Vestfirska fréttablaðið - 30.06.1977, Síða 2
2
(jT^
týuUfawaÁiá
útgefandi og ábyrgðarmaður:
Árni Sigurðsson
Prentun: Prentstofan fsrún hf., Isafirði
Viðreisn Vestfjarða:
Samgöngur
Á sama hátt og nálægðin við gjöful
fiskimið hefur verið Vestfjörðum lyfti-
stöng, hafa erfiðar samgöngur verið
dragbítur á eðlilega uppbyggingu
byggðarlaga á Vestfjörðum.
Samgönguleysið á vetrum hefur í
fyrsta lagi komið í veg fyrir að Vestfirð-
ingar geti notið þeirrar þjónustu,
sem telja verður eðlilega og sjálfsagða í
nútímaþjóðfélagi, og í öðru lagi hefur
samgönguleysið stuðlað að einhæfu at-
vinnulífi.
Innan embættismannakerfisins virðist
ríkjandi sú skoðun, að þéttbýlisstað-
ir með íbúafjölda, sem er mikið undir
1000 manns, séu of fámennir til að
standa undir ýmis konar opinberri þjón-
ustu, enda er íbúum þessara staða yfir-
leitt ætlað að sækja slíka þjónustu
(læknisþjónustu, skóla o.fl.) til annara
byggðarlaga.
Líklega er þumalputtareglum sem
þessum ekki ætlað annað hlutverk, en
að stuðla að jöfnuði í þjóðfélaginu og
góðri nýtingu opinbers fjármagns. Þessi
regla gæti hugsanlega þjónað slíku hlut-
verkí á Suðurlandi, Reykjanesi og Vest-
urlandi, eð t.d. í Danmörku, en á Vest-
fjörðum er hún ekki til annars en óþurft-
ar og skaða. Það hefur e.t.v. lánast
þolanlega í stöku tilfellum að þýða
dönsk lög á íslenzku, eða beita erlend-
um aðferðum við íslenzkar aðstæður, en
það hefur þó oftar gefist illa. Reglur sem
þessar verða að víkja fyrir raunhæfum
tillögum, sem taka fullt tillit til Vestfirzkra
aðstæðna. Stjórnvöld verða að skilja, að
annað hvort verður að sjá Vestfirðingum
fyrir fullkomnu samgöngukerfi, eða taka
fullt tillit til samgönguleysins við lausn
allra Vestfirzkra vandamála.
Vestfirzka Fréttablaðið getur ekki fall-
ist á að það sé undir ónákvæmum þum-
alputtareglum komið, hvort staðir eins
og Þingeyri, Suðureyri og Flateyri geti
séð sínu fólki fyrir fullnægjandi þjón-
ustu.
Því hefur verið hreyft hér í blaðinu
áður, að bætt vöruflutningaþjónusta
milli byggðarlaga stuðli að auknum vaxt-
armöguleikum fyrirtækja á Vestfjörðum
og opni nýja leið í átt til fjölbreyttara
atvinnulífs.
Skipaútgerð ríkisins mun nú hafa í
hyggju að breyta vörudreifingar fyrir-
komulagi sínu á þann veg, að viðkomu-
staðir skipanna á Vestfjörðum verði að-
eins þrír, Patreksfjörður, Þingeyri og
ísafjörður, en vörum til annara staða
verði síðan dreift frá þessum stöðum
með bifreiðum. Þetta fyrirkomulag er
hugsað að gildi til haustsins.
Vestfirzka Fréttablaðið hefur áður
bent á að æskilegt sé að rannsaka
gaumgæfilega möguleika til reksturs
ferjuskipa á Vestfjörðum, er gegni því
hlutverki að annast vörudreifingu (m.a.
fyrir Ríkisskip) út frá ísafirði og Patreks-
firði, auk þess að taka við hlutverki
rri/s Fagraness og m/s Baldurs.
Það er hugsanlegt að hægt sé að
leysa vöruflutningaþörf okkar Vestfirð-
inga að nokkru leyti með bifreiðum, en
aðalatriðið hlýtur að vera að koma á
öruggu flutningakerfi, sem skilar vörun-
um á áfangastað eftir auglýstri áætlun.
Flugsamgöngur hafa verið í örri fram-
þróun hér á Vestfjörðum, sem annars
staðar og virðist að með auknu sam-
starfi flugfélaganna ætti að reynast unnt
að samræma flugáætlanir þeirra þannig
að t.d. Súgfirðingar geti með millilend-
ingu á ísafirði komist daglega flug-
leiðis til og frá Reykjavík, jafnt á vetri
sem sumri. Sjúkraflugþjónusta er starf-
semi sem Vestfirðingar hafa slegið
skjaldborg um, enda verður sjúkraflug
ávalt mjög þýðingarmikill þáttur í heil-
birgðisþjónustu á Vestfjörðum.
Það er skoðun Vestfirzka Fréttablaðs-
ins að taka verði aukið tillit tilóviðráðan-
legs samgönguvanda, þegar ákvarðanir
eru teknar um uppbyggingu ýmis konar
opinberrar þjónustu á Vestfjörðum, en
jafnframt verði lög áherzla á að koma á
vöruflutningaþjónustu með skipum og
bifreiðum, þannig að atvinnurekstri á
Vestfjörðum séu skapaðir auknir mögu-
leikar, og að auka samræmingu í áætl-
unarflugi og bæta aðstöðu til farþega-
og neyðarflugs.
Vel hlaðið
veisluborð
frá Hótel
Mánakaffi.
Sendum um
alla Vestfirði.
Gerum föst
verðtilboð.
Mánagötu 1, ísafirði
Slmi 3777