Vestfirska fréttablaðið - 30.06.1977, Page 7

Vestfirska fréttablaðið - 30.06.1977, Page 7
'JAiéUfildaów ströndinni. inga, sem gera miklar kröfur til umhverfis og aðbúnaðar. Þarna á Benidorm er skemmtileg baðströnd og einhver sú hreinasta sem þekkist. Þessi baðströnd er hreinsuð hvert kvöld. Þá koma hraðvirkar vélar og hreinsa sandinn, kemba upp úr honum eitt og annað, sem ferðamönnum fylgir, þ.e.a.s. þeim er ekki gæta hreinlætis, hirða umbúðir og annað. Þá er þetta hæfilega stór bær, með um 15.000 íbúa og það gamla blandast hinu nýja. Hin glæsilegu ferðamanna- hótel yfirskyggja ekki með öllu hina sólsviðnu márísku borg, Benidorm, sem veriö hefur í byggð í þúsund ára. Ströndin er umgirt fjallgarði og tiltölulega stutt er til frægra staða og minnis- merkja. Það er ríkt í (slendingum, bundið þjóðareðlinu, að vilja fræðast á ferðalögum, fræð- ast um þjóðir, listir og um þjóðhætti, og til þess er Benidorm, eða Costa Blanca tilvalin. Fornar minjar og aldagamlar borgir eru á hverju strái. Við bjóðum þar upp á kynnisferðir og höfum skrif- stofu á Benidorm, ferða- mönnum til þæginda. Það eru hjón, sem þarna starfa. Þau heita Jesus og María. Jesus er spænskur, en María er íslensk og bæði tala þau spænsku og íslensku. Þau hafa verið þarna í nokkurn tíma og njóta vinsælda hjá ferðamönnum. - Hvernig hefur aðsóknin verið f ferðir til Benidorm? -- Við hófum ekki ferðir þangað þegar í byrjun, heldur til hefðbundari staöa, ef svo má að orði komast. Flugum þó þangað tvisvar með stóra feröahópa fyrir tveim árum. Þetta voru svona reynsluferðir. íslendingar kunnu strax að meta Benidorm og nú tveim árum síðar eru viku- legar þotuferðir þangað á okkar vegum með farþega. Þ.e.a.s. flesta sumarmánuð- ina. Síðasta ferðin verður farin 12. september, en það er hálfs mánaða ferð. - Hvað tekur þá við? Það eru ýmsar ferðir sem boðið er upp á um haustið, en í byrjun nóvember hefjast svo Kanaríeyjaferðirnar af fullum krafti og þær standa til vors. - Er mikill áhugi fyrir vetrarferðum? - Á því er enginn vafi. Menn þola skammdegið á íslandi misjafnlega vel. Margir gefa mikið til þess að losna um stund frá vetrarrík- inu og eftirspurn eftir Kanaríeyjaferöum fer vax- andi. - En að lokum.Hvað um hótel á þessum stöðum? Ferðamiðstöðin leggur miKÍð upp úr því að vel sé búið að ferðamönnum á hennar vegum. Við höfum mjög góð sambönd og hik- um ekki við að segja upp hótelsamningum, ef ekki er Frá Valencia. Úr fjallaferð. staðið við gæði og annað, sem lofað hefur verið. Ann- ars er svo komið á þeim ferðamannastöðum, sem við seljum ferðir á, að kominn er upp alþjóðlegur standard, eða alþjóðleg hótelmenning og þau hótel sem ekki bjóða upp á fyrsta flokks aðbúnað, standa bara tóm. —■ I THORNYCROFT 1 BÁTAVÉLAR! P. STEFÁNSSON HF. 'ÍC' HVERFISGOTUIOi BfVKJAVIK SIMI 2691 1 POSTMOLf 5092 V Nú eru allir að mála og við bjóðum allt sem þér þarfnist. Innanhússmálning í þúsundum Töfratóna A viðinn: BONDEXog SOLIGNUM arcitectural KÓPAL utanhússmálning CROWN veggfóður og veggstrigi í úrvali Gólfdúkar — Veggdúkar Gólfflísar. ______ Fagmenn vinna verkið frnöilliiin Hafnarstræti 8 - Sími 3221

x

Vestfirska fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.