Fréttablaðið - 18.04.2016, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 18.04.2016, Blaðsíða 17
fólk kynningarblað 1 8 . a p r í l 2 0 1 6 M Á N U D a G U r „Safnbúðir leitast við að endur- spegla safnkostinn og þær sýn- ingar sem settar eru upp í við- komandi safni og það reynum við að gera hér í þessari búð. Á Þjóðminjasafninu eru mjög fal- legir munir og því afar skemmti- legt viðfangsefni,“ segir Vala Ólafsdóttir, verslunarstjóri Safnbúðar Þjóðminjasafnsins. Þjóðminjasafnið framleiðir sínar eigin vörur í samvinnu við íslenska hönnuði sem njóta mik- illa vinsælda. „Við erum afar stolt af okkar vörum. Hér innan safnsins starfar hugmyndahópur sem hittist reglulega og fer yfir hvaða sýningar eru fram undan og af hvers konar munum þær samanstanda. Við framleið- um yfirleitt eitthvað meðfram stærri sýningum sem standa í nokkra mánuði og einnig ýmiss konar vörur í tengslum við grunnsýningu safnsins. Vinsæl- ustu vörurnar út frá grunnsýn- ingunni tengjast Þórslíknesk- inu, en það er einn af lykilmun- um safnsins. Við seljum mikið af styttum, póstkortum, segl- um og fleiru sem tengist Þór. Nú er einnig yfirstandandi sýn- ingin „Hvað er svona merkilegt við það“, í tilefni hundrað ára af- mælis kosningaréttar kvenna á Íslandi. Samhliða henni var til dæmis gefin út bók og fram- leiddir nokkrir munir sem feng- ið hafa góðar viðtökur,“ úrskýr- ir Vala. Sem dæmi um íslenska hönn- uði sem Þjóminjasafnið hefur verið í samstarfi við eru eru Snæfríð Þorsteins og Unnur Valdís Kristjánsdóttir. Þá býður Safnbúðin einnig almennar vörur eftir íslenska og erlenda hönnuði sem valdar eru sérstak- lega inn í verslunina. „Við erum til dæmis með vörur frá Heklu, Sveinbjörgu, Ingibjörgu Hönnu og Bility svo eitthvað sé nefnt og þá njóta vík- ingasverð og bogar fyrir krakka mikilla vinsælda en það eru vörur framleiddar af litlu fjöl- skyldufyrirtæki í Þýskalandi. Við erum einnig með prjóna- vörur og handverk eins og litla útskorna fugla. Yfirleitt eru þetta litlir listmunir á verðbil- inu fimm til tíu þúsund og eru afar vinsæl gjafavara eða sem minjagripir.“ Vala segir viðskiptavini Safn- búðarinnar ekki einskorðast við gesti safnsins. Við Safnbúðina versli ekki síður fólk í leit að tækifærisgjöfum eða fólk á leið til útlanda sem vill taka eitthvað íslenskt með sér til gjafa. „Verslunin er staðsett á móti frábæru kaffihúsi hér á Þjóð- minjasafninu og vinsælt að koma hér við, fá sér kaffi og kíkja í búðina. Þá hefur Þjóð- menningarhúsið á Hverfisgötu sameinast Þjóðminjasafninu og heitir nú Safnahúsið og þar er verið að byggja upp safnverslun. Vöruúrvalið þar tengist grunn- sýningu Safnahússins, sem er sjónrænn arfur Íslendinga.“ Safnbúðir hafa SérStöðu Þjóðminjasafnð kynnir Safnbúð Þjóðminjasafnsins býður úrval fallegrar gjafavöru og minjagripa, eigin hönnun og framleiðslu í bland við sérvalda íslenska hönnun og handverk. Súkkulaði í fallegum umbúðum eftir hönnuðinn Snæfríði Þorsteins en Þjóðminjasafnið er í samstarfi við íslenska hönnuði. Barnavörur njóta mikilla vinsælda. Sverðin og skildirnir eru framleiddir af litlu fjölskyldufyrirtæki í Þýskalandi. Tálgaðir smáfuglar eru skemmtileg tækifærisgjöf. Valgerður Ólafsdóttir, verslunarstjóri Safnbúðar Þjóðminjasafnsins ásamt Önnu Einarsdóttur. Anna hefur séð um bókainn- kaup fyrir safnbúðina og var lengi versluanarstjóri í Máli Menningu. Myndir/Ernir GÆÐI - ENDING - ÁNÆGJA www.weber.is 1 8 -0 4 -2 0 1 6 0 4 :1 9 F B 0 5 6 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 9 1 B -6 C A 4 1 9 1 B -6 B 6 8 1 9 1 B -6 A 2 C 1 9 1 B -6 8 F 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 5 6 s _ 1 7 _ 4 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.