Vestfirska fréttablaðið - 30.06.1977, Qupperneq 1
*
Afgreiðslan á ísafjarðarflugvelli, sími 3400
Afgreiðslan Aðalstræti 24, sími 3410
FLUGFÉLAC LOFTLEIBIR
ISLANDS
Stórkostlegt úrval.
Verslunin
ísafiröi símF3507
17. júní
hátíðarhöldin
fóru vel fram
í hinu
fegursta veðri
17. júnf hátíðarhöldin á
ísafirði fóru fram í hinu feg-
ursta veðri. Sólskin var á um
daginn og hlýtt.
f þjóðhátíðarnefnd sat að
þessu sinni stjórn Skfða-
ráðs ísafjarðar. Var formað-
ur stjórnar S.R.Í. Birgir
Valdimarsson jafnframt for-
maður nefndarinnar. Dag-
skrá hátíðarhaldanna var
með svipuðu sniði og
undanfarin tvö ár.
Hátíðin hófst kl. 13,oo á
Sjúkrahússtúninu, með því
að Óli M. Lúðvíksson ávarp-
aði samkomugesti. Kynnti
hann dagskrá og setti hátíð-
ina. Þá söng Sunnukórinn
undir stjórn Kjartans Sigur-
jónssonar.
Fjallkonan flutti Ijóð Jó-
hannesar úr Kötlum, Land
míns föður. Þvínæst var
Þjóðsöngurinn sunginn.
Hátíðarræðuna flutti Eirík-
ur Sigurðsson.
Að þessum atriðum lokn-
um fór fram ijúdósýning,
sem félagar úr íþróttafélag-
inu Reyni önnuðust. Síðan
var-víðavangshlaup í aldurs-
flokkum frá átta ára og yngri
og upp í 14 ára. Fariö var og
í ýmsa leiki, en á milli atriða
sýndu táningar dansa undir
stjórn Þóru Jónu Jónatans-
dóttur.
Kl. 17,oo fór svo fram
knattspyrnuleikur á Torfnes-
velli. Áttust þar við lið bæjar-
Framhald á 4. síðu
Fjallkonan — Marfa Marfusdóttlr.
Sæmdur
æðsta
heiðurs-
merki
íslensku
þjóðarinnar
Hinn 17. júní sl. sæmdi forseti
fslands, Einar Guðfinnsson út-
gerðar- og athafnarmann í Bol-
ungarvík æðsta heiðursmerki
íslensku þjóðarinnar.
Forsetinn veitti Einaristjörnu
stórriddarakross hinnar ís-
lensku Fálkaorðu fyrir störf
hans að sjávarútvegsmálum
um langt árabil.
Framhald á 9. síðu
Einar Guðfinnsson.
Opnar nýja
verslun
M. Bernharðsson hf.
Skipasmíðastöð hefur opn-
að verslun í sambandi við
lager fyrirtækisins í húsa-
kynnum þess í Neðsta-
kaupstað.
Fyrirtækið rak áður
Verslun Jóns A. Þórólfs-
sonar, og verslaði með
byggingarvörur, verkfæri,
járnvöru ýmiskonar, vinnu-
fatnað og fleira.
Þessi starfsemi hefur nú
verið sameinuð lager fyrir-
tækisins og er til húsa þar
sem áður var fyrsta tré-
smíðaverkstæði skipa-
smíðastöðvarinnar.
Verslunin er opin frá kl.
7.3o til kl. 18.15 virka
daga. Verslunarstjóri er
Ásgeir S. Sigurðsson.
Vestfjarða-
mót í skák
Fyrirhugað er að halda
Vestfjarðamót í skák dag-
ana 16.17. og 18.septem-
ber í Héraðsskólanum á
Núpi. Keppt verður í þrem-
ur flokkum eftir Monrad-
kerfi, þ.e. meistaraflokki,
unglingaflokki og barna-
flokki. í barnaflokki tefla
12 ára og yngri, í unglinga-
flokki 13 - 19 ára og í
meistaraflokki 20 ára og
eldri. Sigurvegari í meist-
araflokki hlýtur sæmdar-
heitið skákmeistari Vest-
fjarða og öðlast rétt til að
tefla í áskorendaflokki á
íslandsmótinu í skák.
Ætlunin er að Vest-
fjarðamótið í haust verði
úrtökumót til að velja þátt-
takendur í sveit Vestfjarða,
sem keppa mun í haust og
vetur í fyrstu deild f skák.
En eins og mörgum mun
kunnugt sigruðu Vestfirð-
ingar i annari deild í fyrra
og tefla því í fyrstu deild
nú.
Bílslys í
Önundar-
firði
Sl. laugardag varð bíl-
slys í Önundarfirði. Fimm-
mannafélksbíll fór þar út af
veginum. I' honum voru sjö
ungmenni, sem öll voru
flutt á sjúkrahúsið á ísa-
firðl.
Bifreiðin R-46300 var á
leið inn Hvilftarströnd um
kl. 9,45 um morguninn, er
bifreiðarstjórinn missti
vald á henni, og lenti hún
út af veginum. Fór bifreiðin
fjórar veltur og stöðvaðist
neðan við veginn á þakinu.
Læknir frá Flateyri kom
mjög fljótlega á staðinn.
Lögreglan á Isafirði flutti
fólkið á Fjórðungssjúkra-
húsið á ísafirði. Fengu sex
að fara þaðan strax að lok-
inni rannsókn, en einn far-
þeginn, Margrét Hafsteins-
dóttir var lögð inn á sjúkra-
húsið, eitthvað slösuð.
Ökumaður bifreiðarinn-
ar var látinn sæta blóð-
rannsókn.