Kópavogsblaðið - 01.11.2005, Síða 12
NÓVEMBER 200512 Kópavogsblaðið
Ómar Stefánsson bæjarfulltrúi
hefur búið í Kópavogi nánast alla
tíð og hefur aldrei hleypt heim-
draganum nema til þess að fara í
sveit og í skóla. Hann segist fyrst
orðið pólitískur að einhverju
marki eftir bæjarstjórnarkosning-
arnar 1986 en þá fannst honum
Framsóknarflokkurinn ekki hafa
staðið sig nógu vel, og fór að
skipta sér af gangi mála. Eftir
mörg ár í sveit og nám á Hvann-
eyri hafi stefna Framsóknarflokks-
ins hugnast honum best. Ómar
var í 3. sæti listans 1998 og þá
munaði ekki nema um 50 atkvæð-
um að hann næði kjöri. Fram-
sóknarflokkurinn bætti við sig
þriðja bæjarfulltrúanum 2002 og
Ómar náði kjöri. Hann telur það
ekki vafa undirorpið að persónu-
fylgi Sigurðar Geirdal hafi ráðið
þar miklu um enda telur Ómar
Sigurð vera einn klókasta stjórn-
málamann sem hann hafi þekkt.
„Það verður erfitt að halda
þremur mönnum í bæjarstjórn í
næstu kosningum en með góðum
lista og málefnalegri kosningabar-
áttu skulum við ekki útiloka neitt.
Framsóknarflokkurinn hefur
verið í samstarfi við Sjálfstæðis-
flokkinn í þrjú kjörtímabil en ég
vil að við göngum óbundnir til
kosninga. Við skulum sjá hvað
kemur upp úr kjörkössunum í
vor. Samstarfið hefur gengið gríð-
arlega vel enda Kópavogsbúar
mjög ánægðir með bæinn sinn. En
við skulum sjá til. Það er líka ljóst
að Sjálfstæðismenn gætu náð
hreinum meirihluta.
Hér hefur orðið mikil íbúaaukn-
ing og margt ungt fólk byggt hér
þar sem hér hefur verið mikið
lóðaframboð á sama tíma og
Reykjavík hefur ekki verið að
standa sig í þeim málum. Nú er
verið að skipuleggja alveg gríðar-
lega skemmtilegt hverfi upp i
Hnoðraholti og Rjúpnahæð og
verður lóðum þar úthlutað í byrj-
un næsta árs.
Ég stefni að því að leiða fram-
boðslista Framsóknarflokksins og
þar af leiðandi fara öll mál í for-
gangshóp. Ég hef setið í skipu-
lagsnefnd og þess vegna eru þau
mál mér mjög hugleikinn en ein-
nig eru umhverfismál mikilvæg,
og nú eftir að ég á sjálfur börn í
leikskóla og grunnskóla vaknar
meiri áhugi fyrir þeim málum. Svo
hef ég verið að starfa að íþrótta-
málum og hef því mikla innsýn í
þann málaflokk. En það að fjár-
málastjórn bæjarins sé góð er
auðvitað lykillinn að góðu bæjar-
félagi, og nýleg endurskoðun fjár-
hagsáætlunar sýnir að svo sé,“
segir Ómar Stefánsson.
Sækist eftir 1. sætinu
Ómar segist verða stoltur ef óp-
eruhús rísi í Kópavogi en grunn-
urinn að því sé fjármögnunin og
síðan að rekstrargrundvöllurinn
sé tryggður. Hlutverk bæjarfull-
trúa sé að sinna þörfum bæjarfull-
trúa í menningarmálum og þá sé
ekki verra að Kópavogur sé segull
fyrir íbúa annarra sveitarfélaga.
Ómar sækist eftir 1. sætinu en
segist vilja sjá tölur um fylgi áður
en hann svari því hvort hann
þiggi sæti neðar á listanum. Hann
sé sá fulltrúinn sem hafi mestu
reynsluna, hafi verið í pólitík í 15
ár en vissulega sé hann að berjast
um forystusætið við mjög öflugt
framsóknarfólk.
Skipulags- og umhverfismál
mjög hugleikinn
Ómar Stefánsson bæjarfulltrúi.
Sækist eftir 1. sætinu.
Gestur Valgarðsson, sem býður
sig fram í eitt af efstu sætunum,
telur það til tíðinda að efnt skuli
nú til opins prófkjörs, það hafi
ekki gerst í 8 ár. Því valdi nú bæði
fráfall Sigurðar Geirdals og eins að
Hansína Ásta gefur ekki kost á sér
aftur til setu í bæjarstjórn. Gestur
hefur unnið ýmis verkfræði- og
ráðgjafastörf fyrir sveitarfélögin,
sjávarútveginn og orku¬fyrirtækin
og var forstöðumaður vélaverk-
fræðideildar Hönnunar hf til árs-
ins 2004. Til ársloka 2005 er hann
búsettur í Montreal í Kanada og
starfar hjá fyrirtæki sem byggir ál-
verið á Reyðarfirði.
Hann tók fyrst sæti á lista Fram-
sóknarflokksins á Seyðisfirði og
hefur verið virkur í starfi flokksins
síðan. Er fyrsti varabæjarfulltrúi
flokksins í Kópavogi, var formaður
atvinnu- og upplýsinganefndar,
varaformaður Skólanefndar Kópa-
vogs og formaður Framsóknarfé-
lags Kópavogs.
Gestur vill taka skólastarfið í
Kópavogi til rækilegrar endur-
skoðunar. Allt of mörg foreldri
gangi bónleið til búða með áhyggj-
ur af skólagöngu barna sinna og
skólagangan einkennist um of af
óvissu um árangur. Skólastarfið
eigi að vera sú þjónusta sem nýt-
ur mest trausts, er aðgengilegust
og öruggust um árangur. Það megi
vel vera að það þurfi að axla frek-
ari kostnað vegna þessa, en það
séu einnig til fleiri sóknartækifæri
í betri nýtingu fjárins.
„Umræða síðustu daga kennir
mér að þótt prófkjörið eigi að vera
gal opið, þá gangi raunverulega
ekki nema fimm til kosninga, þ.e.
Breiðablik, HK, Gerpla og hesta-
menn, og svo auðvitað framsókn-
armaðurinn! Ttöluvert hefur áunn-
ist í uppbyggingu íþróttamann-
virkja í bænum, en töluvert er í
land um að sátt sé milli bæjar-
stjórnar, íþróttafélaganna og bæj-
arbúa um rekstur félaganna. Bæj-
arsjóður er auðvitað ekki ótæm-
andi en, nútíminn hefur fært okk-
ur aukinn frítíma og krafa okkar er
að meira af tekjum bæjarins verði
varið til þess að auðvelda sem
flestum okkar nýta frýtímann á
sem fjölbreytilegastan máta. Þetta
sjáum við t.d. í met þátttöku bæj-
arbúa í iðkun golfs.
Ég vil finna þessa sátt, þannig
að rekstur íþróttafélaganna verði
ekki stöðug byrði á þeim sem gefa
tíma sinn í þetta mikilvæga starf,
sem er að sinna félögunum.
Ég vil nefna framtíð hafnar-
svæðisins vestast á Kársnesinu.
Allt frá árinu 1998 þegar ég kom
fyrst til starfa hér í Kópavogi hef
ég haft efasemdir um stefnu sam-
starfsflokkana. Ég trúi ekki að
þetta gangi upp og í raun þarf að
kúvenda í málinu. Hvernig það
verður gert er auðvitað vandi bæj-
arfulltrúans en ég kvíði engu verði
mér treyst til að leysa það verk-
efni,“ segir Gestur Valgarðsson.
Gestur Valgarðsson seg-
ir sátt þurfi að ríkja um
rekstur íþróttafélaganna
Gestur Valgarðsson verkfræðingur.
Ómar Stefánsson bæjarfulltrúi:
Þorgeir Þorsteinsson verkfræð-
ingur býður sig fram í 3. sæti á
opnu prófkjöri Framsóknarflokks-
ins. Hann segir að tímaskortur
virðist vera sá þáttur sem flestir
kannist við. Í nútímaþjóðfélagi sé
hraðinn oft mikill sem gerir það
að verkum að allt of sjaldans
gefist tími til að staldra við og líta
aðeins um öxl. Margur velti upp
þeirri spurningu hvort fólk sé al-
mennt fast í sinni rútínu og hafi
yfir höfuð lítinn tíma til að sinna
öðrum málum en akkúrat þeim
hlutum sem nauðsynlegir eru fyr-
ir daglegt líf fjölskyldunnar. Ein af
afleiðingum tímaskortsins virðist
vera að ákveðin tengsl milli
kynslóða virðist vera að dofna.
Menn hreinlega gefi sér ekki tíma
til að rækta þessi tengsl.
„Hluti af tónlistarnámi
nemenda í tónskólum felst í því
að undirbúa tónleika þar sem
nemendur flytja einstök verk fyrir
áheyrendur. Þarna leggja
nemendurnir sig fram með æfing-
um og vinna markvisst að því að
æfa sín verk fyrir flutning á tón-
leikunum. Þessi flutningur þjálfar
nemendur á margan hátt og ekki
síst í framkomu.Í framhaldi gæti
verið áhugavert að taka skrefið
aðeins lengra og nýta þetta í því
að efla tengsl milli kynslóða með
þeim hætti að nemendur í
tónlistanámi fái jafnframt tæki-
færi á að flytja sín verk fyrir aðra
áheyrendur utan tónskólans sem
í þessu tilviki gæti verið eldri
borgarar. Tónleikarnir væru
skemmtun fyrir eldri borgarana
sem og þjálfun í flutningi og
framkomu fyrir ungu tónlistar-
nemana.“
Menningararfurinn
„Barnabarn mitt sem er fimm
ára hefur oft velt upp spurning-
unni „ afi, hvernig var það í gamla
daga“ og svo fylgir í kjölfarið
erfið og oft flókin spurning um
hvernig hlutirnir voru hér áður
fyrr. Það kemur glögglega í ljós
að hraði nútímans hefur gert það
að verkum að tengslin milli
kynslóða hafa að einhverju leiti
dofnað sem verður að teljast
sorglegt þar sem menningararfur-
inn liggur í þeirri þekkingu sem
eldri kynslóðir hafa og verða með
einhverjum hætti að koma til
skila til ungu kynslóðarinnar. Ég
hef oft leitt hugann að því með
hvaða hætti megi efla þessi
tengsl. Hvernig er hægt að miðla
allri þeirri þekkingu sem býr í
eldri kynslóðinni áfram og þar
með viðhalda menningararfi
okkar.“
Ein þeirra lausna sem upp
hefur komið í huga mér felst í því
að efla samstarfið milli grunn-
skólanna og eldri borgara.
Hvernig væri að setja grunnskóla-
börnum það verkefni að taka við-
töl við eldri borgara um ýmis
fróðleg efni sem tengjast fyrri
kynslóð eins og lífshætti, atvinnu
o.fl. Enginn myndi óska þess að
glata þeim vitnisburði og þekk-
ingu sem eldri kynslóðir eiga.
Hverjir eru betri til þess að við-
halda þessu en akkúrat unga fólk-
ið?“ segir Þorgeir Þorsteinsson.
Eflum tengslin milli kynslóðanna
Þorgeir Þorsteinsson
verkræðingur.
Þorgeir Þorsteinsson, verkfræðingur:
Fermingarbörn
safna fyrir Hjálpar-
starf kirkjunnar
Fermingarbörn í Lindasókn ásamt foreldrum og fleirum i með afrísk-
um gestum í samkomusal Salaskóla.
Þátttaka í Landssöfnun ferming-
arbarna er orðinn árviss viðburð-
ur í sóknum Kópavogs. Ferming-
arbörnin fá fræðslu um kjör bág-
staddra í Afríku sem búa við erfið
kjör og hvaða leiðir Hjálparstarf
kirkjunnar fer til að aðstoða þetta
fólk. Í tilefni af söfnuninni eru góð-
ir gestir hér á landi frá Konsó í
Eþíópíu, þau Kússe og Hirud. Þau
hafa heimsótt þjóðkirkjusöfnuði
víða um land og ávarpað ferming-
arbörn. Með þeim í för sem túlkur
er Bjarni Gíslason kristniboði.
Þriðjudagskvöldið 1. nóvember
sl. heimsóttu Eþíóparnir Linda-
sókn í Kópavogi og var foreldrum
fermingarbarna einnig boðið til
fundarins, sem fór fram í splunku-
nýjum samkomusal Salaskóla.
Margt var um manninn og var
gerður góður rómur að ávörpumi
gestanna og margar fyrirspurnir
að þeim loknum. Söfnun ferming-
arbarna fór fram mánudagskvöld-
ið 7. nóvember sl.