Fréttablaðið - 25.04.2016, Síða 14
„Hugmyndin að baki Sölku er
að notagildið og útlitið haldist í
hendur, að hlutirnir virki vel og
án þess að við verðum þreytt á
forminu,“ segir Sigríður Hjalt-
dal Pálsdóttir keramikhönnuður
en fyrsta vörulína hennar, Salka,
er tíu ára í ár.
Sigríður hannar undir heit-
inu byBiBi. Línan Salka saman-
stendur af stílhreinum bollapör-
um, diskum og skálum og segir
Sigríður einfaldleikann gegnum-
gangandi í hönnun sinni. Hún hafi
valið svartan og hvítan lit á lín-
una svo hlutirnir gangi við annað
sem fólk eigi í skápun-
um heima. Þá sé
notagildi hvers
hlutar marg-
þætt.
„Hver
hlutur
hefur ólík
hlutverk, á
kaffiboll-
unum er til
dæmis lok. Það má því vel nota þá
undir eitthvað annað en drykki,
geyma eitthvað í þeim og nota
þá þess vegna í öðrum herbergj-
um en eldhúsinu, inni á baði eða
á skrifborðinu. Notandinn velur
hlutnum hlutverk. Það eru engir
hankar eða handföng á hlutun-
um. Þeir fara vel í hendi og auð-
velt fyrir bæði litlar og stórar
hendur að handleika þá,“ útskýr-
ir Sigríður.
Ílentist Í Barcelona
Sigríður lærði í Myndlista- og
handíðaskóla Íslands á sínum
tíma og fór í skiptinám til Barce-
lona sem vatt upp á sig. „Ég klár-
aði iðnhönnun í Barcelona og
bjó svo þar í tíu ár, var þar með
vinnustofu og til að byrja með
var Salka framleidd í verksmiðju
þar. Nú er línan framleidd í Portú-
gal. Ég flutti svo heim til að leyfa
strákunum mínum að fá Ísland í
æð. Ég kenni núna í Myndlistar-
skóla Kópavogs og hef verið að
sýna vörurnar mína með North
Limited, bæði erlendis og hér
heima. Nú síðast á Hönnunar-
Mars,“ segir Sigríður en á Hönn-
unarMars sýndi hún diska úr ís-
lensku hrauni og úr marmara sem
hún kallar Stefni, auk snaga og
spegla. Ætlunin er að bæta hægt
og rólega við vörulínu byBiBi.
Hvernig gekk á Hönnunar-
Mars?
„Sýningin gekk mjög vel.
HönnunarMars er frábær vett-
vangur sem verður bara þétt-
ari og kröftugri með hverju ári.
Hönnunarmiðstöð er að vinna
frábært starf. Það er því aldrei
spurning um annað en að taka
þátt þó við séum að sýna erlend-
is líka. Í haust sýnum við North
Limited á Design Festival í Lond-
on. Það er mikill stuðningur í því
að sýna saman og skemmtileg-
ur félagsskapur líka. Við erum
að þróa meira út úr samstarfinu,
mögulega sameiginlega vöru. Það
eru spennandi tímar fram undan.“
einfaldleikinn
allsráðandi
Sigríður Hjaltdal Pálsdóttir keramikhönnuður hannar undir heitinu
byBiBi. Hún sýndi nýjar vörur á HönnunarMars, snaga og spegla, en
fyrsta vörulína hennar á tíu ára afmæli í ár.
Einfaldleikinn ræður ríkjum í hönnun Sigríðar. Vörulínan Salka gengur með hverju sem er. mynd/Sigríður PálSdóttir
Sigríður Hjaltdal Pálsdóttir keramik-
hönnuður hannar undir merkinu byBiBi.
Hennar fyrsta vörulína er tíu ára í ár.
mynd/StEfán
diskar úr hrauni
og marmara fengu
heitið Stefnir.
á liðnum Hönnunarmars sýndi Sigríður snaga og spegla.
Segðu halló
FRÍSKANDI
LÍFRÆNT GOS
FULLKOMNAR
DAGINN
www.wholeearthfoods.com
Yfirfullt af náttúrulegum gæðum
Frískandi bragð - No nonsense
Fæst í heilsuvörubúðum og
öllum helstu matvöruverslunum
2 5 . a p r í l 2 0 1 6 M Á N U D a G U r2 F ó l k ∙ k y N N i N G a r b l a ð ∙ H e i M i l i
2
5
-0
4
-2
0
1
6
0
4
:3
0
F
B
0
6
4
s
_
P
0
6
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
9
3
3
-3
4
9
4
1
9
3
3
-3
3
5
8
1
9
3
3
-3
2
1
C
1
9
3
3
-3
0
E
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
A
F
B
0
6
4
s
_
2
4
_
4
_
2
0
1
6
C
M
Y
K