Bændablaðið - 16.04.2014, Blaðsíða 31

Bændablaðið - 16.04.2014, Blaðsíða 31
Árlega gefur LbhÍ út ritið Nytja- plöntur á Íslandi. Í þessu riti eru listuð yrki ýmissa nytjaplantna sem mælt er með til ræktunar hér á landi. Þarna eru plöntur sem ætlaðar eru til landbúnaðar, land- græðslu, garðræktar, í grasflatir og fyrir íþróttavelli. Við val á listann er fyrst og fremst stuðst við innlendar tilraunir en tilraunaniðurstöður frá nágrannalöndunum hafðar til hlið- sjónar. Einkum eru niðurstöður frá norðursvæðum Skandinavíu mikil- vægar og einnig Vestur-Noregi. Það er mikilvægt að styðjast við þennan lista þegar teknar eru ákvarðanir um það hverju eigi að sá. Það getur skipt sköpum fyrir árangurinn að rétt yrki séu notuð. Á meðfylgjandi mynd má sjá hvítsmára. Í haust hefst kennsla í lífrænni ræktun í Garðyrkjuskólanum Garðyrkjuskólinn fékk styrk frá Mennta- og menningarmálaráðu- neytinu árið 2012 til að þróa nám í líf- rænni ræktun matjurta. Skólinn fékk VOR, Verndun og ræktun, félag fram- leiðenda í lífrænum búskap, til liðs við sig auk Ólafs Dýrmundssonar ráðu- nauts. „Þessi vinna gekk ákaflega vel og þegar verkefninu lauk var komin námskrá fyrir þessa námsbraut. Í ljósi þess hve umræða um lífrænt ræktaðar afurðir hefur verið hávær í samfélaginu og eftirspurn eftir lífrænt ræktuðum matjurtum mikil ákvað skólinn að drífa í að bjóða upp á þessa námsbraut nú í haust. Nú þegar hefur skólinn sent út stuttan kynningar- texta á helstu netmiðla og satt best að segja hafa viðbrögðin komið okkur skemmtilega á óvart, fólk virðist mun áhuga- samara um þetta nám en okkur óraði fyrir,“ sagði Guðríður Helgadóttir, forstöðumaður starfs- menntanáms LbhÍ. Guðríður sagði lífræna ræktun frábrugðna hefðbundnum ræktunaraðferðum að því leyti að ekki er notaður tilbúinn áburður í lífrænu ræktuninni heldur þurfa áburðarefni að vera náttúruleg og lífræn. „Auk þess má ekki nota hefðbundin plöntuvarn- arefni gegn meindýrum, sjúkdómum og illgresi heldur er lögð áhersla á að ná jafnvægi í ræktuninni með réttri ræktunartækni. Lífræn ræktun snýst í grunninn um það að tryggja frjósemi jarðvegs og að ganga þannig um jarðveginn að hann haldi frjósemi sinni sem lengst. Vissulega eru þetta líka sjónarmið sem bændur í hefðbundinni ræktun hafa að leiðarljósi en þeir geta nýtt sér tilbúinn áburð og plöntuvarnarefni til að tryggja heilbrigði ræktunarplantnanna“ sagði Guðríður. Sá sem lýkur námi í lífrænni ræktun matjurta getur farið af stað í eigin mat- vælaframleiðslu og framleitt lífrænar afurðir. Það er ljóst að framboð af líf- rænt ræktuðum afurðum er mun minna en eftirspurnin. Þess vegna má líta á það sem markaðstækifæri fyrir ungt og drífandi fólk að fara af stað með líf- rænan búskap, ekki síst vegna þess að neytendur virðast enn sem komið er, tilbúnir að greiða hærra verð fyrir líf- rænt ræktaðar afurðir en þær sem fram- leiddar eru á hefðbundinn hátt. Eins er mögulegt að þeir framleiðendur sem nú stunda lífrænan búskap hafi þörf fyrir að fá ungt og vel menntað fólk til starfa í garðyrkjustöðvar sínar. Silja Yraola Eyþórsdóttir og Anna Kristín Guðmundsdóttir, nemendur á fyrsta ári í umhverfisskipulagi. Umhverfisskipulag er BS-nám í landslagsarkitektúr og skipulagsfræðum. Með því að halda áfram í námi til meistaragráðu geta nemendur öðlast starfsréttindi sem landslagsarkitektar eða skipulagsfræðingar. Fólk sem hlotið hefur þessa gráðu vinnur að mótun umhverfis í þéttbýli og dreifbýli. Myndin var tekin á vinnulofti Umhverfisskipulags á Hvanneyri. Hlustaðu á viðtöl við nemendur á YouTube! Á síðu LbhÍ á YouTube er talsvert af viðtölum við núverandi og fyrrverandi nemendum LbhÍ. “Þetta er góð leið til að segja tilvonandi nemendum frá náminu við LbhÍ,” sagði Áskell Þóris- son, sem stýrir út- gáfu- og kynningar málum við skólann. Á heimasíðu skól- ans eru flýtihnappar yfir á YouTube. Apríl 2014 Útgefandi: Landbúnaðarháskóli Íslands www.lbhi.is LbhI blaðið Umsóknarfrestur um nám við LbhÍ er til 5. júní Umsóknarfrestur um nám í allar deildir og brautir Landbúnaðarhá- skóla Íslands er til og með 5. júní. Sótt er um á nám á rafrænu formi á heimasíðu skólans www.lbhi.is. Á myndinni má sjá Aðalstein OrraAra- son sem er á öðru ári í búfræði. Háskólanámið og búfræðin á Hvanneyri en garðyrkjubrautir á Reykjum Aðsetur háskólanámsins og náms í búfræði er á Hvanneyri í Borgarfirði. Borgarnes er í 14 km fjarlægð og frá Hvanneyri til Reykjavíkur eru um 80 km. Í nágrenni Hvanneyrar eru fallegar göngu- og reiðleiðir og mikil náttúrufegurð. Aðsetur starfsmenntanáms í garð- yrkjutengdum greinum er að Reykjum í útjaðri Hveragerðis. Meðfylgjandi mynd er hluti af líkani sem nemendur á umhverfisskipulags- braut LbhÍ gerðu. Apríl 2014 - Útgefandi: Landbúnaðarháskóli Íslands - www.lbhi.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.