Bændablaðið - 16.04.2014, Blaðsíða 43

Bændablaðið - 16.04.2014, Blaðsíða 43
43Bændablaðið | Miðvikudagur 16. apríl 2014 Á Halllandi á Svalbarðsströnd búa nú félagsbúi Guðmundur Guðmundsson, Lára Hrafnsdóttir, Máni Guðmundsson og Hólmfríður Freysdóttir. Árið 1991 gengu þau inn í búskapinn með foreldrum bræðranna, Guðmundi Haraldssyni og Hólmfríði Ásgeirsdóttur og stóð svo til ársins 2002. Aðaluppistaðan í búskapnum var þá mjólkurframleiðsla og svo hefur verið síðan. Jafnframt hefur nautakjötsframleiðsla verið til staðar og með nýrri byggingu árið 2005 jókst sú framleiðsla til muna. Elsti hluti fjóssins er frá því laust fyrir 1960 og var að þeirrar tíðar vana hefðbundið básafjós. Viðbyggingar hafa risið og miklar breytingar átt sér stað, fyrst kom mjaltabás og lausganga með legubásum og loks mjaltaþjónn. Flestir skrokkar í úrvalsgæðaflokki Afurðir hafa jafnan verið góðar á Halllandsbúinu, en við síðustu breytingar varð stórt stökk þar sem meðalnytin komst í 6845 kg eftir kúna á síðasta ári. Fallþungi nautanna er einnig með ágætum, vega að meðaltali rúm 300 kg við slátrun ríflega tveggja ára gamlir og lenda flestir skrokkar í úrvalsgæðaflokka. Nautgripir á Halllandi eru nú um 300, um 70 mjólkurkýr, annað eins af kvígum og 160 naut á ýmsum aldri. /MÞÞ Verðlaun fyrir nautgriparækt: Afurðir jafnan góðar á Halllandsbúinu Aðalfundur Búnaðarsambands Eyjafjarðar: Tekjuöflun Bjargráðasjóðs verði þannig að hann geti bætt tjón vegna stóráfalla Aðalfundur Búnaðarsambands Eyjafjarðar sem haldinn var í Hlíðarbæ nýverið beinir því til Bændasamtaka Íslands og Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis að sjá til þess að tekjuöflun Bjargráðasjóðs verði með þeim hætti að hann geti bætt bændum tjón sem verða þegar stóráföll ganga yfir. Í greinargerð sem fylgir ályktun BSE segir að í lögum um Bjargráðasjóð sé ekkert sem tryggi að þegar uppi komi stóráföll verði það bætt í samræmi við tjónið. Þar sé einungis hægt að treysta á velvild ríkisvaldsins hverju sinni. Eftirlit verði einfaldað Þá var á aðalfundi sambandsins samþykkt ályktun þar sem því var beint til Matvælastofnunar og Atvinnuvegaráðuneytis að einfalda eftirlit með aðbúnaði og velferð dýra. „Það hlýtur að vera hagkvæmt að sameina alla eftirlitsþætti því þeir eru á hendi MAST í dag. Færri starfsmenn þyrfti og bændur væru ekki að agnúast yfir því að fá hvern eftirlitsmanninn á fætur öðrum heim á hlað sem er að skoða nánast það sama,“ segir í greinargerð. Tilraun verði gerð til að draga úr kalskemmdum Á fundinum var einnig samþykkt tillaga að gerð nýrra búvörusamninga þar sem ríkisstjórn er hvött til að undirbúa samningsgerð við bændur vegna nýrra búvörusamninga. Endurnýjun slíkra samninga takilangan tíma og skilgreining samningsmarkmiða þurfi að liggja fyrir í tíma. Eins hvatti aðalfundurinn stjórn til að stuðla að framkvæmd tilraunar sem hafi það að markmiði að draga úr kalskemmdum á þann hátt að fleyguð séu göt á svell sem liggur á túnum. „Vísbendingar eru um að hægt sé að draga úr kaltjóni vegna klakamyndunar með því að gata svellið með ákveðnu millibili,“ segir í greinargerðinni. /MÞÞ Innréttingar Hillu- og skúffukerfi Fyrir allar gerðir bíla F A G M E N N S K A A L L A L E I Ð www.VBL.is REYKJAVÍK Sími: 414-0000 /// AKUREYRI Sími: 464-8600 /// www.VBL.is REYKJAVÍK Krókháls 5F 110 Reykjavík Sími: 414-0000 AKUREYRI Baldursnes 2 603 Akureyri Sími: 464-8600 HAGSTÆTT VERÐ REKSTRARVÖRUR – GOTT ÚRVAL Sjá nánar í vefverslun okkar á VBL.is undir beislishlutir af augaboltum, beislisbitum, pinnum, beislisboltum, beisliskúlum, festihlekkjum, hraðtengihlekkjum, hringsplittum, keðjuhlekkjum, klofsplittum, krókum, R-splittum, smellukrókum, smellusplittum, strekkjurum, vírlásum, yfirtengjum, yfirtengiskúla, og margt fleira Fræðslufundur Gras- og grænfóðurrækt og beit mjólkurkúa Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) efnir til fræðslufundar um gras- og grænfóðurrækt og beit mjólkurkúa miðvikudaginn 23. apríl nk. – síðasta vetrardag – kl. 13.30 í húsakynnum LbhÍ á Hvanneyri. Fundarsalurinn Borg á 2. hæð. Á fundinum mun Eiríkur Loftsson, ráðunautur hjá RML, hafa framsögu um fundarefnið, svara fyrirspurnum og taka þátt í umræðum. Kúabændur og aðrir sem áhuga hafa eru velkomnir á fundinn. Kaffiveitingar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.