Fréttablaðið - 25.04.2016, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 25.04.2016, Blaðsíða 48
„Stjórnvöld hafa fyrst og síð- ast unnið að framgangi jarðhit- ans með markvissum kynning- um í sendiráðum erlendis, hjá fjölþjóðastofnunum og í sam- starfi við fjölmarga erlenda aðila sem áhuga hafa á íslenskri jarð- hitaþekkingu,“ segir Benedikt og bendir jafnframt á að starfsmenn utanríkisþjónustunnar sinni fjöl- mörgum kynningum á fundum og ráðstefnum þar sem sendiskrif- stofur séu til staðar í ríkjum eða á vettvangi stofnana á borð við FAO, Matvæla- og landbúnaðar- stofnun Sameinuðu þjóðanna, og víðar. Ísland nýtur sérstöðu Benedikt segir Ísland njóta nokk- urrar sérstöðu í orkumálum. „Sér- staðan markast fyrst og fremst af áralangri nýtingu jarðhita, bæði lághita til húshitunar og fjöl- nýtingar, meðal annars í rækt- un, líftækni og ferðaþjónustu, og nýtingu háhita til raforkufram- leiðslu,“ segir hann. „Önnur mjög mikilvæg sér- staða er að Íslendingar nýta end- urnýjanlega orkugjafa til raforku- framleiðslu og samþætta dreif- ingu hennar óháð uppruna,“ segir Benedikt og bendir á að fjölmörg ríki skorti þekkingu á því hvernig dreifa eigi orku. Til dæmis hvern- ig skipta eigi úr dreifingu jarð- efnaeldsneytis á borð við kol, gas og olíu, og tengja yfir í dreifingu á hreinni og endurnýjanlegri orku. „Að lokum er sérstaða Íslands í orkumálum ekki síst mannauð- urinn sem að baki orkuiðnaðin- um stendur,“ segir Benedikt. Ís- land hafi, vegna sérstöðu sinn- ar, yfir að ráða hlutfallslega mjög stórum orkuiðnaði. „Það er ekki síst vegna stóriðjunnar sem hér eru orkufyrirtæki sem eru mjög samkeppnishæf. Þar má nefna verkfræðifyrirtæki, fyrirtæki í raforkuframleiðslu, vélsmiðj- ur, þjónustufyrirtæki og einnig sterkar stofnanir á borð við OS, ÍSOR, Umhverfisstofnun og fleiri. Þá má ekki gleyma Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna sem hefur verið starfræktur á Íslandi frá 1979.“ Sterk staða Íslands „Staða Íslands í alþjóðlegu sam- starfi um orkumál er afar sterk,“ segir Benedikt. „Umfang og mik- ilvægi nýtingar endurnýjanlegra orkugjafa í efnahagslegu sam- hengi er risavaxið á Íslandi og sú staðreynd er betur og betur þekkt innan fjölþjóðasamfélags- ins,“ segir hann. Benedikt bendir á að með gerð nýs loftslagssamnings – Parísar- samkomulagsins, sé ljóst að flest ríki jarðar hafi ákveðið að bregð- ast við minnkun losunar gróður- húsaloftslagstegunda með auk- inni nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa. „Í þessu samhengi ráð- gera iðnríki að auka framlög sín til loftslagstengdra verkefna, og þar með orkuverkefna, margfalt með þátttöku fyrirtækja, banka og sjóða.“ Til þess að hrinda endurnýjan- legum orkuverkefnum á sviði jarð- hitanýtingar í framkvæmd í fram- tíðinni segir Benedikt að þess- ar stofnanir muni í vaxandi mæli sækja þekkingu til þeirra sem búi yfir sérþekkingu og ekki síst reynslu sem nýst geti þróunarríkj- um. „Staðan hefur því aldrei verið sterkari, mun vaxa áfram og nú þegar eru íslensk stjórnvöld helstu samstarfsaðilar fjölþjóðastofnana sem sinna þessum verkefnum. Þar má nefna IRENA, SE4All og Al- þjóðbankann.“ Benedikt segir mikilvægara nú en nokkru sinni fyrr að Ísland sé virkur þátttakandi í alþjóðlegu samstarfi um orkumál. „Öll við- brögð alþjóðasamfélagsins við loftslagsvandanum miðast við að auka hlut endurnýjanlegra orku- gjafa. Þekking Íslands og reynsla svarar þeim viðbrögðum mjög vel á vettvangi jarðhitaþekkingar.“ Gott samstarf milli ráðuneyta Utanríkisráðuneytið og atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið, ANR, eiga í góðu samstarfi um jarðhita- mál, að sögn Benedikts. „Sam- starfið lýtur ekki síst að ýmsum samningum eða viljayfirlýsing- um við ríki um samstarf á jarð- hitasviðinu. Þá eiga ráðuneytin í margs konar samstarfi sem lýtur að þátttöku og starfi á vettvangi alþjóðastofnana með liðsinni sendiráða,“ útskýrir Benedikt. Hann segir utanríkisráðuneyt- ið þó ekki hlutast til um að fá fjár- festa til landsins. „Utanríkisráðu- neytið fer ekki með málefni er- lendrar fjárfestingar á Íslandi, þar eru önnur ráðuneyti líkt og ANR í forsvari. Íslandsstofa sem er stofnun sem heyrir að hluta til undir utanríkisráðuneytið er með Fjárfestingastofu innanborðs en hún starfar með ANR í þeim málaflokki,“ upplýsir Benedikt. Hann bendir þó á að sendiráð Ís- lands erlendis sinni oft kynning- um eða fundarsetum með aðilum sem áhuga kunna að hafa á bein- um fjárfestingum á Íslandi. Unnið gegn loftslagsbreytingum Benedikt segir Ísland sannarlega leggja sitt af mörkum á alþjóða- vettvangi þegar kemur að lofts- lagsbreytingum. „Annars vegar hefur Ísland lagt fram til Lofts- lagssamnings Sameinuðu þjóð- anna metnaðarfull áform um að draga úr losun gróðurhúsaloft- tegunda innanlands og umhverf- isráðherra lagði fram á síðasta ári metnaðarfulla verkefnaáætl- un sem lýtur að loftslagsmálum í tengslum við ríkjaráðstefnuna COP21,“ segir hann. Þá sé Ísland að vinna með er- lendum lykilstofnunum á sviði loftslagsmála, ekki síst stofnun- um sem sinni orkutengdum verk- efnum. Þar megi nefna Alþjóða- bankann, IRENA og SE4All. „Ís- land er í fararbroddi þegar að kemur að menntun sérfræðinga á sviði jarðvarma og landgræðslu, sem eru lykilmálefni til framtíðar til að sporna við neikvæðum lofts- lagsbreytingum.“ Jarðvarmaklasinn mikilvægur Inntur eftir því hvort mikilvægt sé að hafa sterkan jarðvarma- klasa á Íslandi svarar Benedikt: „Utanríkisráðuneytið fær fjöl- margar fyrirspurnir árlega um samstarfsmöguleika erlendra stofnana og fyrirtækja við ís- lenska aðila. Í þessu samhengi er gífurlega mikilvægt að geta vísað slíkum fyrirspurnum til jarðvarmaklasans sem getur unnið frekar úr þeim. Jafnframt er mjög mikilvægt að sendiráð Íslands erlendis sem sinna mikið jarðvarmatengdum málefnum, í samstarfi við þjóðríki, stofnanir, fyrirtæki og svo framvegis, geti snúið sér beint til klasans varð- andi faglega meðferð mála, sem þau eru að vinna að og tengjast iðngreininni.“ Umfang og mikil- vægi nýtingar endur- nýjanlegra orkugjafa í efnahagslegu samhengi er risavaxið á Íslandi og sú staðreynd er betur og betur þekkt innan fjöl- þjóða samfélagsins. Benedikt Höskuldsson Benedikt Höskuldsson, sendifulltrúi hjá utanríkisráðuneytinu, segir mikilvægara nú en nokkru sinni fyrr að Ísland sé virkur þáttakandi í alþjóðlegu samstarfi um orkumál. FréttaBlaðið/Ernir Mikilvægt að Ísland sé virkur þátttakandi Stjórnvöld á Íslandi hafa unnið ötullega að útbreiðslu þeirrar jarðhitaþekkingar sem Íslendingar búa yfir. Benedikt Höskuldsson, sendifulltrúi hjá utanríkisráðuneytinu, segir stöðu Íslands í alþjóðlegu samstarfi um orkumál afar sterka. JarðvarMaklasinn kynningarblað 25. apríl 201618 2 5 -0 4 -2 0 1 6 0 4 :3 0 F B 0 6 4 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 9 3 3 -2 A B 4 1 9 3 3 -2 9 7 8 1 9 3 3 -2 8 3 C 1 9 3 3 -2 7 0 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 6 4 s _ 2 4 _ 4 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.