Kópavogsblaðið - 01.11.2005, Side 8
Löður tók nýverið í notkun
nýjan vélbúnað frá MacNeil í
Kanada í bílaþvottastöð sinni í
Bæjarlind 2 í Kópavogi. Stöðin
er búin nýrri gerð af silkimjúk-
um svampburstum sem gerðir
eru úr sérstöku svampefni sem
koma mjög mjúklega við bílinn í
sápulöðri og minnka þannig
hugsanlegar skemmdir á bíln-
um.
Einnig er mögulegt að þvo bíla í
stöðinni snertilaust og þá fer allt
fram eins nema svampburstarnir
eru ekki notaðir. Bíllinn er þá
meðhöndlaður sérstaklega í for-
þvottinum af starfsmönnum Löð-
urs. Nýja stöðin er mjög afkasta-
mikil og getur þvegið um 60 bíla á
hverri klukkustund og geta 4 bílar
verið í stöðinni í einu. Þannig er
nánast engin bið eftir þvotti.
Löður býður upp á sérstök af-
sláttarkort þar sem viðskiptavin-
urinn kaupir kort með 12 þvottum
en greiðir aðeins fyrir 10 þvotta.
Rekstur Kópavogsbæjar hefur
gengið mjög vel að sögn Gunnars
I. Birgissonar, bæjarstjóra og
hann segir að nú sé meirihlutinn
að uppskera eins og hann sáði.
Strax árið 1990 þegar núverandi
meirihlutaflokkar, Sjálfstæðis-
flokkur og Framsóknarflokkur
tóku við, hafi verið hafist handa í
rekstrinum en það hafi eðlilega
tekið nokkur ár að vinna sig út úr
því. Á sama tíma hafi verið
bullandi kreppa í landinu og
atvinnuleysi, en þá þegar hafi
verið gripið til mikillar ráðdeild-
ar í rekstrinum.
„Það eru fá sveitarfélög á land-
inu sem ná því að sýna jafn góða
rekstrarafkomu og okkur hefur
tekist að ná. Það er farið yfir rekst-
urinn mánaðarlega og sviðsstjór-
arnir taka þátt í því að miklu leiti.
Með svo góðri rekstrarafkomu
tekst okkur að framkvæma meira
og veita íbúunum enn betri þjón-
ustu, s.s. í menningarmálum,
íþróttamálum og skólamálum. Við
höfum ekki verið að selja bæjarfyr-
irtæki til einkaaðila, en það er ekk-
ert markmið að gera það ekki
vegna þess að við viljum að einka-
rekstur blómstri í bæjarfélaginu.
Nýlega var byggður leikskóli, en
rekstur hans var boðinn út. Þetta
er þriðji einkarekni leikskólinn í
Kópavogi. Það er mjög heppilegt
að blanda hæfilega saman bæjar-
rekstrinum og einkarekstrinum.
Þessi ráðdeild í bæjarrekstrin-
um gengur hins vegar ekki ef þú
ert ekki með gott starfsfólk með
þér. Við Sigurður heitinn Geirdal
vorum hálfgerðir „baunateljarar“
fyrstu árin en þetta hefur nú skilað
þessum árangri. Það eru allir með-
vitaðir um aðhaldssemina. Við
vöðlumst ekki áfram eins og við
sjáum stundum gert hérna hinu
megin við lækinn!
Reksturinn hefur verið að batna
undanfarin ár og tekjur íbúanna að
hækka en skuldirnir hafa verið
þær sömu í krónutölu. Þessi góða
rekstrarafkoma hefur hins vegar
verið fólkin í því að við höfum ver-
ið að innleysa fjölda lóða þar sem
við höfum verið að auglýsa bygg-
ingaréttinn á. Allt frá árinu 1994
höfum við gjaldfært þessi landa-
kaup og nú njótum við ávaxtana af
þessari stefnu. Rekstur Kópavogs-
bæjar er í sérflokki, hann er í for-
ystu, þegar rekstur stóru bæjarfé-
laganna er borinn saman,“ segir
Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri.
Byggt við Lækjarbotna
innan tíðar
Bæjarstjóri segir að enn um sinn
muni Kópavogsbæjar bjóða bygg-
ingalóðir í meira mæli en ná-
grannasveitarfélögin. Eftir 20 til 30
ár verði eflaust farið að byggja í
landi Kópavogs upp við Lækjar-
botna.
„Kópavogur er vinsælt sveitarfé-
lag, hingað vill fjöldi manns flyta.
Ætli íbúatalan geti ekki verið kom-
in í 50 þúsund manns innan svo
mjög margra ára. Við höfum náð
liðlega helmingi þeirrar tölu. Þessi
sprengja sem bankarnir og Íbúða-
lánasjóður kastaði inn á húsnæðis-
markaðinn með því að bjóða 90 og
100% lán hefur haft gríðarleg áhrif
og ekki síður þegar viðmiðin voru
hækkuð úr 7,9 milljónum króna í
15,9 milljónir króna. Þá rauk íbúð-
arverðið upp.
Á næsta ári verða 3.000 íbúðir í
smíðum á höfuðborgarsvæðinu
sem er kannski 1.000 fleiri íbúðir
en við þurfum fyrir markaðinn.
Húsnæðismarkaðurinn er því
smám saman að mettast, er reynd-
ar þegar farinn að gera það á jað-
arsvæðum eins og Árborg og
Reykjanesbæ. Við erum að fara að
bjóða lóðir á Kópavogstúninu.
Við höfum verið að úthluta 400
sérbýlum undanfarin ár meðan
Reykjavík hefur boðið 100 og 1.700
fjölbýli meðan Reykjavík hefur
boðið 1.200 fjölbýli.“
Bestu starfsmannasamn-
ingar landsins
- Felast í þessari aðhaldssemi í
rekstrinum að þið eruð að borga
bæjarstarfsmönnum hærri laun?
„Nýlegir starfsmannasamningar
eru þeir bestu á landinu. Ein-
greiðsla á laun virkar auðvitað
þyngst á lægstu launin. Ég hef sagt
að það sé best að búa í Kópavogi,
og það var reyndar slagorð í kosn-
ingabaráttunni þegar 1994, en póli-
tískir andstæðingar segja að það
sé dýrt að búa í Kópavogi!
Hér er hæsta íbúðaverð á land-
inu enda fer fólk þangað sem því
líður best og vill vera. Við höfum
gætt þess að ljúka strax við okkar
hluta, og í nýja Álfkonuhverfinu
eru allir stígar komnir þó nánast
engir séu fluttir inn. Byrjað var á
Kórahverfi fyrir ári síðan og það er
þegar farið að malbika en eftir ár
verða allir stígar tilbúnir.
Nýlega var viðtal við skólastjóra
nýs Vatnsendaskóla hér í Kópa-
vogi þar sem lýsti fyrsta áfanga
sem var uppsteyptur og tilbúinn,
en á sama tíma lýsti skólastjóri í
Norðlingaholti í Reykjavík yfir
ánægju með að fyrsti áfangi hans
skóla yrði uppsteyptur næsta
hausts, en öllum nemendum kennt
í skúrum. Það væri ofsalega gott
að hafa kennsluna í skúrum því nú
væri að hefjast hönnun á skólan-
um og því gætu foreldrar haft áhrif
á hönnun skólans!!“
Ríkiskapítalismi í formi
sameininga
- Kemur til greina að ljá máls á
sameiningarviðræðum við ná-
grannasveitarfélögin?
„Umræða um að stækka Reykja-
víkurborg er alveg snarvitlaus.
Þetta sveitarfélag getur orðið um
50.000 manna sveitarfélag og en
kannski kemur til greina að sam-
einast við sveitarfélagsunnan við
okkur. Ég vil hafa sveitarfélögin
þannig að þau séu að keppa sín á
milli um að veita sem bestu þjón-
ustuna. Annars er hætta á að allur
hvati og allt frumkvæði hverfi.
Þessar sameiningar eru bara ríkis-
kapítalisti sem ég er andsnúinn.“
- Mun Kópavogur loks eignast
miðbæ þegar lokið verður við að
loka gjánni og auðvelda samgöngur
hér um?
„Það er markmiðið. Þegar því
lýkur næsta vor munum við
breyta Hamraborginni allri og t.d.
breyta því að ekki þurfi að bakka
út í götuna frá verslununum. Þegar
óperan kemur, en ég er sannfærð-
ur um að svo verði, mun svæðið
verða enn sterkara og bera meiri
keim af miðbæ.“
- Hvenær verður fyrsta óperusýn-
ingin?
„Það gæti orðið árið 2008, ef
fjármögnunin gengur eftir.“
- Muntu gefa kost á þér í prófkjöri
Sjálstæðisflokksins í komandi
janúarmánuði?
„Já.“
NÓVEMBER 20058 Kópavogsblaðið
Úr þvottastöð Löðurs í Bæjarlindinni sem tekur bíla af ýmsum
gerðum og stærðum.
Bestu starfsmannasamingar
landsins í Kópavogi
Notar nýja gerð
silkimjúkra svampbursta
Prófkjör Framsóknar í Kópavogi
12. nóvember 2005
Í Smáraskóla. Frá kl. 10:00 - 20:00
Ólöf Pálína
forysta í fjölskyldumálum
Heimavinnandi foreldri njóti launa vegna
ummönnunar barna.
Hlúa þarf að áhuga barnanna og gefa öllum tækifæri
til að stunda íþróttir og sinna listrænum áhuga.
Öflugt íþrótta og listalíf með stuðningi Kópavogsbæjar
Ólöf Pálína Úlfarsdóttir í 3. sæti
Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri:
Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri. „Eftir 20 til 30 ár verði eflaust farið að byggja í landi Kópavogs upp við
Lækjarbotna.“
Löður í Bæjarlindinni: