Bændablaðið - 16.04.2014, Blaðsíða 8
8 Bændablaðið | Miðvikudagur 16. apríl 2014
Fréttir
Hart deilt um ásetningshlutfall
Hart var tekist á um
ásetningshlutfall sauðfjár
á aðalfundi Landssamtaka
sauðfjárbænda (LS) sem
stóð yfir dagana 3. til
4. mars síðastliðna. Á
aðalfundi samtakanna
á síðasta ári var
samþykkt tillaga um að
ásetningshlutfallið myndi
hækka í áföngum til ársins
2016 og standa þá í 0,75.
Fundurinn nú breytti um
kúrs og samþykkti með
allra minnsta mun, einu
atkvæði, að ásetningshlutfall skyldi
vera 0,65 í ár og út samningstíma
búvörusamnings í sauðfjárrækt.
Greiðslumark lögbýlis er
tiltekinn fjöldi ærgilda sem
veitir rétt til beingreiðslu úr
ríkissjóði. Beingreiðsla er tiltekin
fjárhæð sem skiptist milli lögbýla
eftir greiðslumarki þeirra.
Framkvæmdanefnd búvörusamninga
gerir tillögu um ásetningshlutfall
til ráðherra sem aftur ákvarðar um
hlutfallið. Í samræmi við ályktun
aðalfundar LS í fyrra tók ráðherra
þá ákvörðun að hækka hlutfallið
á þessu ári úr 0,60 í 0,65. Til að
fá óskertar beingreiðslur þurfa
handhafar þeirra því að eiga að
lágmarki 65 vetrarfóðraðar kindur
fyrir hver 100 ærgildi greiðslumarks
lögbýlis. Búist var við því að það
hlutfall yrði hækkað á næsta ári í 70
vetrarfóðraðar kindur.
Breytt um kúrs
Nú hefur aðalfundurinn hins vegar
breytt um stefnu, eins og áður segir.
Hart var deilt um málið á fundinum
og voru röksemdir þeirra sem vildu
að ásetningshlutfallið héldist í 0,65
ekki síst þau að birgðir af lambakjöti
væru nú talsverðar og ekki
ástæða til að hvetja til
frekari framleiðslu. Á móti
sögðu aðrir fundarmenn að
ótækt væri að hringla með
ályktanir af þessu tagi milli
funda, sem og að tækifæri
væri í meiri framleiðslu.
Athyglisvert var þó að
heyra orð Sigurðar Þórs
Guðmundssonar sem sagði
að ásetningshlutfallið væri
orðið marklaust sökum þess
búfjáreftirlitsmenn teldu fé
ekki lengur.
Mjótt á mununum
Greidd voru atkvæði um tillöguna
með nafnakalli sem fáheyrt er að
viðhaft sé aðalfundum LS. Fór svo
að 20 samþykktu að ásetningshlutfall
skyldi vera 0,65 út samningstímann,
19 voru á móti og 7 sátu hjá eða
greiddu ekki atkvæði. Svo sem áður er
nefnt er það ekki fundarins að ákveða
ásetningshlutfallið heldur ráðherra
að tillögu framkvæmdanefndar
búvörusamninga. Skilaboð
fundarins verða hins vegar gerð
framkvæmdanefndinni ljós. /fr
Ágreiningur er mil l i
Matvælastofnunar og land-
búnaðarráðuneytisins um
ábyrgð á varnarlínum vegna
búfjársjúkdóma. Þetta kom
fram í ræðu Sigurðar Inga
Jóhannssonar sjávarútvegs-
og landbúnaðarráðherra sem
hann hélt við upphaf aðalfundar
Landssamtaka sauðfjárbænda.
Sigurður Ingi sagði jafnframt að
meta þyrfti fyrirkomulag þeirra
varnarlína og varnarhólfa sem nú
væru í gildi á landinu upp á nýtt.
Sigurður Ingi ræddi afkomu
sauðfjárbænda í ræðu sinni.
„Afkoma sauðfjárbænda er ekki
boðleg fyrir fólk sem vill lifa
mannsæmandi lífi á henni. Ég sé
fyrir mér sókn í matvælaframleiðslu,
framleiðslu lambakjöts. Það þarf að
vera samvinnuverkefni bænda og
stjórnvalda.“ Sigurður Ingi sagðist
telja að stjórnvöld ættu að tryggja
aðgang að erlendum mörkuðum með
milliríkjasamningum og merkja ætti
lambakjöt sem flutt yrði út Íslandi
með glöggum hætti. Mikilvægt væri
að útflytjendur sameinuðust um eitt
slíkt vörumerki í útflutningi.
Ísland þarf að leggja sitt
af mörkum
„Fólki í heiminum mun fjölga um
milljarð á næstu tólf árum. Ísland
mun kannski ekki hafa úrslitaáhrif
á matvælaframboð í heiminum en
okkur er skylt að leggja okkar af
mörkum,“ sagði Sigurður Ingi og
benti á að með fjölguninni fylgdi
vaxandi eftirspurn sem gæti
skapað tækifæri í útflutningi. Hann
lagði þó, eins og fram kemur hér
að ofan, áherslu á siðferðislega
skyldu Íslendinga til að taka þátt í
brauðfæða heiminn.
Er ríkisstuðningi rétt fyrir komið?
Sigurður Ingi velti því upp
hvort ríkisstuðningi við
sauðfjárframleiðslu væri rétt
fyrir komið eins og hann er í dag.
Hann spurði hvort eðlilegt væri
að greiða öllum sauðfjárbændum
ríkisstyrki, sama hversu lítil
framleiðsla þeirra væri. Þá velti
hann því fyrir sér hvort hugsanlega
væri eðlilegt að landshlutaskipta
stuðningi eða jafnvel binda hann
við landnæði. Hann lagði þó
áherslu á að þetta væru einungis
vangaveltur á þessu stigi málsins,
hann væri ekki að boða breytingar
á næstunni en ljóst mætti vera að
sauðfjárbændur þyrftu að taka þessar
spurningar upp í aðdraganda nýs
búvörusamnings. Í þessu samhengi
benti ráðherrann á að samið hefði
verið við Hagfræðistofnun Háskóla
Íslands um að gera úttekt á íslenska
landbúnaðarkerfinu. Sú vinna gæti
orðið gott veganesti þegar viðræður
um nýja búvörusamninga yrðu
teknar upp.
Nýta þarf gott landbúnaðarland
til matvælaframleiðslu
Sigurður Ingi greindi frá því að unnið
væri að nýrri landsskipulagsstefnu
í umhverfisráðuneytinu, en sem
kunnugt er gegnir Sigurður Ingi
einnig embætti umhverfisráðherra.
Við þá vinnu ætti að gæta þess
að land sem hentaði vel til
landbúnaðar yrði ekki tekið undir
aðra starfsemi heldur yrði það nýtt
til matvælaframleiðslu. Jafnframt
þyrfti að tryggja að búrekstur héldist
á góðum ríkisjörðum, annaðhvort
með sölu eða leigu til ungra bænda.
Því miður hefði það verið svo að
á undanförnum árum hefði búskap
verið hætt á mörgum slíkum jörðum
og það væri óásættanleg þróun.
„Ég tel skynsamlegt að auka
matvælaframleiðslu og auka
útflutning,“ sagði Sigurður Ingi í
lok ræðu sinnar. Hann benti enda á
stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar
og fullvissaði fundarmenn um að
ríkisstjórnin stæði með íslenskum
landbúnaði. /fr
Ágreiningur milli MAST og
landbúnaðarráðuneytisins
Kjarkur og Ás bestu
hrútarnir 2014
Kjarkur frá Ytri-Skógum er mesti
alhliða kynbótahrútur landsins
árið 2014 og Ás frá Skriðu besti
lambahrúturinn. Verðlaun
sauðfjársæðingastöðvanna
voru veitt við lok aðalfundar
Landssamtaka sauðfjárbænda
og hlutu ræktendur hrútanna
farandverðlaunagripi gerða af
Sigríði Kristjánsdóttur á Grund,
svo sem venja er.
Kjarkur frá Ytri-Skógum
Kjarkur 08-840 frá félagsbúinu að
Ytri-Skógum undir Eyjafjöllum
fæddist vorið 2008. Kjarkur er
sonur Kveiks 05-965 sem hlaut
þessi sömu verðlaun árið 2010.
Kjarkur fékk mikla notkun veturinn
2009 til 2010 og stór hópur sona
hans kom til skoðunar haustið 2010.
Dætur hans sýndu síðan glæsilega
niðurstöðu sem afurðaær haustið
2011 sem skilaði Kjarki einu hæsta
BLUP kynbótamati landsins fyrir
afurðasemi, sem þó hefur lítillega
lækkað frá þeim tíma. Í hrútaskrá
fyrir árið 2013 stendur Kjarkur í
114 í heildareinkum í kynbótamati.
Afkvæmi Kjarks hafa alltaf
verið aðeins undir meðaltali í
þunga en með þykkan bakvöðva,
fitulítil og gerð þeirra breytileg
þó ætíð komi fram nokkrir toppar
undan honum. Dætur hans hafa
síðan reynst mjög frjósamar og
góðar afurðaær.
Kjarkur var sinn fimmta vetur
á sæðingastöð nú í vetur og hafa
rúmlega 4.000 ær verið sæddar við
honum. Víða má finna góða syni
hans og nú þegar eru tveir þeirra
komnir til notkunar á sæðingastöð,
þeir Hængur 10-903 og Salamon
10-906. Hann er því vel kominn að
heiðursnafnbótinni „mesti alhliða
kynbótahrúturinn 2014“ sem
Sigurður Sigurjónsson ræktandi
hans veitti viðtöku.
Ás frá Skriðu
Ás 09-877 frá Skriðu í Hörgárdal
er fæddur vorið 2009 úr ræktun
þeirra Þórs Jósteinssonar og
Sigríðar K. Sverrisdóttur sem
stunda sauðfjárrækt í Skriðu með
eftirtektarverðum árangri. Ás er
töluvert fjarskyldur þeim megin
hrútalínum sem hafa verið á
stöðvunum undanfarin ár. Hann er
sonur Fálka 08-057 frá Skriðu. Ekki
er að finna sæðingarstöðvarhrúta í
ættartré Áss í fyrstu þrjá liði en
Spakur 00-909 frá Arnarvatni
kemur fyrir í fjórða lið í gegnum
Smára 06-058 frá hinu þekkta
sauðfjárræktarbúi Smáhömrum í
Steingrímsfirði, en þaðan var hann
keyptur að Skriðu.
Ás var valinn inn á stöð sumarið
2012 á grunni athyglisverðrar
reynslu úr sinni heimasveit. Hann
fékk mikla notkun haustið 2012
og var þá í hópi mest notuðu hrúta
stöðvanna. Í þeim stóra hópi lamba
sem komu til skoðunar síðastliðið
haust undan Ás, var að finna marga
úrvals gripi og fjölda sona sem
skipuðu sér í efstu sæti yfir landið.
Afkvæmin eru að jafnaði
þéttvaxin, fremur lágfætt en
væn. Bakvöðvinn getur verið
breytilegur en þó að jafnaði yfir
meðallagi miðað afkvæmi annarra
stöðvarhrúta og fitan hófleg.
Lærholdin eru yfirleitt úrvals góð
og er hann annar tveggja hrúta sem
skarta hæsta meðaltali fyrir þann
eiginleika af stöðvarhrútum síðasta
haust. Yfirburðir Áss kristallast í
háu kynbótamati fyrir gerð (119
stig) og fitu (115 stig) og er hann
í hópi hæstu hrúta yfir landið fyrir
þá eiginleika og langefstur af þeim
hrútum sem til greina komu í þessu
vali. Heildarkynbótamat Áss stóð í
110 í Hrútaskránni 2013.
Ás skipar sér ótvírætt í hóp
yfirburða kynbótagripa með tilliti
til kjötgæða og er því vel að því
kominn að fá nafnbótina “besti
lambafaðirinn” árið 2014 sem þau
Þór og Sigríður veittu viðtöku.
/fr
Sigurður Sigurjónsson ábúandi á Ytri-Skógum og Þór Jósteinsson og
Sigríður K. Sverrisdóttir ábúendur á Skriðu með verðlaunagripina. Mynd / smh
Kjarkur frá Ytri-Skógum.
Sigurður Ingi Jóhannsson í ræðustóli á aðalfundi Landssamtaka sauðfjárbænda. Mynd / HKr.
Frá fundi LS í Bændahöllinni. Mynd / HKr.
Ás frá Skriðu.
Flóahreppur kaupir lóðir í
Hraungerði fyrir sjö milljónir
Sveitarstjórn Flóahrepps
hefur samþykkt gagntilboð
Kirkjumálasjóðs í lóðir við
Þingborg, alls um 16 ha að stærð.
Tilboðið hljóðaði upp á
7.000.000 kr., en þetta er landið
sem m.a. félagsheimilið Þingborg
er á, leikskólinn Krakkaborg,
gamla Þingborg og skipulagt land
sem liggur fyrir neðan leikskóla.
Flóahreppur leigir þetta land í dag
og borgar fyrir það árlega leigu en
mun nú eignast það.
/MHH