Fréttablaðið - 18.04.2016, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 18.04.2016, Blaðsíða 12
Frá degi til dags Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is og Viktoría Hermannsdóttir viktoria@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is ljóSmyndir: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚtlitShönnun: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is Halldór Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is Flísabúðin Stórhöfða 21 | s: 545 5500 | flis.is Finndu okkur á facebook Gæði og g læsileiki e ndalaust ú rval af há gæða flísu m Undanfarið höfum við orðið vitni að því að almenningur hefur haft fyrir því að koma skoð-unum sínum óvenju skýrt og ákveðið á framfæri. Þó að vissulega sé mönnum misheitt í hamsi virðist undirliggjandi krafa um aukið réttlæti og trúverðugleika augljós. Í fyrra voru samþykkt einróma ný Heimsmarkmið sem eiga að leiðbeina öllum ríkjum heims í átt að sjálf- bærri þróun á tímabilinu 2015 til 2030. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna númer 16 snýr einmitt að friði, réttlæti og sterkum stofnunum. Jafnt aðgengi að gagn- sæjum og sanngjörnum stofnunum og stjórnarháttum er álitið algjört grundvallaratriði þess að skapa stöðug og friðsæl samfélög sem saman vinna farsællega að sjálfbærni. Í þessu markmiði er meðal annars stefnt að því að fyrir árið 2030 hafi verulega dregið úr spillingu og ólöglegu flæði fjármagns sem og að tryggja það að stofnanir á öllum stigum séu ábyrgar, skilvirkar og hafi gagnsæi ávallt að leiðarljósi. Ef einhverja ályktun mætti draga af atburðarás undan- farinna daga er það að Íslendinga þyrstir í samfélag sem uppfyllir þessar kröfur. Eftir birtingu Panama-skjalanna hefur íslenskur almenningur staðið fyrir stöðugum aðgerðum, sem einskorðast ekki við stærstu mótmæli Íslandssögunnar, með það að markmiði að knýja fram bæði stjórnarfarslegar og siðferðislegar breytingar. Vilj- inn til breytinga liggur í augum uppi. Í öllu þessu umróti býðst okkur tækifæri til þess að byggja upp stofnanir og stjórnsýslu með Heimsmarkmið nr. 16 til hliðsjónar og vinna þar með markvisst að því að uppfylla þær kröfur sem við höfum þegar skuldbundið okkur til þess að framfylgja. Það er von okkar að rödd almennings sé tekin alvarlega en ekki drekkt í fyrirfram ákveðnum sleggju- dómum sem virðast því miður innbyggðir í viðbrögð við hvers konar gagnrýni. Við trúum því að Íslendingar vilji málefnalegar umræður um það stjórnarfar sem hér ríkir og að slík umræða sé frekar til þess fallin að auka stöðug- leika heldur en að ýta undir óvissu og upplausn. Drifkrafturinn er til staðar, áskorunin er að sameinast um þá stefnu sem við viljum að samfélag okkar fylgi. Þar er tilvalið að hafa Heimsmarkmiðin að leiðarljósi. Umbrot, óánægja og svo? Nína Guðrún Baldursdóttir Auður Inga Rúnarsdóttir í Ungmennaráði Félags Samein- uðu þjóðanna Það er von okkar að rödd almenn- ings sé tekin alvarlega en ekki drekkt í fyrirfram ákveðnum sleggju- dómum. Framboð eða markaðsbragð Enn fjölgar þeim sem bjóða sig fram til forseta Íslands. Sá nýjasti er Magnús Ingi Magnús- son, kenndur við skyndibita- staðinn Texas-borgara. Með yfirlýsingu sinni um forsetaframboð, sem send var fjölmiðlum í gær, er ítarleg ferilskrá og sjónarmið hans á helstu samfélagsmál. Þar eru áberandi störf hans fyrir fyrr- nefndan veitingastað. Skili framboðið Magnúsi ekki forsetastólnum, þá kann það samt að verða hin besta markaðsherferð fyrir veitinga- staðinn. Hvort sem það var nú ætlunin eða ekki. Hættir á toppnum Einar Kristinn Guðfinnsson, forseti Alþingis, tilkynnti um helgina að hann myndi ekki sækjast eftir þingsæti í næstu kosningum, sem ráðgert er að fram fari í haust. Aðspurður sagði hann líka að hann myndi ekki gefa kost á sér í kjöri til for- seta Íslands. Einar átti ágætan feril sem sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðherra. En hann hefur notið enn meiri virðingar sem forseti þingsins, bæði meðal félaga sinna í stjórnarflokkunum og meðal stjórnarandstöðuþing- manna. Má jafnvel má ganga svo langt að segja að hann hætti störfum á toppi þingferils síns. Sú ákvörðun mætti vera mörgum öðrum til eftirbreytni. - jonhakon@frettabladid.is Stjórnmálamenn eru ákaflega mikið fyrir menningu og listir. Sérstaklega á tylli-dögum og þá einkum ef margir eru hlusta. Þannig hefur það lengi verið og verður eflaust enn um langa tíð enda ekki að undra. Fólk vill menningu og listir. Það vill njóta þess að lesa, skoða, hlusta, sjá og upplifa allt það sem listin færir okkur. Það leynir sér ekki á áhuga Íslendinga og öllum bókakaupunum, leikhús- og tónleikaferðunum, heimsóknartíðni listasafna og þannig mætti lengi telja þar sem fólk leitast við að finna eitthvað við sitt hæfi. Eitthvað sem gleður, hreyfir og ögrar. Eitt af þessu sem er okkur svona mikilvægt í þessu tilliti er Listahátíðin í Reykjavík. Mikilvægi Listahá- tíðarinnar felst ekki síst í því að hún hefur í gegnum árin fært okkur list og menningu víða að úr veröld- inni og stundum hefur það verið á meðal þess besta sem heimurinn hefur að bjóða. Þetta er ómetanlegt fyrir litla eyþjóð sem vill vera þjóð á meðal þjóða, í senn sjálfstæð og í samræðu við heiminn. Í liðinni viku kynnti Hanna Styrmisdóttir stjórn- andi Listahátíðarinnar í Reykjavík tón- og sviðslista- dagskrá hátíðarinnar í vor. Það kemur í raun á óvart hversu viðamikil dagskráin er í ljósi þess hversu verulega hefur dregið úr fjárframlögum borgar og ríkis á undanförnum árum. En staðreyndin er að allt frá árinu 2005, þegar hér átti að heita bullandi góð- æri samkvæmt stjórnmálamönnunum, hefur verið þrengt að hátíðinni og reyndar menningu og listum almennt í landinu. Sú staðreynd að niðurskurðurinn nær vel fram fyrir efnahagshrunið gefur til kynna að mögulega búi eitthvað annað að baki. Það er áhyggjuefni svo ekki sé meira sagt. Til þess að viðhalda listrænum gæðum og metnaði við Listahátíðina í Reykjavík verður nú brugðið á það ráð að hátíðin verði tvíæringur, þ.e.a.s. haldin annað hvert ár, héðan í frá. Það er vel skiljanlegt að gripið sé til þessa ráðs en að sama skapi er slíkt undan- hald dálítið dapurleg niðurstaða. Ráðamenn hafa að vísu lofað því að ekki komi til frekari niðurskurðar í úthlutunum til hátíðarinnar en satt best að segja þá er vart á vísan að róa með stjórnmálamenn og loforð. Gæðum Listahátíðarinnar er í dag haldið á floti með þrotlausri vinnu þeirra fáu einstaklinga sem starfa við undirbúning hennar og skipulag. Yfir hátíðinni er Menningar- og ferðamálráð Reykjavíkurborgar og þar sem menningu og ferðamennsku er splæst saman þá ætti að gefa auga leið að viðkomandi aðilar séu að fullu meðvitaðir um þann virðisauka sem hátíðin skapar. Það er þó ekki að sjá, því miður. Þess væri þó óskandi að á þeim bænum væru málefni hátíðarinnar sem og menningar almennt tekin til gagngerrar endurskoðunar með það að markmiði að efla menn- ingu og listir í borginni okkur öllum til góðs. Lifi listin, annað hvert ár! Ráðamenn hafa að vísu lofað því að ekki komi til frekari niðurskurðar í úthlutunum til hátíðar- innar. 1 8 . a p r í l 2 0 1 6 M Á N U D a G U r12 s k o ð U N ∙ F r É T T a B l a ð i ð SKOÐUN 1 8 -0 4 -2 0 1 6 0 4 :1 9 F B 0 5 6 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 9 1 B -7 6 8 4 1 9 1 B -7 5 4 8 1 9 1 B -7 4 0 C 1 9 1 B -7 2 D 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 5 6 s _ 1 7 _ 4 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.