Fréttablaðið - 18.04.2016, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 18.04.2016, Blaðsíða 2
Fæst í flestum apótekum, heilsubúðum og heilsuhillum verslana. EKKI LÁTA MELTINGUNA EYÐILEGGJA DAGINN Tvö hylki á dag geta létt á meltingunni ! Veður Samfélag Drengir í 6. og 8. bekk leggja meiri áherslu á útlit en kven- kyns jafnaldrar þeirra, en munurinn hverfur þegar komið er í 10. bekk. Drengir leggja þá minni áherslu á útlit. Drengir á unglingsaldri hafa einnig meira keppnisskap en stúlk- ur á sama aldri. Sterkt marktækt samband er því á milli keppnisskaps og áherslu á útlit, segir Guðmundur Torfi Heimisson, lektor við Háskól- ann á Akureyri. Þetta kemur fram í rannsókn á vegum Rannsóknarseturs for- varna við Háskólann á Akureyri, sem Guðmundur Torfi vann að. Markmið rannsóknarinnar var að kanna samband keppnisskaps grunnskólanema og áherslu á að líta vel út. Einnig var skoðað hvort ástundun líkamsræktar hefði áhrif á sambandið. Guðmundur Torfi segir rann- sóknina hafa leitt í ljós að 44% nem- enda í 10. bekk finnist bæði mjög mikilvægt að líta vel út og að vinna í keppni. Einnig komi fram að 77% þeirra sem ekki finnst mikilvægt að líta vel út finnist sömuleiðis ekki mikilvægt að vinna keppni. Guð- mundur Torfi segir einnig sterk tengsl vera á milli keppnisskaps, áherslu á að líta vel út og íþrótta- ástundunar. Hann segir þá sem hreyfa sig oftar vera mun líklegri til að leggja meiri áherslu á útlit og að vinna keppni. Eftir því sem keppnisskap aukist, aukist ástund- un íþrótta, og öfugt. Rannsóknin var gerð á landsvísu árið 2015 og tók til nemenda í 6., 8., og 10. bekk. Þátttakendur í 10. bekk voru 3618 en þátttakendur í 6. og 8. bekk voru samtals 7401. Rannsókn- in er hluti af stærra alþjólegu verk- efni um heilsu og líðan skólanema sem Alþjóða heilbrigðismálastofn- unin (WHO) stendur fyrir. Rann- sóknarsetur forvarna við Háskólann á Akureyri annast framkvæmdir hér á landi. Guðmundur Torfi segir að niður- stöðurnar gætu nýst mörgum, til dæmis  foreldrum, kennurum  og íþróttaþjálfurum en að of snemmt sé að draga of víðtækar ályktanir og að fleiri rannsóknir þurfi að gera. – sbv Ungir drengir leggja meiri áherslu á útlitið Rannsókn á vegum Rannsóknarseturs forvarna sýnir tengsl milli íþróttaástund- unar, keppnisskaps og áherslu á útlit. Yngri drengir leggja meiri áherslu á útlit en jafnöldrur þeirra. Sá munur hverfur þegar börnin eru komin í tíunda bekk. Tengls eru milli íþróttaiðkunar, keppnisskaps og áherslu á útlit. FréTTablaðið/Daníel 77% þeirra sem ekki finnst mikilvægt að líta vel út finnst sömuleiðis ekki mikilvægt að vinna keppni. 44% nemenda í 10. bekk finnst bæði mjög mikilvægt að líta vel út og að vinna í keppni. Rannsóknin er hluti af stærra alþjóðlegu verkefni um heilsu og líðan skóla- nema sem Alþjóða heil- brigðismálastofnunin stendur fyrir. Vind lægir á vestanverðu landinu með björtu og fallegu veðri. Norð- austan- og austanlands verður áfram hvasst fram eftir degi og éljagangur. Sjá Síðu 20 Reykjavík Innanríkisráðuneytið hefur áfrýjað dómi Héraðsdóms Reykja- víkur um að ríkinu sé skylt að loka Norðaustur-suðvestur flugbrautinni, svokallaðri neyðarbraut, á Reykja- víkurflugvelli. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir mikla hagsmuni undir í málinu og vonast til að niður- staða Hæstaréttar liggi fyrir sem fyrst. „Þetta er auðvitað stórt mál en við vonumst til þess, af því það er flýti- meðferð á málinu, að málflutningur verði fyrir réttarhlé í sumar þannig að niðurstaða fáist sem fyrst," segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Borgin telur nauðsynlegt að brautin fari þar sem aðflug við hana myndi skarast á við byggingu nokkur hundr- uð íbúða Valsmanna á Hlíðarenda. – lvp Áfrýja dómi um neyðarbraut  Bátur við bát Hvalaskoðun er vinsæl afþreying meðal erlendra ferðamanna sem hingað koma. Ef til vill hefur hvassviðrið í gær þó gert það að verkum að færri vildu taka sér far með slíkum bátum en ella væri. Í það minnsta lá einn af bátunum við hlið hvalveiðibáta Kristjáns Loftssonar þegar ljósmyndari Fréttablaðsins átti leið um höfnina. FréTTablaðið/Vilhelm kataR Ekkert samkomulag tókst á fundi olíuríkja sem fram fór í Katar í gær. Ætlunin var að ná samningi um framleiðsluþak, til að hindra frekari lækkun olíuverðs. Íran sendi engan fulltrúa á fund- inn, en alþjóðlegum refsiaðgerðum var létt af Íran á síðasta ári. Íranir hafa allan hug á að nýta sér  þetta tækifæri og halda fast við þá áætlun að auka framleiðsluna upp í fjórar milljónir tunna á dag. Olíuverð hafði í lok síðasta árs hrunið um 70 prósent frá árinu 2014, eða úr rúmlega hundrað dollurum tunnan niður í rúmlega 30 dollara. Það hefur þó hækkað um 60 prósent frá áramótum og stendur tunnan nú í 45 dollurum. Sádi-Arabía er stærsti olíuút- flytjandinn í heiminum. Fulltrúar þeirra á fundinum gátu ekki sætt sig við fjarveru Írana og því varð ekkert úr frekari fundarhöldum. – gb Olíuríkin náðu ekki að semjaveðuR Mikið vonskuveður var víða um land í gær. Veginum um Holta- vörðuheiði var lokað vegna ófærðar og sat fjöldi fólks fastur í Staðarskála vegna þess. Þá var öllu innanlands- flugi hjá Flugfélagi Íslands aflýst í gær. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands mun draga hægt og rólega úr veðrinu á morgun, bæði á norður- og austurlandi. Í kvöld verður hæglætisveður á landinu og úrkomulítið en á þriðju- dag er búist við suðlægri átt með rigningu sunnan- og vestanlands. Að öllum líkindum verður þurrt norð- austan til og 8-13 metrar á sekúndu. Á fimmtudag, sumardaginn fyrsta, verður vestlæg átt og úrkomulítið, einhverja stöku skúrir og mögu- lega eitthvert él norðan- og vestan- lands en að öðru leyti ágætt veður á landinu. „Vonum að þetta sé síðasta skotið, en það er aldrei að vita því það gæti snjóað í maí,“ segir Birta Líf Krist- insdóttir, vaktaveðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. – þv Búist við batnandi veðri 1 8 . a p R í l 2 0 1 6 m á N u D a g u R2 f R é t t i R ∙ f R é t t a B l a ð i ð 1 8 -0 4 -2 0 1 6 0 4 :1 9 F B 0 5 6 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 9 1 B -5 3 F 4 1 9 1 B -5 2 B 8 1 9 1 B -5 1 7 C 1 9 1 B -5 0 4 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 5 6 s _ 1 7 _ 4 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.