Vestfirska fréttablaðið - 30.06.1977, Page 4
4
17. jum hatiðarhöldin
Framhald af 1. síðu
stjórnar Isafjarðar og lið
skipað íþróttaforystumönn-
um í bænum. Var þetta bráð-
skemmtilegur leikur á að
horfa. Var hann tvísýnn mjög
í fyrri hálfleik, en þá tókst
hvorugu iiðinu að skora
mark. En þegar leið á seinni
hálfleik, þá komu í Ijós yfir-
burðir ijDróttaforystumanna,
hvað snertir skipulagsgáfu
og úthald. Hafði lið þeirra
sigur í leiknum, skoraði’ tvö
mörk gegn engu marki
bæjarstjórnarmanna. Mörkin
skoraði Þorvaldur Guð-
mundsson.
Þá var keppt í víðavangs-
hlaupi fullorðinna. Var
hlaupið frá íþróttavellinum,
upp á Seljalandsveg, niður
Hafnarstræti, út Pólgötu,
upp Fjaróarstræti og Eyrar-
götu, inn Hlíðarveg, upp
Urðarveg, inn Engjaveg og
þaðan niður á Torfnesvöll
Hið harðsnúna lið bæjarstjórnar.
THORNYCROFT
BATAVELAR!
í STÆRÐUNUM 13,5-164 BHP.
Formaður þjóðhátíðarnefndar
átti drjúgan þátt í sigri liðs
fþróttaforystunnar.
aftur. Sigurvegari í hlaupinu
varð Þröstur Jóhannesson,.
Um kvöldið var svo úti-
dansleikur á leiksvæðinu við
Barnaskólann. Var hann vel
sóttur og fór prýðilega
fram.sem og aðrir þættir há-
tíðarhaldanna.
Mikil framför er að því að
á dagskrá þjóðhátíðardags-
ins virðist nú niður lagt það
miður smekklega atriði, sem
tíðum var boðið upp á fyrir
nokkrum árum. Þá var sam-
komugestum gjarnan bent á
að líta upp í loftið, er að
skemmtiatriðum kom, og
skyggnast eftir flugvél, sem
venjulega kom löngu eftir
áætlaðan tíma, með
skemmtikrafta ,,að sunnan".
Síðan íþróttahreyfingin í
bænum tók að sér forsjá 17.
júní hátíðarhaldanna, hefur
verið lögð áhersla á að fá
fólk úr bænum til þess að
annast skemmtiatriði, og
hefur það gefið góða raun.
Júdó
Getum afgreitt LEYLAND THORNYCROFT-BÁTAVÉLAR
með stuttum fyrirvara — Með eða ón skrúfubúnaðar —
Hagstœtt verð.
Leggjum óherslu ú góða varahlutaþjónustu. Leitið upplýsinga.