Fréttablaðið - 25.04.2016, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 25.04.2016, Blaðsíða 8
STOFNAÐ 1956 Bæjarlind 8-10 201 Kópavogur s: 510 7300 www.ag.is 1956–2016 Fyrirtækið er lokað í dag vegna afmælisferðar starfsmanna. Opið aftur þriðjudaginn 26. apríl. Á. Guðmundsson fagnar 60 ára afmæli menntamál Sjávarútvegsfyrirtæki á Austurlandi og Háskólinn á Akur- eyri hafa undirritað samning um að háskólinn taki að sér að hafa umsjón með starfi Sjávarútvegsskól- ans. Skólinn er ætlaður nemendum sem nýlokið hafa 9. bekk grunn- skóla og er markmið hans að miðla þekkingu í sjávarútvegi til nemenda í sjávarbyggðum og á nærliggjandi svæðum. Á heimasíðu Síldarvinnslunnar segir frá þessum tímamótum en fyrir hönd háskólans mun Sjávarút- vegsmiðstöð hans annast skólahald- ið og skólastjóri verður Sigmar Örn Hilmarsson sjávarútvegsfræðingur. Auk hans verða tveir starfsmenn ráðnir til að sinna verkefninu, segir þar. Á þessu ári verður kennt á sex stöðum á Austurlandi en stefnt er að því að kenna víðar á kom- andi árum. Kennslustaðir á sumri komandi verða Neskaupstaður, Seyðisfjörður, Fáskrúðsfjörður, Eskifjörður, Vopnafjörður og Höfn. Mun kennslan fara fram í náinni samvinnu við sjávarútvegsfyrirtæki á stöðunum. Sjávarútvegsskóli Síldarvinnsl- unnar var stofnaður árið 2013 og var þá einungis kennt í Neskaup- stað. Árið 2014 fór kennsla fram í allri Fjarðabyggð og var nafni skólans þá breytt í Sjávarútvegs- skóli Fjarðabyggðar. Árið 2015 færði skólinn enn út kvíarnar og til sam- ræmis við það var nafni hans breytt í Sjávarútvegsskóli Austurlands. Síldarvinnslan hlaut viðurkenn- inguna menntasproti atvinnulífs- ins árið 2015 fyrir frumkvæði að stofnun Sjávarútvegsskólans. – shá Sjávarútvegsskólinn til Háskólans á Akureyri Síldarvinnslan í Neskaupstað setti skólann upphaflega á fót. MyNd/KSH Skattamál Sergei Stanishev, forseti Flokks evrópskra jafnaðarmanna (PES) og fyrrverandi forsætisráð- herra Búlgaríu, segir að loka þurfi öllum skattaskjólum. Hann kallar eftir evrópsku sem og alþjóðlegu átaki gegn skattaskjólum og skatt- svikum. Stanishev er á Íslandi þessa dagana og talaði um málið á ráð- stefnu Samfylkingarinnar á Grand Hóteli í gær. „Ég er mjög ánægður með að vera á Íslandi og að hafa fengið að taka þátt í góðri ráðstefnu um fjármála- kerfið sem samstarfsmenn okkar í Samfylkingunni og leiðtogi þeirra, Árni Páll Árnason, skipulögðu. Við erum mjög ánægð að eiga svona áreiðanlega félaga á Íslandi. Árni er þekktur í okkar samfélagi fyrir jákvæða afstöðu sína gagnvart Evr- ópusambandinu,“ segir Stanishev og bætir því við að það væri gott fyrir Ísland að halda áfram aðildar- viðræðum við Evrópusambandið. Loka ætti öllum skattaskjólum Undanfarið hefur þú talað mikið gegn skattaskjólum. Hvers vegna? „Íbúar Evrópu eru slegnir yfir umfangi skattsvika og mikilli notkun skattaskjóla af hálfu þeirra fjárhagslega sem og stjórnmálalega máttugu. Gert er ráð fyrir að rúm- lega billjón evrur af skatttekjum tapist á hverju ári vegna þessa. Það skapar stórt samfélagslegt og póli- tískt vandamál. Meðal-Íslendingur- inn spyr sig hvers vegna hann þurfi að borga skatta þegar þeir sem ríkari eru gera það ekki,“ segir Stanishev. Flokkur Stanishevs, PES, sam- þykkti á dögunum ellefu liða áætlun gegn skattaskjólum og skattsvikum. „Grunnhugmyndin er sú að skatta skuli greiða þar sem hagnaður verður til. Það þarf einnig að vera mun meira gegnsæi í þessu ferli svo Boðar alþjóðlegt átak gegn skattsvikum Sergei Stanishev, forseti Flokks evrópskra jafnaðarmanna og fyrrverandi forsætisráðherra Búlgaríu, segir þurfa alþjóðlegt átak gegn skattsvikum og skattaskjólum. Ísland þurfi að herða reglugerðir. Stanishev lofar jákvæða afstöðu formanns Samfylkingarinnar til ESB. visir.is Lengri útgáfu af greininni má lesa á Vísi. Þórgnýr Einar Albertsson thorgnyr@frettabladid.is Sergei Stanishev, forseti Flokks evrópskra jafnaðarmanna og fyrrverandi forsætisráðherra Búlgaríu, var í Reykjavík um helgina. FRéttaBLaðið/SteFáN almenningur sé betur upplýstur. Þetta þarfnast mun meiri samvinnu skattayfirvalda í Evrópu og aukins upplýsingaflæðis.“ Annar hluti áætlunarinnar er að hugsa hnattrænt. „Jafnvel þótt Evrópa vinni betur saman, sem er nauðsynlegt, þarf samvinnu annarra landa. Þess vegna köllum við eftir alþjóðlegum fundi um skattsvik og skattaskjól. Við þurfum hnattrænar lausnir á vandanum.“ Stanishev segir sömuleiðis sitt mat að loka ætti öllum skattaskjól- um. „Ég trúi því að það sé sanngjarnt og það sýni kröfu almennings um réttlæti virðingu. Við þurfum einn- ig svartan lista yfir svæði sem hafna samstarfi.“ Ætti að fangelsa þá sem geyma peninga sína í skattaskjólum eða refsa þeim á einhvern hátt? „Ég held það ætti að benda á þá. Almenn- ingur ætti að vita hver er ekki að leggja sitt af mörkum til samfélags- ins. Þetta er spurning um siðferði en ekki bara lög.“ Ísland þarf að herða reglugerðir Hvað getur Ísland gert til að berjast gegn skattsvikum? „Það þarf að herða reglugerðir. Það þarf fleiri reglur um gagnsæi og það þarf að loka götum í reglugerðum. Fyrir þessu berst jafn- aðarmannafjölskyldan í Evrópu og ég trúi því að Samfylkingin muni setja þetta fram sem stefnumál í komandi kosningum sem mér skilst að verði í haust,“ segir hann. Þá lofar Stanishev Samfylkinguna sem hann segir hafa komið í veg fyrir að staða Íslands yrði verri en raun bar vitni í kjölfar hrunsins. „Hún ætti að byggja á þeim árangri og bjóða upp á annan val- möguleika en þann sem nú er í ríkisstjórn. Ég hvet félaga okkar og leiðtoga þeirra til að fara fram með sterka og hugrakka stefnu sem miðar að því að uppræta áhyggjur almennings og gera það á grunni þeirrar jákvæðu reynslu og miklu þekkingar sem Árni Páll Árnason og samstarfsmenn hans búa yfir,“ segir Sergei Stanishev, forseti Flokks evr- ópskra jafnaðarmanna. Gert er ráð fyrir að rúmlega billjón evrur af skatttekjum tapist á hverju ári. Sergei Stanishev, forseti Flokks evrópskra jafnaðarmanna 2 5 . a p r í l 2 0 1 6 m á n U D a G U r8 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð 2 5 -0 4 -2 0 1 6 0 4 :3 0 F B 0 6 4 s _ P 0 5 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 9 3 3 -6 1 0 4 1 9 3 3 -5 F C 8 1 9 3 3 -5 E 8 C 1 9 3 3 -5 D 5 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 0 6 4 s _ 2 4 _ 4 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.