Fréttablaðið - 25.04.2016, Blaðsíða 19
Þar ber fyrst og
fremst að nefna
klínískar rannsóknir á
lækningamætti Bláa
lónsins á psoriasis sem
unnar hafa verið um
áratugaskeið, sem og
rannsóknir á virkum inni-
haldsefnum húðvaranna
á öldrun húðarinnar, sem
unnar hafa verið í sam-
starfi við erlent rann-
sóknarteymi sem sér-
hæfir sig á því sviði.
Ása Brynjólfsdóttir
Bláa lónið er í Auðlindagarðinum
í Svartsengi og nýtir fyrirtæk-
ið alla auðlindastrauma frá jarð-
varmaveri HS Orku. Gestir Bláa
lónsins njóta jákvæðra eiginleika
jarðsjávarins og er hvíti kísillinn
ómissandi hluti upplifunarinnar.
Ása Brynjólfsdóttir, rannsókn-
ar- og þróunarstjóri Bláa lónsins,
segir að frekari nýting auðlinda-
straumanna felist í því að heit gufa
sé nýtt við framleiðslu á salti og
útblástur frá orkuverinu við fram-
leiðslu á þörungum Bláa lónsins.
„Fyrirtækið nýtir einnig hina
hefðbundnu strauma, heitt og kalt
vatn og rafmagn. Þá eru virk efni
jarðsjávarins, kísill, sölt og þör-
ungar, lykilefni í húðvörum Bláa
lónsins,“ segir Ása.
Blue Lagoon húðvörur
Að sögn Ásu byggja húðvörur
Bláa lónsins á jarðhitavökvanum
og virkum efnum hans. „Í hrá-
efnavinnslu Bláa lónsins fer fram
vinnsla á virkum efnum jarðsjáv-
arins: kísil, söltum og þörungum
til nota í húð- og heilsuvörur fyrir-
tækisins. Vinnsluferlar eru sjálf-
bærir og umhverfisvænir,“ segir
hún.
Útblæstri breytt í háverðsafurð
Bláa lónið er leiðandi hér á landi í
ræktun smáþörunga, en fyrirtæk-
ið hefur ræktað þörunga í 20 ár.
Þörungarnir eru ræktaðir í þar
til gerðum ljóstillífunarbúnaði við
stýrðar aðstæður. „Við hjá Bláa lón-
inu stigum mikilvægt skref þegar
við hófum að nýta CO2-ríkt jarð-
varmagas frá jarðvarmaveri HS
Orku við ræktun þörunga. Að um-
breyta útblæstri jarðvarmavers í
háverðsafurðir, líkt og gert er hér
á iðnaðarskala, er einstakt á heims-
vísu,“ segir Ása.
Öflugt vísindastarf
Bláa lónið hefur allt frá stofnun
fyrirtækisins lagt ríka áherslu á
rannsóknir á vistkerfi lónsins og
virkni þeirra náttúrulegu efna
sem þar er að finna. „Þar ber
fyrst og fremst að nefna klínísk-
ar rannsóknir á lækningamætti
Bláa lónsins á psoriasis sem unnar
hafa verið um áratugaskeið, sem
og rannsóknir á virkum innihalds-
efnum húðvaranna á öldrun húðar-
innar, sem unnar hafa verið í sam-
starfi við erlent rannsóknarteymi
sem sérhæfir sig á því sviði,“ segir
Ása en Bláa lónið hefur m.a. gert
rannsóknir í samstarfi við Jean
Krutmann prófessor, einn fremsta
sérfræðing heims á sviði öldrunar
húðarinnar. „Áralöng þekkingar-
uppbygging styrkir áframhaldandi
nýsköpun og vöruþróun innan Bláa
lónsins og gerir fyrirtækið sam-
keppnishæfara.“
Einkaleyfi
Bláa lónið hefur fengið bæði evr-
ópskt og bandarískt einkaleyfi á
snyrtivörum og lyfjum sem byggja
á sérstökum blágrænþörungum.
Einkaleyfin fela í sér viðurkenn-
ingu á þróunarstarfi Bláa lónsins
og nýnæmi og uppfinningagildi
varanna.
Bláa lónið – fjölnýting jarðvarmans
Bláa lónið er einstakt dæmi um fjölnýtingu og sjálfbæra nýtingu jarðvarmans, og jafnframt gott dæmi um það hvernig vinna má með
náttúruauðlindir til verðmætasköpunar. National Geographic valdi Bláa lónið sem eitt af 25 undrum veraldar.
Ása Brynjólfsdóttir, rannsóknar- og þróunarstjóri Bláa lónsins, segir gesti lónsins njóta jákvæðra eiginleika jarðvarmans.
Nýtt verkefni á Montserrat
Jarðboranir hf. skrifuðu í byrjun
apríl undir samning um borun á
eyjunni Montserrat í Karíbahafi.
Þetta er þriðja jarðhitaholan sem
boruð verður á svæðinu en Jarð-
boranir boruðu fyrstu tvær hol-
urnar árið 2013. Verkefnið felst
í borun á 2.700 metra djúpri holu
og fer það eftir afköstum holunn-
ar hvort hún verður notuð sem
niðurrennslishola eða vinnslu-
hola.
Það er afar ánægjulegt fyrir
Jarðboranir að hefja aftur starf-
semi á Montserrat og vera þátt-
takandi í að gera eyjuna sjálf-
bæra í orkuframleiðslu með
umhverfisvænum kosti sem jarð-
hitinn er. Í dag er öll orka á eyj-
unni framleidd með innfluttri
olíu sem keyrð er á dísilrafstöðv-
um.
Áætlað er að borun hefjist í
ágúst 2016, en undirbúningur
er nú þegar í fullum gangi
Jarðboranir skrifuðu í byrjun
árs undir samning við Lands-
virkjun um borun á 10 jarð-
hitaholum á Þeistareykjum og í
Kröflu. Verið er að flytja borinn
Óðin til Íslands frá Nýja-Sjálandi
til að vinna við þetta viðamikla
verkefni. Að auki er borinn Þór
að hefja verkefni fyrir Orku nátt-
úrunnar í apríl og mun í fram-
haldinu bora fyrir HS Orku hf.
síðar á árinu.
Níkaragva og Filippseyjar
Borinn Týr hefur frá því í sept-
ember 2015 unnið við fram-
kvæmd samnings fyrir fyrirtæk-
ið Polaris í Níkaragva um borun
á tveimur jarðhitaholum og við-
gerð á fjórum holum þar í landi.
Jarðboranir hafa einnig verið
með verkefni á Filippseyjum sem
er nýlokið en von er á áframhald-
andi verkefnum þar í landi.
Jarðboranir hf. í verkefnum víða um heim
Jarðboranir taka þátt í ýmsum verkefnum bæði hér heima og erlendis. Þar á meðal í nýju verkefni á Montserrat.
Jarðboranir skrifuðu í byrjun árs undir samning við Landsvirkjun um borun á 10
jarðhitaholum á Þeistareykjum og í Kröflu.
Kynningarblað ísLensKi JarðvarmaKLasinn
25. apríl 2016 5
2
5
-0
4
-2
0
1
6
0
4
:3
0
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
9
3
3
-3
E
7
4
1
9
3
3
-3
D
3
8
1
9
3
3
-3
B
F
C
1
9
3
3
-3
A
C
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
0
6
4
s
_
2
4
_
4
_
2
0
1
6
C
M
Y
K