Bændablaðið - 16.04.2014, Page 31

Bændablaðið - 16.04.2014, Page 31
Árlega gefur LbhÍ út ritið Nytja- plöntur á Íslandi. Í þessu riti eru listuð yrki ýmissa nytjaplantna sem mælt er með til ræktunar hér á landi. Þarna eru plöntur sem ætlaðar eru til landbúnaðar, land- græðslu, garðræktar, í grasflatir og fyrir íþróttavelli. Við val á listann er fyrst og fremst stuðst við innlendar tilraunir en tilraunaniðurstöður frá nágrannalöndunum hafðar til hlið- sjónar. Einkum eru niðurstöður frá norðursvæðum Skandinavíu mikil- vægar og einnig Vestur-Noregi. Það er mikilvægt að styðjast við þennan lista þegar teknar eru ákvarðanir um það hverju eigi að sá. Það getur skipt sköpum fyrir árangurinn að rétt yrki séu notuð. Á meðfylgjandi mynd má sjá hvítsmára. Í haust hefst kennsla í lífrænni ræktun í Garðyrkjuskólanum Garðyrkjuskólinn fékk styrk frá Mennta- og menningarmálaráðu- neytinu árið 2012 til að þróa nám í líf- rænni ræktun matjurta. Skólinn fékk VOR, Verndun og ræktun, félag fram- leiðenda í lífrænum búskap, til liðs við sig auk Ólafs Dýrmundssonar ráðu- nauts. „Þessi vinna gekk ákaflega vel og þegar verkefninu lauk var komin námskrá fyrir þessa námsbraut. Í ljósi þess hve umræða um lífrænt ræktaðar afurðir hefur verið hávær í samfélaginu og eftirspurn eftir lífrænt ræktuðum matjurtum mikil ákvað skólinn að drífa í að bjóða upp á þessa námsbraut nú í haust. Nú þegar hefur skólinn sent út stuttan kynningar- texta á helstu netmiðla og satt best að segja hafa viðbrögðin komið okkur skemmtilega á óvart, fólk virðist mun áhuga- samara um þetta nám en okkur óraði fyrir,“ sagði Guðríður Helgadóttir, forstöðumaður starfs- menntanáms LbhÍ. Guðríður sagði lífræna ræktun frábrugðna hefðbundnum ræktunaraðferðum að því leyti að ekki er notaður tilbúinn áburður í lífrænu ræktuninni heldur þurfa áburðarefni að vera náttúruleg og lífræn. „Auk þess má ekki nota hefðbundin plöntuvarn- arefni gegn meindýrum, sjúkdómum og illgresi heldur er lögð áhersla á að ná jafnvægi í ræktuninni með réttri ræktunartækni. Lífræn ræktun snýst í grunninn um það að tryggja frjósemi jarðvegs og að ganga þannig um jarðveginn að hann haldi frjósemi sinni sem lengst. Vissulega eru þetta líka sjónarmið sem bændur í hefðbundinni ræktun hafa að leiðarljósi en þeir geta nýtt sér tilbúinn áburð og plöntuvarnarefni til að tryggja heilbrigði ræktunarplantnanna“ sagði Guðríður. Sá sem lýkur námi í lífrænni ræktun matjurta getur farið af stað í eigin mat- vælaframleiðslu og framleitt lífrænar afurðir. Það er ljóst að framboð af líf- rænt ræktuðum afurðum er mun minna en eftirspurnin. Þess vegna má líta á það sem markaðstækifæri fyrir ungt og drífandi fólk að fara af stað með líf- rænan búskap, ekki síst vegna þess að neytendur virðast enn sem komið er, tilbúnir að greiða hærra verð fyrir líf- rænt ræktaðar afurðir en þær sem fram- leiddar eru á hefðbundinn hátt. Eins er mögulegt að þeir framleiðendur sem nú stunda lífrænan búskap hafi þörf fyrir að fá ungt og vel menntað fólk til starfa í garðyrkjustöðvar sínar. Silja Yraola Eyþórsdóttir og Anna Kristín Guðmundsdóttir, nemendur á fyrsta ári í umhverfisskipulagi. Umhverfisskipulag er BS-nám í landslagsarkitektúr og skipulagsfræðum. Með því að halda áfram í námi til meistaragráðu geta nemendur öðlast starfsréttindi sem landslagsarkitektar eða skipulagsfræðingar. Fólk sem hlotið hefur þessa gráðu vinnur að mótun umhverfis í þéttbýli og dreifbýli. Myndin var tekin á vinnulofti Umhverfisskipulags á Hvanneyri. Hlustaðu á viðtöl við nemendur á YouTube! Á síðu LbhÍ á YouTube er talsvert af viðtölum við núverandi og fyrrverandi nemendum LbhÍ. “Þetta er góð leið til að segja tilvonandi nemendum frá náminu við LbhÍ,” sagði Áskell Þóris- son, sem stýrir út- gáfu- og kynningar málum við skólann. Á heimasíðu skól- ans eru flýtihnappar yfir á YouTube. Apríl 2014 Útgefandi: Landbúnaðarháskóli Íslands www.lbhi.is LbhI blaðið Umsóknarfrestur um nám við LbhÍ er til 5. júní Umsóknarfrestur um nám í allar deildir og brautir Landbúnaðarhá- skóla Íslands er til og með 5. júní. Sótt er um á nám á rafrænu formi á heimasíðu skólans www.lbhi.is. Á myndinni má sjá Aðalstein OrraAra- son sem er á öðru ári í búfræði. Háskólanámið og búfræðin á Hvanneyri en garðyrkjubrautir á Reykjum Aðsetur háskólanámsins og náms í búfræði er á Hvanneyri í Borgarfirði. Borgarnes er í 14 km fjarlægð og frá Hvanneyri til Reykjavíkur eru um 80 km. Í nágrenni Hvanneyrar eru fallegar göngu- og reiðleiðir og mikil náttúrufegurð. Aðsetur starfsmenntanáms í garð- yrkjutengdum greinum er að Reykjum í útjaðri Hveragerðis. Meðfylgjandi mynd er hluti af líkani sem nemendur á umhverfisskipulags- braut LbhÍ gerðu. Apríl 2014 - Útgefandi: Landbúnaðarháskóli Íslands - www.lbhi.is

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.