Fréttablaðið - 25.04.2016, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 25.04.2016, Blaðsíða 46
Rómverjar notuðu stórar hellur eða eins konar steypu í sín gólf yfir holrýmin sem voru undir þeim. Reykur- inn, sem kom frá eld- stæði utanhúss, var leiddur um holrýmin og fór síðan út og upp úr þaki um rör í veggjum. Í Reykholti hefði heita loftið komið frá hvernum um lagnirnar. Guðmundur Þorsteinsson Guðmundur Þorsteinsson hefur kynnt sér nýtingu jarðvarma á 13. öld. Á árunum 1997 til 2006 fóru fram fornleifarannsóknir í Reykholti í Borgarfirði á vegum Þjóðminja­ safns Íslands og fleiri stofnana. Dr. Guðrún Sveinbjarnardótt­ ir stjórnaði þessum rannsókn­ um. Meðal annars hafa rannsókn­ ir þessar leitt í ljós leifar mann­ virkja sem virðast bera vitni um tilraunir til að nota jarðhita í hag­ nýtum tilgangi. Höfundur þess­ arar umfjöllunar hefur rýnt í skýrslur um þessar rannsóknir og fleiri heimildir í meira en áratug. Þeim mannvirkjum, sem tengjast notkun gufu úr hvernum Skriflu, virðist ekki hafa verið lokið en þau eru mjög sérkennileg og ekki mun vitað um önnur sambærileg. Hér eru nokkur atriði þessara athug­ ana tekin úr óprentaðri grein og fjallað lítillega um þau. Sögulegar heimildir og forn­ leifar staðfesta að heitt vatn frá hvernum Skriflu, sem liggur stutt frá bæjarstæðinu í Reykholti en nokkru lægra, hefur verið leitt gegnum tvær samhliða aðskild­ ar lagnir, aðra mjög forna, í laug sem ætluð var til baða, Snorra­ laug. Tvær aðrar lagnir hafa verið rannsakaðar. Sú lengri fannst 1964 og liggur frá Skriflu í átt að bæjarhólnum. Þessi lögn er gerð með ýmsum hætti og höfundur telur að það sé gert til að finna bestu aðferð til að leiða gufu frá hvernum inn í bæjarhúsin. Styttri lögnin sem uppgötvaðist 1929 ligg­ ur inn í hús með gólfi af einstakri gerð, lagt hellum úr hverasteini og er hér nefnt helluhús. Líklegt er að staðið hafi til að tengja þessa lögn við þá lengri, ætlaða tilraunalögn, Nýting jarðhita í Reykholti á 13. öld Guðmundur Þorsteinsson hefur kynnt sér nýtingu jarðvarma fyrr á öldum í Reykholti í Borgarfirði í meira en áratug. Snorri Sturluson þykir líklegur hugmyndasmiður að mannvirkjum sem komið hafa í ljós við fornleifauppgröft. Hér fara nokkur atriði úr athugunum Guðmundar. Með Auðlinda- garðinum vill HS Orka vekja fólk til umhugsunar um þær auðlindir sem fyrirtækinu hefur verið treyst fyrir. Auðlindagarðurinn sem byggst hefur upp í grennd við jarðvarma­ ver HS Orku á Suðurnesjum er einstakur á heimsvísu, boðar nýja tíma, nýja hugsun og hvetur til enn frekari þróunar á aukinni og bættri nýtingu á því sem frá jarð­ varmaverunum kemur. Fyrirtæki Auðlindagarðsins nýta hvert um sig með beinum hætti tvo eða fleiri auðlindastrauma frá jarðvarma­ verum HS Orku og verða því af augljósum ástæðum að vera stað­ sett á Suðurnesjum í grennd við jarðvarmaverin. Starfsemi Auð­ lindagarðsins hefur byggst upp á sameiginlegum hagsmunum fyrir­ tækjanna, þ.e. affall eins er hrá­ efni fyrir annan, nálægðinni og nánu þverfaglegu samstarfi. Með Auðlindagarðinum vill HS Orka vekja fólk til umhugsunar um þær verðmætu auðlindir sem fyrirtæk­ inu hefur verið treyst fyrir og því falið að tryggja að endist kynslóð fram af kynslóð. Markmið Auðlindagarðsins er „Samfélag án úrgangs“, það er að nýta beri alla þá auðlindastrauma sem streyma inn í og frá fyrir­ tækjum garðsins til fulls og á sem ábyrgastan hátt, samfélaginu til framþróunar og heilla. Virkjun jarðhita á Suðurnesjum leggur til hráefni í fjölþætta framleiðslu. Í fjölnýtingunni er fólgið breiddar­ hagræði, þar sem sama hráefnið er nýtt í framleiðslu margra vöru­ tegunda. Starfsemin innan Auð­ lindagarðsins einkennist af rann­ sóknum, þróun og nýsköpun. Hluti af starfsemi Auðlindagarðsins er að fylgjast með og skapa vett­ vang fyrir vísindi og tækniþróun svo að nýta megi betur auðlinda­ straumana og skapa þannig vett­ vang fyrir samvinnu fyrirtækja í ólíkum greinum og með ólíkan bakgrunn. Auðlindagarðurinn er því um leið öflugt og ört stækkandi frumkvöðlasetur. Það er jafnframt stefna HS Orku að byggja nýja auðlinda­ garða samhliða nýtingu jarðhita á öðrum svæðum. Fjölnýting auð­ linda styður við haldbæra nýtingu þeirra og stuðlar að sjálfbærri þróun samfélagsins. HS Orka heldur ótrauð áfram að rækta Auðlindagarðinn sinn á skynsam­ an og ábyrgan hátt, samfélaginu til heilla. Nánar: www.audlindagardurinn.is Auðlindagarðurinn er einstakur Sívaxandi áhersla er nú lögð á sjálfbæra og hagkvæma nýtingu auðlinda jarðar. Auðlindagarðurinn er sýnidæmi sem á örugglega eftir að rata í kennslubækur um hagkvæma nýtingu endurnýjanlegra orkulinda; dæmi um það hvernig hægt er á hagkvæman og umhverfisvænan hátt að nýta náttúruauðlind sem flestir töldu upprunalega að væri einungis nýtanleg til orkuframleiðslu. sem mun hafa staðist væntingar. Höfundur hefur fært rök fyrir því að styttri lögninni hafi verið ætlað að leiða gufu frá Skriflu inn fyrir virkisvegg og gegnum gafl­ vegg helluhússins og um bil sem eru á milli gólfhellnanna en þær eru vandlega skorðaðar í blöndu úr leir og möl. Þetta má skoða sem tvöfalt gólf með rými fyrir flæði lofts á milli gólflaga. Til að halda gufunni í rásunum hefði þurft að leggja torf yfir hellurnar sem lágu á neðra lagi, jarðvegi, og þá lík­ lega með leir á milli fleiri laga torfsins til að minnka rakaflæði upp í og um hið eiginlega gólflag. Á miðju gólfi helluhússins virðist hafa verið unnið að gerð háfs til að flytja gufuna út og upp úr húsinu. Ætlunin virðist hafa verið að nota gufuna til að hita húsið með aðferð sem þekkt var meðal Rómverja á stórveldistíma þeirra og nefnd­ ist hypocaust, í lauslegri þýðingu gólfhitun með eldi. Rómverjar notuðu stórar hellur eða eins konar steypu í sín gólf yfir holrýmin sem voru undir þeim. Reykurinn, sem kom frá eldstæði utanhúss, var leiddur um holrýmin og fór síðan út og upp úr þaki um rör í veggjum. Í Reykholti hefði heita loftið komið frá hvern­ um um lagnirnar og átt að fara um bilin milli hellnanna, sem lágu á jarðvegi, og síðan út um háfinn. Engin leið er nú að vita hvaða hugmyndir hafa þá verið uppi um endanlegan frágang gólfs þar sem allar framkvæmdir þessarar fyrstu þekktu tilraunar til virkj­ unar gufu virðast hafa stöðvast snögglega ófullgerðar. Ef tekist hefði að koma í veg fyrir raka­ flæði hefði mátt koma fyrir end­ ingargóðu timburgólfi. Hypocaust og ýmis afbrigði þess voru þekkt og notuð á Norð­ urlöndum á 13. öld. Eina norska dæmið er frá Þrándheimi, áður Niðarósi, en þar þekktu Íslendingar vel til. Unnið var við þetta hitakerfi á ár­ unum1231­52, en á þeim árum eða öldum voru steinsmiðir og arki­ tektar frá Englandi að byggja þar dómkirkju úr steini. Þeir munu hafa unnið, samkvæmt heimildum og eðli málsins, að gerð þessa ein­ staka afbrigðis en á árunum 1237­ 39 dvaldi Snorri Sturluson einmitt í Niðarósi. Í þetta afbrigði var not­ aður reykur frá eldi í sérstökum kyndiklefa en Snorri átti nægan reyk úr hvernum Skriflu heima í Reykholti. Hugmyndatengsl eru greinanleg og má rekja leið þekk­ ingar á hypocaust frá Rómaborg til Englands og þaðan til Niðaróss og að lokum til Reykholts. Þegar höfundur ályktar um gerð mannvirkjanna og hlutverk miðar hann við reynslu sína og annarra staðkunnugra manna af fjölbreytilegum verklegum fram­ kvæmdum. Hann getur bent á ýmsa staði í nágrenni Reykholts þar sem hægt hefði verið að afla efnis til verksins. Þessi ætlaða tilraunalögn var þétt nægilega vel með leir til að hún hefði getað haldið í sér gufunni. Hins vegar lítur út fyrir að styttri lögninni, sem liggur inn í helluhúsið, hafi aldrei verið lokið. Ýmis atriði auð­ velda að tímasetja lagningu hita­ kerfisins til Sturlungaaldar. Höf­ undur telur að verkið hafi stöðvast þegar Snorri Sturluson var veginn í Reykholti í september 1241. Þrátt fyrir vantrú margra voru í byrjun 20. aldar uppi hugmynd­ ir um virkjun hveravatns, bæði í fljótandi og loftkenndu formi, til hitunar íveruhúsa. Fyrsta þekkta nothæfa gufuvirkjunin var gerð á Sturlu­Reykjum á árunum 1908­ 11. Aðferðir og efni þess tíma sýna áhugaverðar hliðstæður við fram­ kvæmdir miðaldamanna. ÍSleNSkuR jARðvARMAklASSi kynningarblað 25. apríl 201616 2 5 -0 4 -2 0 1 6 0 4 :3 0 F B 0 6 4 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 9 3 3 -3 E 7 4 1 9 3 3 -3 D 3 8 1 9 3 3 -3 B F C 1 9 3 3 -3 A C 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 6 4 s _ 2 4 _ 4 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.