Vestfirska fréttablaðið - 30.06.1977, Blaðsíða 6

Vestfirska fréttablaðið - 30.06.1977, Blaðsíða 6
Hvers vegna ferðast íslendingar til útlanda? Rætt við Friðjón Sæmundsson hjá Ferðamiðstöðinni Þótt ekki séu tölur við hendina, þá er það eigi að síður staðreynd að tugþúsundir íslendinga ferðast á hverju ári til sólarlanda. Sumar fjöldskyldur fara fleiri en eina ferð til útlanda á hverju ári. Eru það þó ekki tómir efnamenn sem ferðast, ferðirnar eru almenningseign. Nú stendur yfir mesti annatíminn hjá ferðaskrifstofunum, en það eru einmitt þær, sem gert hafa ferðalögin til útlanda svo ódýr, að svo að segja hver einasti vinnufær maður getur ferðast til útlanda. Við hittum að máli Friðjón Sæmundsson, hjá ferðamiðstöðinni Reykjavík og spurðum hann um ferða- mál. Hann hafði þetta að segja: Hótel Selomar. Um þessar mundir er aðal annatíminn hjá ferðaskrif- stofunum. Nær daglega fara flugvélar með ferðafólk til sólarlanda, og annað, sem áhuga vekur, og ferða- menn streyma til Islands frá öðrum löndum. Að vísu má segja sem svo, að ferðalög á vetrum séu einnig að aukast mikið, en þá er hægt að dvelja í sól og sumaryl, þótt skammdegi sé á íslandi. Hversvegna ferðast íslendingar svona mikið? - Ég er alls ekki viss um að íslendingar ferðist neitt meira en aðrar þjóðir gera, t.d. Norðurlandaþjóðirnar, og er þá átt við sólarlanda- ferðir.Mjög mikið er um ferðalög frá Norðurlöndum, Bretlandi, Frakklandi og Þýskalandi til sólarlanda. Við hér á landi höfum þó líklega verið ofurlítið seinni til en þessar þjóðir og veldur þar fjarlægðin að sjálfsögðu mestu. Samt hefur tekist að gera utanlandsferðir mjög ódýrar, miðað við aðstæður, og það hefur tekist með góðu skipu- lagi og stórum ferðahópum, sem fylla flugvélarnar. - Hvað varðar íslendinga sérstaklega, hvers vegna þeir ferðast? Það er örðug spurning. Mér kemur helst í hug það sem ástralski skóla- pilturinn sagði um saltslétt- urnar og eyðimörkina í Ástralíu, að lífsskilyrðin væru svo örðug, að íbúarnir yrðu að búa annarsstaðar. Við búum í köldu landi og þótt það hafi marga kosti, þá er veðursældinni ekki fyrir að fara, a.m.k. ekki á Suður- landi, þar sem rignt getur allt sumarið. Menn hafa því gott af því að koma til landa, þar sem veðursæld ríkir, sól og blíða dag eftir dag, og ekki síður að koma í nýtt umhverfi og nema þar nýjan tón. Menn koma yfirleitt endurnærðir til baka. - Er ferðamiðstöðin ekki í hópi yngri fyrirtækja í þess- ari starfsgrein? - Ef rætt er um hópferðir til útlanda og fyrirtæki, sem skipuleggja þær og gangast fyrir þeim, er þetta tiltölulega ung starfsgrein. Þeir sem stóðu að stofnun Ferðamið- stöðvarinnar hf. voru menn með mikla reynslu í feröa- Benidorm, aðalgatan og hluti af lögum, sólarlandsferðum sem öðrum, og var því byggt á reynslu, þegar fyrirtækið var stofnað. Það sem gerði gæfumun- inn í starfi Ferðamiðstöðvar- innar var þessi reynsla.ásamt því að nú var boðið upp á nýja staði, Costa Blanca, eða öllu heldur Benidorm, sem virðist eiga sérlega vel við íslend- VIÐLEGUBÚNAÐUR TJÖLD með og án himins, verð frá 16.750 tii 60.800, tjaldhimnar á 3ja og Smanna tjöld. — SVEFNPOKAR með ullar og diolen stoppi verð frá 6.550 til 9.140, — VINDSÆNGUR OG TJALD- DÝNUR verð frá 3.410 til 4.700 — PRIMUS GAS- VÖRUR fyrir eldun, Ijós og hita. KÆLIKASSAR stórir og litiir verð frá 1.900 til 4.225 — „PICNIC“ FÖTUR OG TÖSKUR 4ra og 6 manna verð frá 5.540 til 8.060 — BAKPOKAR 6 gerðir verð frá 1.930 til 17.480 6 garð- OG SÓLSTÓLAR í mjög fjölbreyttu úrvali — Hinar heimsfrægu A B U veíði- vörur í miklu úrvali. BÓKAVERSLUN JÓNASAR TÓMASSONAR sportvörudeild sími 3123 ísafirði.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.