staða hans hér í Kópavogi er hins vegar ánægju- efni. Sigurður Geirdal heitinn hafði mikið persónufylgi og það sýnir m.a. hvað persónur skipta miklu máli í sveitarstjórnarmál- um. Prófkjörið er spennandi, það er frábært fólk í framboði og allir bæjarbúar mega kjósa. Ég vil því engu spá. Mikilvægast er að efla samstöðuna þegar niðurstaðan liggur fyrir,“ segir Guðmundur Freyr Sveinsson. Stærsta úrlausnarefnið eru leikskólamálin Guðmundur Freyr Sveinsson stjórnmálafræðingur. Jóhannes Valdemarsson rekstr- arfræðingur er einn þeirra sem sækst eftir 1. sætinu á framboðs- lista Framsóknarflokksins. Hann er fæddur á Grenivík en flytur til Kópavogs 1965, og hefur þar búið þar síðan að undanskildum námsár- um í Danmörku og á Bifröst. Útskrif- aðist frá Samvinnuskólanum 1984 og sem rekstrarfræðingur frá Sam- vinnuháskólanum 1993 eftir nokkur ár þar á undan á vinnumarkaðnum, m.a. við afgreiðslustörf og leigubíla- akstur. Nam síðan upplýsingavís- indi við heimspekideild háskólans í Árósum. Tók við rekstri IT-center (Information technology) árið 1996 en kom svo heim og tók við rekstri Hvells í Kópavogi sem bróðir hans hafði rekið. Seldi fyrirtækið árið 2004 og starfar í dag við bókhald og fjárfestingar. „Ég álít að ég hafi þá undirstöðu á vinnumarkaðnum, atvinnulífinu og menntun til þess að sinna vel störfum bæjarfulltrúa. Ég byrjaði að starfa með Framsóknarflokknum 1984 eftir að ég útskrifaðist úr Sam- vinnuskólanum. Ég held að kosn- ingarnar næsta vor munu að miklu leiti snúast um mjúku málin. Það hefur verið alveg gríðarlega mikil uppbygging í Kópavogi og hér hef- ur fjölgað um 10 þúsund manns á 15 árum. Það hefur verið léttur hrynjandi í uppbyggingu íþrótta- mannvirkja, menningarstofnana og þjónustu og nú þurfum við að fara að skoða innviðina. Ég vil styrkja öldrunarþjónustuna og tel það óheppilegt að heimahjúkrun skuli vera rekin af ríkinu á sama tíma og heimaþjónusta er rekin af bæjarfé- laginu. Þessa þjónustu vil ég sam- eina hjá bæjarfélaginu. Ég vil auka starfsemi á hafnar- svæðinu, og það þarf ekki endilega að vera hafnsækin starfsemi. Þarna er talsvert svæði ónotað. Þarna er íbúðarbyggð sem hefur verið mjög gagnrýnd af skipulagsástæðum, og það þarf að nást sátt um hana. Það má ýmislegt betur fara í skipulags- málum, t.d. að greiða fyrir umferð frá Smáralindinni en beina henni ekki gegnum bæinn. Jóhannes segir að ekki eigi að svíkja samkomulag við hestamenn í Gusti um staðsetningu hesthús- anna, en hins vegar telji hann það ekki eðlilegt lengur vegna nálægðar við byggð að hesthúsin séu á þessu svæði. Strætisvagnaferðir innan Kópavogs þarf að bæta til muna að mati Jóhannesar Valdemarssonar. Jóhannes Valdemarsson, rekstrarfræðingur. Vill styrkja öldrunarþjónustuna Jóhannes Valdemarsson:Guðmundur Freyr Sveinsson: AUGLÝSINGASÍMI: 511 1188 - 895 8298 Netfang: borgarblod@simnet.is

x

Kópavogsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kópavogsblaðið
https://timarit.is/publication/1117

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.