Bændablaðið - 16.04.2014, Blaðsíða 33

Bændablaðið - 16.04.2014, Blaðsíða 33
3LbhI blaðið 2014 Aron Stefán Ólafsson BS í umhverfisskipulagi Aukin vitund um umhverfið Aron Stefán Ólafsson útskrifaðist með BS-gráðu í umhverfisskipulagi frá LbhÍ í fyrravor. „Ég tel að námið sé einkar góður grunnur fyrir þá sem vilja starfa við skipulagningu og uppbyggingu á umhverfi okkar og mæli hiklaust með því,“ segir hann. Aron kveðst alla tíð hafa haft áhuga fyrir náttúrunni og því umhverfi sem við deilum í leik og starfi og því hafi nám í umhverfisskipulagi vakið áhuga sinn. „Ég kynntist því í náminu hvaða mikilvægu þættir móta umhverfi okkar og þar með okkur sjálf. Hvað það er sem er sérstakt við okkar umhverfi og hvað þarf að vernda og viðhalda þannig að afkomendur okkar fái notið þess til framtíðar,“ segir Aron. Námið hafi tvinnað saman listræna og fræðilega kunnáttu á skemmtilegan hátt og því fyllilega staðið undir væntingum. Þá henti aðstaða og umhverfi á Hvann- eyri vel til að stunda háskólanám, rólegt sveitalífið veiti aukna orku og innblástur. „Eftir þetta nám hef ég aukna vitund um umhverfi okkar, hvort sem það er manngert eða náttúrulegt. Ég kann að meta góða hönnun og skipulag sem fellur vel að náttúrunni og myndar þar með eftirsóknarvert umhverfi. Námið gerði mér kleift að horfa með gagnrýn- isaugum á hönnunar- og skipulags- tillögur og taka þar með upplýsta af- stöðu til þeirra,“ segir hann. Lokaverkefni hans snérist um að endurskipuleggja og setja fram hönnunartillögu á litlu bæjarfélagi í sinni heimasveit. Það hlaut athygli heima fyrir og hefur að sögn eflaust fengið marga til að hugsa um hvernig hægt er að hafa áhrif á umhverfið með margvíslegum hætti. Meðfylgjandi mynd er úr BS-ritgerð Arons Stefáns. Nýtt vefrit Skrína er vefrit á sviði auðlinda-, land- búnaðar- og umhverfisvísinda. Í Skrínu verða birtar ritrýndar, fræðilegar greinar og ritstýrðar greinar almenns eðlis, auk ný- græðinga, ritfregna og ritdóma. Tekið er við greinum til birtingar allt árið og verða þær birtar jafnóðum og þær eru tilbúnar. Slóðin er: www.skrina.is Benjamín Örn Davíðsson skógfræðingur starfar við skógarhögg Næg verkefni og góður markaður fyrir afurðir „Ég er að byggja þetta upp skref fyrir skref. Það eru fjölmörg tækifæri í þessari grein og um að gera að nýta þau,“ segir Benjamín Örn Davíðs- son skógfræðingur, sem starfar við skógarhögg. Hann var í fyrsta hópnum sem brautskráðist með BS-gráðu frá LbhÍ eftir að skólinn bauð upp á nám í skógfræði. Síðar tók Benjamín meistaragráðu við landbúnaðarháskól- ann í Ási í Noregi. Hann flutti heim í mars í fyrra. Verkefni við skógarhögg eru næg svo lengi sem hægt er að selja timbrið sem til fellur, en um þessar mundir er næg eftirspurn, allt selst sem í boði er. Elkem á Grundartanga kaupir bróður- part þess grisjunarviðar sem til fellur. Ýmislegt annað er þó að sögn Benja- míns hægt að gera við afurðir skógar- ins, margir spennandi möguleikar séu fyrir hendi. „Ég sé fyrir mér að í fram- tíðinni munum við vera með öfluga og fjölbreytta vinnslu á ýmsum afurðum og vera sjálfbær að mestu um timbur og timburafurðir,“ segir hann en eftir að kreppan skall á opnaðist líka markaður fyrir timbur úr íslenskum skógum, þar sem það innflutta varð mjög dýrt. Sem dæmi nefnir Benjamín að hægt sé að vinna undirburð fyrir kýr úr af- urðum skógarins, en hann er nú að mestu innfluttur. „Við gætum skapað bæði atvinnu og sparað gjaldeyri með því að vinna þennan undirburð hér heima, en til að gera slíkt þarf að koma sér upp góðri aðstöðu. Það þarf rými til að þurrka viðinn og síðan salla hann niður í fínt sag. Ég væri löngu kominn á fullt í þessu ef ég hefði aðstöðuna,“ segir Benjamín. Hann vinnur að því að byggja upp starfsemi um skógarhöggið og er að kanna möguleika á að stofna um hana fyrirtæki. Verkefnin séu vissulega næg en fleira spilar inn í svo sem að starfið er líkamlega erfitt og slítandi og því óvíst hversu lengi menn endist. Fjár- festingar í vélum og tækjum eru um- talsverðar og eins er ávallt á Íslandi óvissa tengd veðri, snjóþungir vetur á norðanverðu landinu geti sett strik í reikninginn. Antonía Hermannsdóttir dýraeftirlitsmaður Vildi menntun sem miðaðist við íslenskar aðstæður Antonía Hermannsdóttir er dýra- eftirlitsmaður hjá Mast, hún sér um Suðvesturumdæmi. Antonía lauk BS- prófi í búvísindum frá LbhÍ vorið 2013. Fyrsta ár sitt í námi tók hún við Kaup- mannahafnarháskóla, en tvö þau síðari var hún við nám á Hvanneyri. „Þetta voru skemmtileg ár á Hvann- eyri, en námið var byggt upp á annan veg en úti í Danmörku. Annirnar voru þrjár úti á hverju námsári, en fjórar á Hvann- eyri og einingarnar sem fengust fyrir hvern áfanga voru fleiri úti en heima. Það var farið yfir mun meira námsefni hér, farið yfir víðara svið en kannski dýpra kafað í málin úti,“ segir Antonía. Í Danmörku var fyrr hægt að velja sér sérsvið en hér heima en það segir hún kost fyrir þá sem vita hvert þeir stefna. „Ástæðan fyrir því að ég flutti mig heim var sú að ég vildi að menntun mín miðaðist við íslenskar aðstæður en námið á Hvanneyri miðast eðlilega við þær. Ég er almennt mjög ánægð með það nám sem ég fékk þar og það nýtist mér vel í starfi,“ segir hún. Antonía tók við starfi dýraeftirlits- manns í Suðvesturumdæmi um síðustu áramót, en þá fluttist búfjáreftirlit frá sveitarfélögum til Mast. Meðal þess sem hún sinnir í starfi eru ábendingar um slæma meðferð á dýrum og segir að langmest sé um ábendingar er varða gæludýr í hennar umdæmi. „Þetta er krefjandi starf, en líka skemmtilegt,“ segir hún. Vekjum forvitni og virðingu fyrir náttúrunni Benjamín Örn Davíðsson skóg- fræðingur starfar við skógarhögg. Hér er hann við vænan viðarstafla eftir grisjunarstörf að Vöglum á Þela- mörk. „Ég var mjög ánægð með það yfir- gripsmikla nám sem LbhÍ bauð upp á, fjölbreyttar námsgreinar og námsefni á náttúrufræðibrautinni,“ segir Brynja Davíðsdóttir sem lokið hefur BS- og MS-námi í náttúru- og umhverfisfræði frá skólanum. Hún segir góðan anda í skólanum, þægileg nálægð í sam- skiptum nemenda og kennara sem gert hafi námið persónulegt og boðið upp á kynni við marga þeirra vísindamanna sem fremst standa á sínu sviði. „Ég gat sniðið námið að áhugasviði mínu, fuglum og mólendi/votlendi en bæði lokaverkefni mín við skólann fjölluðu um það.“ Brynja segist alla tíð hafa verið mikið náttúrubarn og því legið beinast við að dýpka þekkingargrunninn og læra nátt- úrufræði, ekki síst aðferðir til að færa athuganir á náttúrunni á rannsóknar- form sem nýtist alþjóðasamfélaginu. Brynja lærði hamskurð í Bretlandi á unglingsárum og varði um leið miklum tíma í útivist og náttúruskoðun. Hún fékk innsýn í þróun og byggingu mismunandi fugla og annarra dýra og aðlögun þeirra að kjörlendi sínu. Þá vakti munur á vistkerfi Íslands og Bretlands athygli hennar, jarðvegsgerð, áhrif veðurfars og náttúrunýting. Þrátt fyrir góða dvöl ytra hafi náttúra Íslands kallað sig heim að lokum. Brynja starfar sem hamskeri, einkum fyrir söfn og skóla, en á sumrin er hún landvörður á vegum Umhverfis- stofnunar og Djúpavogshrepps á ríkisjörðinni Teigarhorni. Jörðin státar af strandlengju, votlendi, mólendi, dragá, lækjum og fjölbreyttri flóru auk friðlýstra tjarna í næsta nágrenni. Þar er einnig skógrækt og æðarvarp. Jörðin er heimsþekkt og vernduð fyrir fjölda, stærð og fjölbreytni geislasteina sem þar finnast. Fuglalíf sé nokkurt. Huga þurfi að beitarfriðun til framtíðar litið ef halda eigi í menningarlandslagið og fuglalíf. „Ég hef nýtt mér þekkingu mína sem náttúrufræðingur til að skrásetja og vakta náttúrufar Teigarhorns og tek þátt í gerð verndaráætlunar fyrir svæðið. Þá hef ég komið upp safni geislasteina og tek þátt í kennslu grunnskólabarna, tek á móti gestum og erlendum há- skólahópum sem koma í vettvangsferðir í steindafræði. „Fræðsla um náttúruna á að vera helsta verkefni okkar kynslóðar, vekja forvitni og virðingu fyrir henni og því sem hún færir okkur.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.