Vestfirska fréttablaðið - 30.06.1977, Blaðsíða 5

Vestfirska fréttablaðið - 30.06.1977, Blaðsíða 5
5 Orðið er laust Lesendadálkur Húrra húrra lengi lifi „Mætti Sérfræðingum bæjarstjórnar í gróðurmálum, væntanlega þeim, er telja það skerðingu á persónufrelsi að búfénaður fái ekki að ganga laus í bænum mun nú Ijóst að Sjúkrahústúnið og aðrir gróður blettir eru að verða ofbeittir. Því hefir verið rokið til og dreift úr moldar- haugum sunnan nýju sjúkra- húss byggingarinnar, Náttúru- verndarsamtök eða land- græöslan mun hafa lofað fræi og jafnvel áburði. Nú þarf því að græða þarna upp og bæta úr beitilandi í bænum. Segi \/QKQ bæjarbúar svo að bæjarstjórn w okkar sé ekki framtakssöm og hugmyndarík. Eitthvað verður að gera, ekki léttir á ágangi búfjár, það má jafnvel telja í hundruðum á götum bæjarins og húsalóðum á hverjum morgni. Það er ekki ónýtt að eiga góðra tengdir og framtaks- sama menn. Svo eru til menn sem bregða bæjarfulltrúum um kjarkleysi, þvílík ósvinna!!! Þorpari. Fá sig ekki fullsadda af forarvilpu Á vorin, þegar snjóa leysir, eru malarvegir oft sem forar- vilpa. Sömuleiðis í rigningar- tíð, sumar og haust. í þurrkatíð eru þeir þó yfirleitt geðslegri umferðar.Þá eru þeir hvað lengst án þess að vera óþolandi holóttir, og þá er venjulega hægt að aka þá án þess að aurslettur dynji á fótgangandi og á ökutækj- um. Undanfarnar vikur hefur staðið hér þurrkatíð.og malarvegir og götur hér í bænum og í nágrenni hans, hafa yfirleitt verið sæmileg yfirferöar. Þó eru þar á undantekningar, sem kenna má sóðaskap og tillitsleysi fólks, sem býr við sumar þessar götur. Seljalandsvegur er venju- lega, þrátt fyrir þurrkatíð þessa dagana, eins og versta forarvilpa yfirferðar. Veldur því sá undarlegi siður sumra þeirra ervið hann búa, að láta sírenna úr vatnsslöngum á götuna framundan húsumsínum.. Sömuleiðis er Urðarvegur undirlagður þennan ósið. Rennur venjulega vatn dag- langt í lækjum niður Urðar- veg og Bæjarbrekku. Láta þeir einstaklingar, sem að þessu merkilega framtaki standa, sér greini- lega í léttu rúmi liggja, þótt þeir valdi umtalsverðum skemmdum ágötunum með athæfi sínu, auk þess hvim- leiða sóðaskapar, er af þessu stafar. Maður hefur oft heyrt tal- að um, að ákveðinni dýra- tegund líði best í forarvilpu, en fyrir hinn almenna vegfar- anda á Isafirði, tel ég best að vera laus við allt „svínarí" af mannavöldum. Nóg er forar- leðjan samt í votviðratíð Vegfarandi. Leðurhandboltar — Leðurfótboltar. Allskonar aðrir boltar, stórir og smáir. SANDLEIKFÖNG — ÚTILEIKFÖNG. Þríhjól — Reiðhjól m/hjálparhjólum. Munið að reiðhjól og allir varahlutir fást jafnan hjá okkur. RONSON KVEIKJARAR OG GAS. Neisti hf. ísafirði, sími 3416 snyrtilegra” Það vakti athygli bæjarbúa 17. júní s.l. að nokkur grasvöxt- ur var innan girðingar umhverf- is sjúkrahúsiö, er notið hafði vaxtar í vernd góðrar girðingar. Ekki hafði verið hirt um að slá svæðið fyrir hátíðarhöldin svo það mætti vera snyrtilegra. Það mun ekki að undra. Mikið mun að gera hjá forystufólki sjúkra- hússmála, sjúkrahúsið ,,dag- lega yfirfullt af sjúklingum", form. stjórnar stofnunarinnar hefir ekki tíma dögum saman til að taka á móti gjöf til stofnunar- innar. Er þá nokkuð tiltökumál aö slíkir smámunir eins og að snyrta svo lítið umhverfis húsið sé látið afskiptalaust. Einn þeirra er ann starfi S.í. „Ekki hægt að láta rollur éta plöntur” Vegna hugleiðinga ,,Borg- ara“, um hvers vegna Garð- yrkjufélagið var ekki með á umræddum lista þ.e. um hreinsun og snyrtingu bæjarins, vil ég að komi fram, að ekkert samband var haft við stjórn félagsins, aö því er ég bezt veit, og hafði ég ekki hugmynd um að þetta stæði til. En ég er sammála „Borgara" að félag okkar hefði átt að vera þarna með. Þetta táknar alls ekki uppgjöf félagsmanna, síður en svo. Við höfum t.d. átt margar viðræður við bæjar- stjóra og aðra bæjarráðs- menn út af búfénaði í bæn- um, einnig sent áskoranir, sem sjá má síðasta tölublaði Vestfirska íréttablaðsins. En ef við sjáum fram á aö það dugir ekki að tala, þá neyðumst við til að grípa til sterkari aðgerða, það er nefnilega ekki hægt að láta rollur éta hér plöntur á hverju ári fyrir fleiri hundruð þúsundir króna, ja, dýrt er á þeim kjötið. En viö skulum vona allra vegna, að girð- ingu fari að Ijúka, og að hún haldi rollum og hestum réttu megin, þ.e. fyrir utan bæjar- landið Með þökk fyrir birtinguna. Ásthildur Þórðardóttir, form. Garðyrkjufélagsísafjarðar. Eru gang- stéttir fyrir gáma? Bæjarbúi einn kom að máli við blaðið og spurði þá m.a. hvort gangstéttir í bæn- um væru fremur ætlaðar „Gámurn" en gangandi fólki, en „Gárnur" hefði al- gjörlega lokað gangstéttinni í sjálfu Aðalstræti, framan við gamla barnaskólann, nú í nokkrar vikur. Hann talaði ennfremur um að unglingar á vélknúnum reiðhjólum virt- ust telja sig hafa allan rétt á gangstéttum til aksturs, svo ekki væri nú talað umreiö- hjólin sem ekki eru vélknúin. Fyrirspurn bæjarbúa er hér með komið á framfæri við lögreglu- og bæjaryfir- völd á ísafirði.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.