Kópavogsblaðið - 01.11.2005, Qupperneq 10
NÓVEMBER 200510 Kópavogsblaðið
Einn af þeim sem býður sig
fram í forystusæti í prófkjöri
Framsóknarmanna laugardaginn
12. nóvember n.k. er Andrés Pét-
ursson. Hann er einkum þekktur í
Kópavogi fyrir störf sín að
íþrótta- og æskulýðsmálum enda
ófá félagsstörfin sem hann hefur
innt af hendi fyrir ungmennafélag-
ið Breiðablik m.a. sem formaður
og framkvæmdastjóri knatt-
spyrnudeildar, ritari og varafor-
maður aðalstjórnar félagsins og
þar að auki hefur hann í mörg ár
verið formaður Blikaklúbbsins en
það er stuðningsklúbbur knatt-
spyrnudeildar.
Andrés hefur einnig sinnt
stjórnsýslulegum störfum fyrir
bæinn og setið í heilbrigðisnefnd
Kópavogs og Hafnarfjarðarsvæð-
isins fyrir hönd Kópavogs og ver-
ið varamaður í leikskólanefnd.
Þar að auki er hann þekktur fyrir
áhuga sinn á alþjóðamálum og er
meðal annars formaður Evrópu-
samtakanna.
- En hver er ástæðan fyrir því að
Andrés gefur kost á sér í þessu
prófkjöri Framsóknarflokksins?
„Eins og flestir vita féll forystu-
maður okkar Framsóknarmanna
Sigurður Geirdal óvænt frá í fyrra
og núverandi oddviti okkar Hans-
ína Ásta Björgvinsdóttir ákvað að
gefa ekki kost á sér til áframhald-
andi starfa. Það er því mikilvægt
að til forystu veljist áfram gott
fólk sem getur haldið áfram því
þróttmikla starfi sem hefur verið í
bæjarmálum í Kópavogi undan-
farin ár. Það er staðreynd að
hættulegasti tími í lífkúrfu fyrir-
tækja og landa er þegar vel geng-
ur. Það þarf því sífellt að skoða
stöðu bæjarins og halda áfram að
leita nýrra leiða til að halda Kópa-
vogi í forystu sveitarfélaga í land-
inu. Ég vil leggja mitt af mörkum
til þessarar uppbyggingar og þess
vegna leita ég eftir stuðningi bæj-
arbúa í 2. sætið.“
Andrés segir spennandi tíma
framundan í Kópavogi. Bærinn sé
enn að stækka og mjög margt fólk
að flytja til bæjarins.
,,Það er margt sem kemur upp í
hugann varðandi verkefni en það
sem mig langar helst að leggja
áherslu á eru sex atriði. Þau eru:
• Lækkun fasteignagjalda.
• Markvist átak verði gert til að
laða fleiri þekkingarfyrirtæki til
bæjarins.
• Leikskólar bæjarins verði
efldir og stefnt verði að því
að gera þá gjaldfrjálsa á kjörtíma-
bilinu.
• Meira íbúalýðræði m.a. með
stofnun hverfaráða.
• Fleiri valmöguleika í húsnæð-
ismálum fyrir eldri borgara.
• Áframhaldandi uppbygging
íþrótta- og æskulýðsstarfs í Kópa-
vogi m.a. með því að samþætta
betur starfsemi grunnskóla og
íþróttafélaga í bænum.
En aðalatriðið er auðvitað að
gera góðan bæ betri,“ segir fram-
bjóðandinn Andrés Pétursson.
Andrés Pétursson. „Markvist
átak verði gert til að laða fleiri
þekkingarfyrirtæki til bæjarins.“
Gerum góðan bæ betri
Andrés Pétursson skrifstofustjóri býður
sig fram í 2. sætið á lista Framsóknar-
flokksins:
Kópavogur er á tímamótum.
Undraverð þróun síðustu ára hef-
ur skapað nýjan grundvöll. Í bæn-
um er ný öld og ótal tækifæri.
Framsóknarflokkurinn hefur tekið
virkan þátt í þessari mögnuðu
þróun. Flokkurinn stendur líka á
tímamótum, nú þarf að velja nýja
forystu í Kópavogi. Þetta val hef-
ur afgerandi áhrif á stöðu flokks-
ins hér á komandi tíð.
Nú er brýnt að efla bæjarbrag-
inn. Sú stefna er mörkuð, en tölu-
vert í land. Bærinn er fyrir fólkið.
Kópavogsdalur er miðja íþrótta,
útivistar og verslunar. Það þarf að
létta á umferðarhnútum þar og
ljúka fegrun Dalsins. Það er al-
mennilegur bæjarbragur að Kópa-
vogsvöllur sé alvöru leikvangur
með yfirbyggðri stúku.
Það er önnur útivistarparadís í
Fossvogsdal, þar sem bæjarmörk
standa í vegi fyrir jákvæðri þróun.
Það er skylda Kópavogs og
Reykjavíkur að þróa svæðið sam-
an, svo íbúarnir njóti sín. Það ber
að ræða gerð sundlaugar og ann-
arra mögulegra sameiginlegra
mannvirkja. Nú er lag á nýrri öld.
Bæjarbragur verður líka betri
þegar Hamraborgarsvæðið teng-
ist Borgarholtinu og djásnunum
þremur. Fólk þarf að komast fyrir
á þessu svæði. Það er brýnt að
skerpa á merkingum og skipulagi
sem þykja grundvallaratriði í
vestrænum heimi.
Framsóknarflokkurinn stendur
fyrir styrka fjölskyldustefnu. Nú
er tími til að líta fram á við og
tryggja allir njóti, ungir sem
aldnir.
Heilbrigð starfsemi íþrótta og
tómstunda styrkir fólk á öllum
aldri. Eftirspurn eykst og fleiri lifa
lengur og betur. Það er mikilvægt
að fylgja þróuninni. Kópavogur
þarf enn að hugsa stórt í málefn-
um aldraðra. Kópavogur á að
vera bær fólksins alls þar sem
skipulag og samningar standa og
skattheimta er ekki meiri en í ná-
grannasveitum.
Kópavogur hefur alla burði til
að verða afburðabær. Fyrirtækja-
rekstur er í blóma, uppbygging
heldur áfram. Í opnu prófkjöri nú
er tækifæri til að velja Framsókn
öfluga forystu. Veik forysta gæti
leitt af sér eins flokks stjórn í vor.
Það er engum hollt.
Ég heiti Samúel Örn Erlingsson
og býð mig fram í fyrsta sæti.
Samúel Örn Erlingsson.
Tímamót á nýrri öld
Samúel Örn Erlingsson:
Friðrik Gunnar Gunnarsson hef-
ur síðustu þrjá áratugi starfað hjá
lögreglunni, lengst af við slysa-
rannsóknir. Hann spyr hvort
kosningaloforð séu aðeins tíma-
bundin gífuryrði og verði
gleymsku að bráð á skjótan hátt
að loknu kjöri.
„Það er líka ákaflega fallegt að
lesa langan lista gæluverkefna
frambjóðenda. Ég ætla að sleppa
öllum loforðum öðrum en þeim
að standa mig við að sinna þeim
verkefnum sem mér kunna að
vera falin. Ég á mörg gæluverk-
efni, en ef sinna á Kópavogskaup-
stað og íbúum svæðisins, verða
þau að víkja fyrir þeim verkefnum
sem uppi eru hverju sinni og þarf
að vinna úr. Ég vil líka minna á að
einhver þarf að hafa auga með
unga fólkinu sem nú kemur sterkt
inn og gefur kost á sér til ábyrgð-
arstarfa.
Með því að gefa kost á mér í
fimmta sæti Framsóknarflokksins
í prófkjöri til bæjarstjórnar Kópa-
vogs vona ég að ég geti látið gott
af mér leiða og lagt hönd á plóg
við að gera svæðið sunnan
Reykjavíkur og norðan Garðabæj-
ar að bæjarfélaginu þar sem ham-
ingjan blómstrar,“ segir Friðrik
Gunnar Gunnarsson.
Friðrik Gunnar Friðriksson.
Vill gera Kópavog að
bæjarfélagi þar sem
hamingjan blómstrar
Friðrik Gunnar Gunnarsson sækist
eftir 5. sætinu:
Nú fer senn að líða að aðventu
og því mikið um dýrðir í kirkjum
landsins. Fyrsta sunnudag í að-
ventu, 27. nóvember, verður að-
ventuhátíð fjölskyldunnar í
Hjallakirkju kl. 17. Um er að
ræða skemmtilega stund fyrir
alla fjölskylduna með léttri
jóladagskrá, söngvum og sögum.
Barnakór úr Hjallaskóla kemur í
heimsókn og syngur undir stjórn
Guðrúnar Magnúsdóttur.
Þá mun Björgvin Frans
Gíslason, leikari, sýna brúðuleik-
ritið Pönnukakan hennar Grýlu.
Leikritið segir frá hugvitsamri
pönnuköku sem nær að flýja
steikarpönnu Grýlu með það fyrir
augum að ferðast alla leið í arma
Jesú litla og foreldra hans sem
dvelja svöng og köld í fjárhúsi í
Betlehem. Auk þessa munu allir
syngja saman jólasöngva og njóta
stundarinnar í kirkjunni. Að henni
lokinni verður boðið upp á kakó
og piparkökur í safnaðarsal
kirkjunnar. Fjölskyldur til hvattar
til að fjölmenna á aðventuhátíð-
ina þennan fyrsta sunnudag
aðventunnar.
Opið hús fyrir eldri
borgara
Annan hvern fimmtudag er
Opið hús í Hjallakirkju fyrir eldri
borgara sem áhuga hafa á að
eyða góðri stund með góðu fólki.
Stundirnar hefjast kl. 12.00 á léttri
máltíð og síðan er ýmislegt gert
sért til dundurs. Næstu samverur
verða í dag, 10. nóvember og og
24. nóvember. Síðan verður jóla-
samvera þann 8. desember. Sú
stund verður lituð því að aðvent-
an er hafin og flestir líkast til
komnir í jólaskap!
Safnaðarfólk er hvatt til þess að
létta sér stundirnar stundirnar í
skammdeginu og kíkja í kirkjuna
þessa fimmtudaga.
Glatt á hjalla í barnastarfi Hjallakirkju.
Aðventuhátíð fjölskyldunnar
í Hjallakirkju
Forval hjá VG í Kópavogi
26. nóvember nk.
Á aðalfundi Vinstrihreyfing-
arinnar - græns framboðs í
Kópavogi 5. október sl. var
samþykkt að hafa forval innan
félagsins um fyrstu fjögur sæti
lista VG í Kópavogi í komandi
sveitarstjórnarkosningum. Nýr
formaður og stjórn voru einnig
kjörin á aðalfundinum. Formað-
ur er Emil Hjörvar Petersen og
aðrir í stjórn eru Guðbjörg
Sveinsdóttir, Lára Jóna Þor-
steinsdóttir, Ólafur Þór Gunn-
arsson og Þorleifur Friðriksson.
Framboð skulu tilkynnt til for-
manns félagsins fyrir klukkan
12:00 að hádegi föstudaginn 11.
nóvember (netfang: emil@hi.is,
s: 869-8391). Kjör fer svo fram
laugardaginn 26. nóvember í
Digranesskóla, frá kl. 12:00 til
16:00. Þeir sem hafa atkvæðis-
rétt eru þeir félagar sem hafa
verið skráðir frá og með 18. nóv-
ember 2005. Þeim sem hafa
áhuga á að hafa áhrif á úrslit for-
valsins, eða bjóða sig fram, er
bent á að hafa samband við
formann félagsins til skráningar.
VG í Kópavogi var stofnað fyr-
ir síðustu sveitarstjórnarkosn-
ingar og upp frá því verið sívax-
andi og öflugra félag, og sú stað-
reynd að halda skuli nú forval er
merki þess að mati stjórnar.
Ung vinstri græn í Kópavogi
voru stofnuð fyrir um tveimur
árum og hafa tekið virkan þátt í
starfinu.
Emil Hjörvar Petersen formað-
ur segir að VG í Kópavogi stefni
hátt í komandi kosningum og
hann hvetur alla áhugasama að
hafa samband.
borgarblod.is