Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.04.2016, Qupperneq 42

Fréttablaðið - 25.04.2016, Qupperneq 42
Tækniframfarir líklegar til að bylta greininni „Jarðvarmageirinn er alls ekki stór í samanburði við aðrar end- urnýjanlegar orkulindir. Ástæð- an er fyrst og fremst sú að jarð- varminn er eingöngu tæknilega aðgengilegur á völdum stöðum í heiminum þ. á m. Íslandi,“ segir Gunnar. „Sem dæmi voru 18 jarð- varmastöðvar sem framleiða raf- magn gangsettar í heiminum á síðasta ári. Samanlagt afl þeirra er rúmlega 300 megavött, en það jafngildir afli Hellisheiðarvirkj- unar, svo dæmi sé tekið.“ Hins vegar er mikil þróun á tækni og þekkingu sem gæti valdið mjög hröðum framförum á næstu áratugum og gert jarð- varmanýtingu hagkvæma á fleiri stöðum en raunin er í dag. Ástæða þessa er tvíþætt, að mati Gunn- ars; annars vegar hafa mörg ríki í vesturheimi tekið upp styrktar- kerfi fyrir endurnýjanlega orku sem jarðvarminn nýtur góðs af, og hins vegar nýtur jarðvarma- leit og -vinnsla tækniframfara sem eiga upptök sín í olíugeiran- um og á meðan olíuverð var hátt á síðustu árum var miklum fjár- munum varið í tækniþróun. Fjárfestar úr öðrum greinum Töluvert er um að fjárfestar úr öðrum geirum líti til jarð- varmans sem fjárfestingarkosts og slíkir aðilar leita til reyndra ráðgjafa sem geta aðstoðað þá við að skilja fjárhagslegar áhættur tengdar jarðvarmaverkefnum. „Sem dæmi aðstoðaði KPMG ný- lega evrópskt gasfyrirtæki við fjárfestingar í jarðvarmaverk- efnum á Ítalíu og var það fyrsta fjárfesting þess fyrirtækis í þess- um geira,“ segir Gunnar. „Þó leit og vinnsla jarðvarma og gass eigi marga sameiginlega fleti er þó- nokkur munur þar á og þá kemur til okkar kasta að skýra muninn. KPMG er einnig að vinna fyrir fjárfestingarsjóði sem hyggjast fjárfesta í jarðvarmageiranum og í þeim tilfellum erum við að þjónusta viðskiptavini sem eru með mikla og sérhæfða þekk- ingu á öðrum endurnýjanlegum orkugjöfum, s.s. vindi og sólar- orku, en leita til okkar þar sem þeir gera sér grein fyrir eðlismun þessara greina og jarðvarmans,“ segir Gunnar. Íslensk reynsla mikilvæg „Þekking og reynsla íslenskra vísindamanna er þekkt og rómuð víða. Þar sem uppbygging fjár- málaþekkingar á þessu sviði hjá KPMG er fremur nýlega tilkomin í samanburði við tækniþekkingu Íslendinga þá hjálpar það veru- lega í okkar markaðssetningu að geta vísað til reynslu félaga okkar hér heimafyrir á tækni- sviðinu. Verkefni okkar eru bæði sjálf sprottin þar sem fjárfest- ar leita til íslensku skrifstofunn- ar beint en einnig þannig að er- lendar skrifstofur KPMG leita til þeirrar íslensku fyrir hönd sinna viðskiptavina,“ heldur Gunnar áfram. Erindi Gunnars á ráðstefnunni Iceland Geothermal Conference fjallar um nýja nálgun við mat á fjárhagslegri áhættu jarðvarma- verkefna. Aðferðin hefur einmitt verið þróuð í öðrum geirum endur- nýjanlegrar orku, s.s. vindorku og sólarorku, og nefnist á ensku „Decoupled Net Present Value“ eða DNPV og hefur KPMG á Ís- landi aðlagað hana áhættuþáttum jarðvarmaverkefna. Segir Gunnar að aðalkostur hennar sé að mat á áhættuþáttum sé mun gegnsærra og auðskiljanlegra en í þeim að- ferðum sem oftast eru notaðar í þessum fræðum. Jarðvarmageirinn er alls ekki stór í saman- burði við aðrar endurnýjanlegar orkulindir. Ástæðan er fyrst og fremst sú að jarðvarminn er eingöngu tæknilega aðgengilegur á völdum stöðum í heiminum þ. á m. Íslandi. Gunnar Tryggvason Hlutverk ríkisins er að búa til góða innviði og reyna ekki sjálft að búa til nýsköpun eða stýra henni. Frumkraftur nýsköpunar verður alltaf á hendi frumkvöðlanna. Umgjörð, skattaum- hverfi, réttir hvatar fyrir frumkvöðla og fjárfesta skipta þannig gríðarlegu máli af hálfu ríkisins. Einar Gunnar Guðmundsson Gunnar Tryggvason Senior Manager hjá KPMG heldur erindi á Iceland Geothermal Conference um mat á fjárhagslegum áhættum og tækifærum í jarðvarmaverkefnum. Mynd/STeFÁn Ör þróun á næstu áratugum Ráðgjafarsvið KPMG á Íslandi hefur á undanförnum árum markað sér sess sem ráðgjafi fyrir fjárfesta í jarðvarmageiranum á heimsvísu. Gunnar Tryggvason Senior Manager hjá KPMG heldur erindi á Iceland Geothermal Conference um mat á fjárhagslegum áhættum og tækifærum í jarðvarmaverkefnum. Á ráðstefnunni segir Gunnar meðal annars frá reynslu KPMG á þessu sviði. Það er óhætt að segja að mikil ný- sköpun sé í orkuiðnaði hér á landi um þessar mundir. Öll orkufyrir- tækin leggja talsverða áherslu á nýsköpun og má nefna uppbygg- ingu á Reykjanesi, Hellisheiði og Norðurlandi í því samhengi, að sögn Einars Gunnars Guðmunds- sonar, forsvarsmanns nýsköpun- ar hjá Arion banka. „Þar snýst allt um að tengja saman ólíka geira, s.s. orku, framleiðslu, ferðaþjón- ustu og fleiri geira. Virðisaukning mun eiga sér stað þegar þessi teng- ing verður til. Orkugeirinn snýst ekki bara um að selja rafmagn og hita, heldur að nýta tækifærin til að stuðla að uppbyggingu í fjöl- breytileika.“ Þessu til viðbótar er stuðnings- umhverfið fyrir frumkvöðla á Ís- landi býsna gott, að sögn Einars Gunnars. „Icelandic Startups og Nýsköpunarmiðstöð Íslands (NMI) sinna mikilvægu ráðgjafarhlut- verki, Íslenski jarðvarmaklas- inn einbeitir sér að því að virkja umhverfið og tengja ólík fyrir- tæki saman. Svo er vitaskuld við- skiptahraðallinn Startup Energy Reykjavik en þar fá sjö teymi ár- lega hlutafé frá bakhjörlunum (Arion banka, Landsvirkjun, NMI og GEORG) auk virkrar ráðgjaf- ar frá mentorum sem koma víðs vegar að úr atvinnu- og háskóla- samfélaginu. Að fá tækifæri til að kynna eigin hugmynd fyrir tugum mentora, sem rýna til gagns og opna á sitt tengslanet, er ómetan- legt.“ Samvinna mikilvæg Ein grunnforsenda nýsköpunar í orkuiðnaði er góð samvinna opin- berra aðila og einkafyrirtækja, að sögn Einars Gunnars. „Hlutverk ríkisins er að búa til góða innviði og reyna ekki sjálft að búa til ný- sköpun eða stýra henni. Frum- kraftur nýsköpunar verður alltaf á hendi frumkvöðlanna. Umgjörð, skattaumhverfi, réttir hvatar fyrir frumkvöðla og fjárfesta skipta þannig gríðarlegu máli af hálfu ríkisins.“ Hann tekur dæmi af Startup Energy Reykjavik sem dæmi um drifkraftinn frá einka- geiranum. „Það er mitt mat að ár- angurinn sem þar hefur náðst sé einna helst vegna þess hversu vel aðstandendum verkefnisins hefur Frumkvöðlar og nýsköpun mæta vaxandi skilningi  Öll orkufyrirtækin hér á landi leggja talsverða áherslu á nýsköpun í orkuiðnaði. Stuðningsumhverfið fyrir frumkvöðla er nokkuð gott þar sem ólíkir aðilar koma að, bæði einkafyrirtæki og opinberar stofnanir. Ein grunnforsenda áframhaldandi nýsköpunar er góð samvinna opinberra aðila og einkafyrirtækja. „Orkugeirinn snýst ekki bara um að selja rafmagn og hita, heldur að nýta tækifærin til að stuðla að uppbyggingu í fjölbreytileika,” segir einar Gunnar Guðmundsson, forsvars- maður nýsköpunar hjá Arion banka. Mynd/AnTOn BRInK ÍSlenSKI JARðvARMAKlASInn Kynningarblað 25. apríl 201612 2 5 -0 4 -2 0 1 6 0 4 :3 0 F B 0 6 4 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 9 3 3 -6 5 F 4 1 9 3 3 -6 4 B 8 1 9 3 3 -6 3 7 C 1 9 3 3 -6 2 4 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 6 4 s _ 2 4 _ 4 _ 2 0 1 6 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.