Bændablaðið - 16.04.2014, Blaðsíða 27

Bændablaðið - 16.04.2014, Blaðsíða 27
27Bændablaðið | Miðvikudagur 16. apríl 2014 www.fanar.is Sundstræti 45 , 400 Ísafirði, s: 577 2020 e-mail: fanar@fanar.is Opið alla virka daga kl. 08 - 17 Ekki bara fánar heldur líka allt fyrir fána Skoðið heimasíðuna www.fanar.is Mikið úrval í vefverslun Borðfánar og stangir Fíber stangir Úti og inni vegg stangir Vara og auka hlutir Boga fána stangir Allar gerðir af fánum Ferðamanna fánar 100 x150cm henta á 5-6mtr stangir Ef eitthver vandræði eru í sambandi við fána eða búnað tengdam þeim, erum við tilbúin að aðstoða ykkur. Fljót og örugg þjónusta, getum afgreitt fánapöntun á sólarhring. Eigum flesta þjóðfána til á lager. Erum með fullkomnustu tækin til fánaprentunar á landinu. MEST SELDU LANDBÚNAÐARDEKKIN Í ÞÝSKALANDI! www.solning.is Gerðu verð- og gæðasamanburð. Það er ekki að ástæðulausu að BKT eru mest seldu landbúnaðardekkin í þýskalandi, en þjóðverjar eru þekktir fyrir að vilja mikil gæði á sanngjörnu verði Húsavík | Bílaþjónustan ehf | Garðarsbraut 52 - 464-1122 Ísafjörður | Bílaverið ehf | Sindragötu 14 - 456-3501 Borgarnes | Bifreiðaþjónusta Harðar | Borgarbraut 55 - 437-1192 Sauðárkrókur | Hjólbarðaþjónusta Óskars | Borgartúni 6b - 453-6474 Blönduós | N1 píparinn ehf | Efstubraut 2 - 452 4545 Stykkishólmur | Dekk og Smur | Nesvegi 5 - 438-1385 Kirkjubæjarklaustur | Bílaverkstæðið | Iðjuvellir 5 - 487-4630 Vík í Mýrdal | Framrás ehf | Smiðjuvegi 17 - 487 1330 Hveragerði | Bílaverkstæði Jóhanns | Austurmörk 13 - 483-4299 Hvolsvöllur | Hvolsdekk | Hlíðarvegi 2-4 - 487 5995 Hella | Varahlutaverslun Björns | Lyngási 5 - 487 5995 Ólafsvík | Dekkjaverkstæði G.Hansen | 436-1111 Hvammstangi | Kaupfélag V-Húnvetninga | Strandgötu 1 - 455-2325 Ólafsfjörður | Múlatindur | Múlavegi - 466 2194 Smiðjuvegi 68-72, Rvk Hjallahrauni 4, Hfj Fitjabraut 12, Njarðvík Eyrarvegi 33, Selfossi Barðinn, Skútuvogi 2 Einstök gæði - góð ending - Gott verð Söluaðilar á landsbyggðinni: Sími: 544-5000 Sunnlenski sveitadagurinn 2014 - verður haldinn á Selfossi laugardaginn 3. maí Sunnlenski sveitadagurinn hefur fest sig í sessi sem einn stærsti viðburður á Suðurlandi. Jötunn Vélar og Vélaverkstæði Þóris standa saman að deginum en hann verður nú haldin í sjötta sinn. Sunnlenski sveitadagurinn er óður til landbúnaðarins og er haldinn á athafnasvæði fyrirtækjanna tveggja við Austurveginn á Selfossi. Á deginum, sem í ár ber upp á laugardaginn 3. maí, gefst sunnlenskum bændum og þjónustufyrirtækjum þeirra tækifæri til að kynna eigin framleiðslu og þjónustu en milli 6000 - 10.000 manns hafa sótt sýninguna árlega. Fjöldi fyrirtækja nýta sér Sunnlenska sveitadaginn til að kynna vöru sína og þjónustu. Í boði er sýningarsvæði með eða án kerfisveggja í skemmu og í tjaldi. Utandyra er einnig boðið upp á svæði og tilvalið að vera þar með plássfrekar vélar, tæki og tól. Sunnlenski sveitadagurinn er fjölbreytt fjölskylduhátíð þar sem boðið er upp á skemmtun og munnbiti af ýmsu til að smakka. Undanfarin ár hefur verið heilsteikt naut og lambakjöt í boði Félags kúa- og sauðfjárbænda og hafa gestir kunnað að meta það. Setning fer fram með hátíðlegum hætti utandyra og er sett klukkan eitt en sýningin stendur frá 12-18. Auk þess að sýningin sé óður til bænda er bryddað upp á ýmsu fróðlegu og uppákomum sem vekja gleði og kátínu. Íslandsmeistaramót í baggakasti hefur slegið í gegn en þar er keppt við mikinn fögnuð bæði í kvenna- og karlaflokki. Glímubrögð eru kennd undir leiðsögn HSK og Samtök ungra bænda bregða á leik með gestum og börnum er gefið kostur að fara á hestbak. Andlitsmálun er í boði fyrir börnin og vísir af dýragarði með íslenskum húsdýrum á útisvæðinu. Íslenska landnámshænan og fjölskrúðugar dúfur hafa mikið aðdráttarafl. Sunnlenski sveitadagurinn er hátíð þar sem fullvíst er að gestir sýningarinnar upplifi einstaklega skemmtilegan dag. Sýningaráð Sunnlenska sveitadagsins skipa: Auður I Ottesen sýningastjóri, Guðmundur Þór Guðjónsson, fjármálastjóra Jötun Véla, og Þórir L Þórarinsson,framkvæmdarstjóri Vélaverkstæði Þóris. Auk þeirra er í ráðinu Ólafur Jósepsson, sölustjóri hjá Vélaverkstæði Þóris. Hekla Rún Harðardóttir, Vallaskóla hreppti þriðja sætið í upplestrarkeppninni. Við hlið hennar er Baldvin Alan Thorarensen Grunnskólanum í Hveragerði sem var í fyrsta sæti og var Guðjón Leó Tyr ngsson, Sunnulækjarskóla sem var í öðru sæti. Lokahátíð Stóru upplestarkeppninnar – Þar kepptu sjöundu bekkingar úr fimm skólum Grunnskóli Hveragerðis í fyrsta sæti, Sunnulækjarskóla í öðru sæti og Vallaskóli í þriðja sæti „Þetta unga fólk var til sóma á allan máta og sýndi og sannaði að þeim markmiðum keppninnar var náð að flytja íslenskt mál með góðum framburði og vönduðum upplestri,” segir Guðrún Þóranna Jónsdóttir, kynnir og umsjónarmaður lokahátíðar Stóru upplestrarkeppninngar. Hátíðin fór fram í Ráðhúsi Þorlákshafnar 3. apríl . Þar kepptu nemendur 7. bekkja frá fimm skólum í Árnessýslu, Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri, Grunnskólanum í Hveragerði, Grunnskólanum í Þorlákshöfn, Sunnulækjarskóla og Vallaskóla. Jónas Sigurðsson tónlistarmaður flutti skemmtilegt ávarp og nemendur frá Tónlistarskóla Árnesinga fluttu tónlist. Til úrslita í upplestrarkeppninni kepptu 15 nemendur, þrír nemendur frá hverjum skóla. Lesefnið sem valið var að þessu sinni til upplestrar var eftir skáldið, Þorgrím Þráinsson og ljóðskáldið, Erlu eða Guðfinnu Þorsteinsdóttur. Nemendur máttu síðan velja eitt ljóð til að lesa upp. Skemmtilegt var að þá fluttu tveir keppendur ljóð eftir sjálfa sig. Baldvin Alan sigraði Í fyrsta sæti var Baldvin Alan Thorarensen Grunnskólanum í Hveragerði, í öðru sæti var Guðjón Leó Tyrfingsson, Sunnulækjarskóla og í þriðja sæti var Hekla Rún Harðardóttir, Vallaskóla. Félag íslenskra bókaútgefenda gaf öllum keppendum ljóðabókina “Nokkur ljóð”, sem eru valin ljóð eftir Erlu og Íslandsbanki veitti þeim nemendunum sem hlutu viðurkenningu, peningaupphæð. Raddir, samtök um vandaðan upplestur og framsögn halda utan um stóru upplestrarkeppnina á landsvísu. /MHH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.