Fréttablaðið - 25.04.2016, Side 24

Fréttablaðið - 25.04.2016, Side 24
Hlutverk okkar er að leiðbeina þarlendum stjórnvöldum við að nýta það fjármagn sem sjóðurinn hefur til umráða til góðra verka. Sam- starfið hefur reynst farsælt í gegnum árin og það hafa verið forréttindi að kynnast rísandi þjóðum Evrópu á 21. öldinni sem eru að átta sig á mögu- leikum jarðhitans. Jónas Ketilsson Jónas segir Íslendinga byggja á langri og farsælli orkusögu sem önnur lönd geti hagnýtt. Hér er hann við uppistöðulónið Elliðavatn í Kópavogi. MYND/PJETUR Allt frá gildistöku EES-samnings- ins hafa EFTA-ríkin innan EES, Noregur, Ísland og Liechtenstein, skuldbundið sig til að leggja sitt af mörkum til að draga úr félags- legum og efnahagslegum ójöfnuði á Evrópska efnahagssvæðinu. Í því felst að þessi lönd fjármagna í gegnum sérstakan uppbyggingar- sjóð ýmsar umbætur og uppbygg- ingu í þeim aðildarríkjum ESB sem lakar standa í efnahagslegu tilliti. Eru það allt lönd í Suður- og Austur-Evrópu. Noregur fjár- magnar meirihluta sjóðsins en Ís- land leggur til allt að einn millj- arð á ári. Sjóðurinn styður við uppbygg- ingu á sviði umhverfismála, lofts- lagsmála, endurnýjanlegrar orku, heilbrigðismála, menntunar og menningar svo eitthvað sé nefnt. Af 150 áætlunum á vegum sjóðsins eru sjö á sviði endurnýjanlegrar orku. Frá árinu 2010 hefur Orku- stofnun, að beiðni utanríkisráðu- neytisins, haft aðkomu að og tekið þátt í mótun og framkvæmd orku- áætlana í Ungverjalandi, Rúmen- íu og Portúgal. „Hlutverk okkar er að aðstoða og leiðbeina þarlendum stjórnvöldum við að nýta það fjár- magn sem sjóðurinn hefur til um- ráða til góðra verka en við höfum lagt mikla áherslu á að styrkja jarðhitaveitur að íslenskri fyrir- mynd og höfum bent samstarfs- löndum okkar á tækifæri sem liggja í því að nýta jarðhita til hús- hitunar,“ segir Jónas Ketilsson, yfir verkefnisstjóri Orkustofnun- ar og staðgengill orkumálastjóra. Höfum mikið fram að færa Jónas segir Íslendinga byggja á farsælli sögu við uppbyggingu hitaveitna sem önnur ríki geti hag- nýtt. Mikil verðmæti felist í þekk- ingu og reynslu íslenskra sérfræð- inga. Þjóðhagslegur ávinningur af nýtingu jarðhita í stað olíu á Ís- landi er metinn um 89 milljarðar á árinu 2014 eða 4,5% af vergri landsframleiðslu og uppsafnað- ur í heila öld um 2.680 milljörð- um króna. Þess má geta að í dag er rafhitun dýrari en olíuhitun án niðurgreiðslna og því ljóst að ef ekki væri fyrir jarðhitann myndi hitareikningur landsmanna vera umtalsvert hærri. Ef einvörðungu er horft til meðalverðs á orku til húshitunar frá hitaveitu í Evrópu, Bandaríkjunum, Suður-Kóreu og Japan sést að á Íslandi er hita- veitureikningurinn umtalsvert lægri en á Norðurlöndunum. Módel sem virkar „Hitaveita Reykjavíkur var sett á laggirnar árið 1930. Starfsem- in gekk vel og með tilkomu henn- ar var hægt að fá jarðhita til hús- hitunar á mun betri kjörum en áður. Menn áttuðu sig á því að til að missa ekki fólk úr sveitum þyrfti að styrkja hitaveitur utan höfuðborgarsvæðisins og í þeim tilgangi setti íslenska ríkið jarð- hitasjóð á laggirnar, sem síðar rann inn í Orkusjóð. Í fyrstu var kveðið á um að styrkja eingöngu hitaveitur utan höfuðborgasvæð- isins til að jafna kjör eftir búsetu. Með tilkomu sjóðsins var hægt að tryggja allt að áttatíu prósent af stofnkostnaði við orkuöflun og dreifingu og gerði hann sveitarfé- lögum úti á landi kleift að ráðast í hitaveituframkvæmdir sem ann- ars hefðu ekki orðið. Ríkið tók með öðrum orðum þátt í áhættunni og sveitarfélögin gátu lagst í leit og boranir. Örugg fjármögnun var því frá upphafi lykillinn að fram- gangi mála,“ útskýrir Jónas. Þetta fyrirkomulag hefur hald- ið sér allar götur síðan og niður- greiðir ríkið umframkostnað sem einstaklingur sem ekki hefur að- gang að jarðhitavatni þarf að greiða. Hann þarf því ekki að borga meira en sá sem býr á jarð- hitasvæði. Eins er hægt að sækja um styrki til hitaveituvæðingar þar sem hana vantar. „Um miðja síðustu öld höfðu menn því komið fram með módel sem virkar enn í dag bæði hér heima og erlendis,“ segir Jónas en í samstarfi Orkustofnunar við Rúmeníu og Ungverjaland hefur einmitt verið lögð áhersla á að kynna þær leiðir sem Ísland fór og þann fjárhagslega ávinning sem það hafði í för með sér að nota frekar innlenda orkugjafa í stað innfluttra. Forsendur hitaveitu- væðingarinnar voru þó ekki síður umhverfislegar. Mikil kolameng- un var yfir höfuðborginni á árum áður og náðist að bæta loftgæði umtalsvert og draga jafnframt úr kolefnislosun. Ísland myndi losa um 18 milljónir tonna af koldíox- íði með nýtingu olíu í stað vist- vænna orkugjafa. Þess má geta að öll losun af mannavöldum á Ís- landi er um 3,5 milljónir tonna á ári hverju. Meðalbinding koldíox- íðs í íslenskum skógum er talin vera um 4,4 tonn á hektara á ári, yfir 90 ára vaxtartíma skógarins. Tæpan helming landsins þyrfti því að þekja ef sama árangri ætti að ná með skóglendi. Aðspurður segir Jónas öll lönd vitanlega ekki hafa sama mögu- leika til að nýta jarðhita. „Mögu- leikarnir í samstarfslöndum okkar eru þó töluverðir og þar er víða að finna jarðhita sem hægt er að nýta á hagkvæman hátt og bæta loft- gæði í leiðinni.“ Miklir hagsmunir Hann segir það geta verið mikið hagsmunamál en mörg lönd reiða sig á innflutt gas sem kemur að hluta frá Rússlandi. „Það er því ekki síst mikilvægt út frá orku- öryggi og til að tryggja sjálfstæði landsins að reyna frekar að nýta innlenda orkugjafa. Land sem tryggir auðlindir sínar og hag- kvæma nýtingu þeirra er komið með ákveðnar undirstöður fyrir samfélagið sem það getur byggt á. Í tilfelli Íslands held ég að jarð- varmanýting okkar hafi verið ein af forsendum þess að við komumst jafn hratt út úr fjármálahruninu og raunin varð. Við þurftum ekki á ögurstundu að nýta dýrmætan gjaldeyri til orkuinnflutnings til húshitunar. Í neyð getur þetta því skipt verulegu máli,“ segir Jónas. Margvísleg verkefni Verkefnin sem Orkustofnun kemur að eru margvísleg og er reynt að horfa til þeirra möguleika sem eiga við á hverjum stað fyrir sig. Í Portúgal er verið að reisa þriggja megavatta jarðhitavirkjun á eyj- unni Tecreira en þar hefur hing- að til verið stuðst við innflutta olíu til raforkuvinnslu. Nýja virkjunin mun því að sögn Jónasar breyta miklu. Í Búkarest í Rúmeníu er svo verið að tengja borholu við spítala sem áður nýtti jarðefnaeldsneyti. „Það mun auka lífsgæði bæði starfsfólks og sjúklinga sem fá nú örugga orkulind sem er óháð ytri áhrifum,“ segir Jónas en í Rúm- eníu hefur Orkustofnun auk þess tekið þátt í uppbyggingu vatnsafls- virkjana. Áhersla á að auka þekkingu Þá leggur stofnunin áherslu á að auka þekkingu landanna svo þau geti sjálf hagnýtt eigin orkulindir. Í þeim tilgangi býður Orkustofnun upp á sérfræðinám við Jarðhita- skóla Sameinuðu þjóðanna og í ár er von á sex nemendum frá Ung- verjalandi og fjórum frá Rúmeníu. Á síðustu tveimur árum hafa auk þess allnokkrir Portúgalar stund- að nám við skólann. Þar að auki hefur verið lögð áhersla á lengra nám við bæði Háskóla Reykjavík- ur og Háskóla Íslands. Framtíðarverkefni Fleiri lönd munu svo bætast við en Orkustofnun hefur hafið tvíhliða- samstarf við Króatíu og Slóvak- íu og mögulega Pólland en þar er verið að skoða hvort sams konar orkuáætlanir séu fýsilegar í þeirra löndum og hvernig EES-sjóðurinn getur lagt sitt af mörkum. Orkureikningurinn vegur tífalt í Rúmeníu miðað við Ísland Íslensk hjón með tvö börn á framfæri sem búa í 100 fermetra íbúð og eru með meðaltekjur verja 1,4% af ráðstöfunartekjum sínum í hita og rafmagn. Á sama tíma ver sama fjölskylda í Rúmeníu 14% í hita og rafmagn. Þetta er ein af ástæðum þess að eftirspurn er eftir aðkomu Orkustofnunar í orkuáætlunum í Ungverjalandi, Rúmeníu og Portúgal. Þar er mikill vilji til að koma á fót m.a. jarðhitaveitum að íslenskri fyrirmynd til að draga úr kostnaði, félagslegum ójöfnuði og bæta loftgæði í baráttunni við hlýnun jarðar. Lúðvík S. Georgsson, forstöðumaður Jarðhitaskólans, ásamt nemendunum Kristóf P. Boda, Zoltán Békés, Domokos Pásztor, Zsófia E. Unyi, Anna Medgyesy, András Kovács, Ionut E. Tanase, Andrei Lup og Valentin-Cristian Petrica sem verða á Íslandi næstu sex mánuði í sérhæfingu hver á sínu sviði. ÍSLENSKI JARðVARMAKLASINN Kynningarblað 25. apríl 201610 2 5 -0 4 -2 0 1 6 0 4 :3 0 F B 0 6 4 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 9 3 3 -6 A E 4 1 9 3 3 -6 9 A 8 1 9 3 3 -6 8 6 C 1 9 3 3 -6 7 3 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 6 4 s _ 2 4 _ 4 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.