Fréttablaðið - 18.04.2016, Page 2

Fréttablaðið - 18.04.2016, Page 2
Fæst í flestum apótekum, heilsubúðum og heilsuhillum verslana. EKKI LÁTA MELTINGUNA EYÐILEGGJA DAGINN Tvö hylki á dag geta létt á meltingunni ! Veður Samfélag Drengir í 6. og 8. bekk leggja meiri áherslu á útlit en kven- kyns jafnaldrar þeirra, en munurinn hverfur þegar komið er í 10. bekk. Drengir leggja þá minni áherslu á útlit. Drengir á unglingsaldri hafa einnig meira keppnisskap en stúlk- ur á sama aldri. Sterkt marktækt samband er því á milli keppnisskaps og áherslu á útlit, segir Guðmundur Torfi Heimisson, lektor við Háskól- ann á Akureyri. Þetta kemur fram í rannsókn á vegum Rannsóknarseturs for- varna við Háskólann á Akureyri, sem Guðmundur Torfi vann að. Markmið rannsóknarinnar var að kanna samband keppnisskaps grunnskólanema og áherslu á að líta vel út. Einnig var skoðað hvort ástundun líkamsræktar hefði áhrif á sambandið. Guðmundur Torfi segir rann- sóknina hafa leitt í ljós að 44% nem- enda í 10. bekk finnist bæði mjög mikilvægt að líta vel út og að vinna í keppni. Einnig komi fram að 77% þeirra sem ekki finnst mikilvægt að líta vel út finnist sömuleiðis ekki mikilvægt að vinna keppni. Guð- mundur Torfi segir einnig sterk tengsl vera á milli keppnisskaps, áherslu á að líta vel út og íþrótta- ástundunar. Hann segir þá sem hreyfa sig oftar vera mun líklegri til að leggja meiri áherslu á útlit og að vinna keppni. Eftir því sem keppnisskap aukist, aukist ástund- un íþrótta, og öfugt. Rannsóknin var gerð á landsvísu árið 2015 og tók til nemenda í 6., 8., og 10. bekk. Þátttakendur í 10. bekk voru 3618 en þátttakendur í 6. og 8. bekk voru samtals 7401. Rannsókn- in er hluti af stærra alþjólegu verk- efni um heilsu og líðan skólanema sem Alþjóða heilbrigðismálastofn- unin (WHO) stendur fyrir. Rann- sóknarsetur forvarna við Háskólann á Akureyri annast framkvæmdir hér á landi. Guðmundur Torfi segir að niður- stöðurnar gætu nýst mörgum, til dæmis  foreldrum, kennurum  og íþróttaþjálfurum en að of snemmt sé að draga of víðtækar ályktanir og að fleiri rannsóknir þurfi að gera. – sbv Ungir drengir leggja meiri áherslu á útlitið Rannsókn á vegum Rannsóknarseturs forvarna sýnir tengsl milli íþróttaástund- unar, keppnisskaps og áherslu á útlit. Yngri drengir leggja meiri áherslu á útlit en jafnöldrur þeirra. Sá munur hverfur þegar börnin eru komin í tíunda bekk. Tengls eru milli íþróttaiðkunar, keppnisskaps og áherslu á útlit. FréTTablaðið/Daníel 77% þeirra sem ekki finnst mikilvægt að líta vel út finnst sömuleiðis ekki mikilvægt að vinna keppni. 44% nemenda í 10. bekk finnst bæði mjög mikilvægt að líta vel út og að vinna í keppni. Rannsóknin er hluti af stærra alþjóðlegu verkefni um heilsu og líðan skóla- nema sem Alþjóða heil- brigðismálastofnunin stendur fyrir. Vind lægir á vestanverðu landinu með björtu og fallegu veðri. Norð- austan- og austanlands verður áfram hvasst fram eftir degi og éljagangur. Sjá Síðu 20 Reykjavík Innanríkisráðuneytið hefur áfrýjað dómi Héraðsdóms Reykja- víkur um að ríkinu sé skylt að loka Norðaustur-suðvestur flugbrautinni, svokallaðri neyðarbraut, á Reykja- víkurflugvelli. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir mikla hagsmuni undir í málinu og vonast til að niður- staða Hæstaréttar liggi fyrir sem fyrst. „Þetta er auðvitað stórt mál en við vonumst til þess, af því það er flýti- meðferð á málinu, að málflutningur verði fyrir réttarhlé í sumar þannig að niðurstaða fáist sem fyrst," segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Borgin telur nauðsynlegt að brautin fari þar sem aðflug við hana myndi skarast á við byggingu nokkur hundr- uð íbúða Valsmanna á Hlíðarenda. – lvp Áfrýja dómi um neyðarbraut  Bátur við bát Hvalaskoðun er vinsæl afþreying meðal erlendra ferðamanna sem hingað koma. Ef til vill hefur hvassviðrið í gær þó gert það að verkum að færri vildu taka sér far með slíkum bátum en ella væri. Í það minnsta lá einn af bátunum við hlið hvalveiðibáta Kristjáns Loftssonar þegar ljósmyndari Fréttablaðsins átti leið um höfnina. FréTTablaðið/Vilhelm kataR Ekkert samkomulag tókst á fundi olíuríkja sem fram fór í Katar í gær. Ætlunin var að ná samningi um framleiðsluþak, til að hindra frekari lækkun olíuverðs. Íran sendi engan fulltrúa á fund- inn, en alþjóðlegum refsiaðgerðum var létt af Íran á síðasta ári. Íranir hafa allan hug á að nýta sér  þetta tækifæri og halda fast við þá áætlun að auka framleiðsluna upp í fjórar milljónir tunna á dag. Olíuverð hafði í lok síðasta árs hrunið um 70 prósent frá árinu 2014, eða úr rúmlega hundrað dollurum tunnan niður í rúmlega 30 dollara. Það hefur þó hækkað um 60 prósent frá áramótum og stendur tunnan nú í 45 dollurum. Sádi-Arabía er stærsti olíuút- flytjandinn í heiminum. Fulltrúar þeirra á fundinum gátu ekki sætt sig við fjarveru Írana og því varð ekkert úr frekari fundarhöldum. – gb Olíuríkin náðu ekki að semjaveðuR Mikið vonskuveður var víða um land í gær. Veginum um Holta- vörðuheiði var lokað vegna ófærðar og sat fjöldi fólks fastur í Staðarskála vegna þess. Þá var öllu innanlands- flugi hjá Flugfélagi Íslands aflýst í gær. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands mun draga hægt og rólega úr veðrinu á morgun, bæði á norður- og austurlandi. Í kvöld verður hæglætisveður á landinu og úrkomulítið en á þriðju- dag er búist við suðlægri átt með rigningu sunnan- og vestanlands. Að öllum líkindum verður þurrt norð- austan til og 8-13 metrar á sekúndu. Á fimmtudag, sumardaginn fyrsta, verður vestlæg átt og úrkomulítið, einhverja stöku skúrir og mögu- lega eitthvert él norðan- og vestan- lands en að öðru leyti ágætt veður á landinu. „Vonum að þetta sé síðasta skotið, en það er aldrei að vita því það gæti snjóað í maí,“ segir Birta Líf Krist- insdóttir, vaktaveðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. – þv Búist við batnandi veðri 1 8 . a p R í l 2 0 1 6 m á N u D a g u R2 f R é t t i R ∙ f R é t t a B l a ð i ð 1 8 -0 4 -2 0 1 6 0 4 :1 9 F B 0 5 6 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 9 1 B -5 3 F 4 1 9 1 B -5 2 B 8 1 9 1 B -5 1 7 C 1 9 1 B -5 0 4 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 5 6 s _ 1 7 _ 4 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.