Vestfirska fréttablaðið - 30.06.1977, Page 8

Vestfirska fréttablaðið - 30.06.1977, Page 8
8 Ó£.,fÍfly\ tJletfaMcukó Hinn 12. og 13. júní 1976 gekkst Fjórðungssamband Vestfirðinga fyrir ráðstefnu um málefni aldraðra í Hótel Flókalundi. Niðurstaðan af þeirri ráðstefnu var rædd á stjórnarfundi í Fjórðungssambandinu. í framhaldi af þeirri umræðu var hinn 13. október 1976 skrifað bréf til sveitarstjórna, þar sem spurzt var fyrir um áhuga þeirra fyrir að haldinn yrði fundur, þar sem reynt væri að kanna, hvort samstarf geti tekizt um undirbúning, skipulag og hönnun dvalar-, dagvistunar- og þjónustustofnana fyrir aldraða. Að fengnum jákvæðum svörum allmargra sveitarstjórna, var hinn 1. júní sl. haldinn Fundur um dvalar- aðstöðu fyrir aldraða Ólafur Þóröarson, for- maður stjórnar Fjórðungs- sambandsins, setti fundinn og stjórnaöi honum. Fundar- ritari var Jóhann T. Bjarna- son. Ásgeir Erling Gunnars- son.viðskiptafræðingur, starfsmaður Fjórðungssam- bands Vestfirðinga, flutti framsöguerindi um málefni aldraðra. I' upphafi máls síns vitnaði hann í erindi er Jó- hannes Ingibjartsson flutti fyrir ári síðan á ráðstefnu í Flókalundi. Þar sagði Jó- hannes um markmið þjón- ustu við aldraða: „Markmið þjónustunnar við aldraða hlýtur í megin dráttum að mótast af eftirfar- andi: a) að búa þannig að þeim, að sem minnst röskun verði á högum þeirra. b) að viðhalda eftir því sem hægt er, möguleikum þeirra til sjálfstæðs og óháðs lífernis. c) að veita þeim nauðsyn- lega aðstoð til vinnu og endurþjálfunar, svo þeir geti nýtt orku sína svo lengi, sem kraftar leyfa, þeim sjálfum og sam- félaginu til heilla. d) að tryggja að þeir, sem þurfa aðstoðar við eða þrotnir eru að kröftum, njóti .viðunandi aðstoðar og aðhlynningar. Með þessi sjónarmið að markmiði er augljóst, að þjónusta við aldraða þarf að vera fjölþætt, og að ná jafnt til búsetu utan þjónustu- stofnunarinnar sem á slíkri stofnun, ella getur hún ekki mætt mismunandi þörfum einstaklinganna. Hver ein- stakur þáttur fullnægir aðeins þörfum takmarkaðs hóps. Því er nauðsynlegt, þegar í upphafi, að reyna að móta það meginkerfi, sem stefnt skal að, þó í áföngum sé." Þá sagði Ásgeir Erling: ,,Ég tel að með þessum orðum sínum, hafi Jóhannes sett fram á mjög skilmerki- legan hátt, að hverju skuli stefnt þessum málum. Framundan er uppbygg- ing alhliða þjónustukerfis, sem ætlað er að mæta sem allra flestum sérþörfum hinna öldruðu. Íþvísam-- bandi er afar þýðingarmikið, að sveitarfélögin á Vestfjörð- um hafi með sér samráð eða samvinnu um þessi mái og á það ekki sízt við um undir- búning fyrstu ákvarðanatöku eða frumhönnun þjónustu- kerfisins. Með þeim hætti ætti að takast að byggja upp sam- hæft þjónustukerfi, sem tryggði góða nýtingu fjár- magns, rekstrarhagkvæmni og fullnægjandi þjónustu. Ég er þeirrar skoðunar að slíku kerfi verði með skjót- ustum hætti komið á, ef sveitarfélögin á Vestfjörðum sameinast um að láta gera heildarúttekt á þessum mál- um, sem leiddi til áætlunar um uppbyggingu þessarar þjónustu. Á vegum Fjórðungssam- sambandsins er nú verið að gera könnun á högum aldr- aðra Bolvíkinga, sem mun væntanlega verða bæjar- stjórn Bolungarvíkur til hlið- sjónar um ákvarðanatöku. Önnur sveitarfélög hafa hins vegar ekki lagt drög að neinni áætlunargerð í þessu sambandi, svo mér sé kunn- ugt um. Það hlýtur þó að teljast grundvallaratriði, að unnið sé að uppbyggingu eins margbrotins þjónustukerfis og hér er um að ræða, á skipulegan hátt, og er hér með skorað á þá fulltrúa sveitarfélaganna, sem hér eru saman komnir, að gefa þessum orðum mínum gaum, jafnframt sem ég býð þeim alla þá aðstoð, sem mér er unnt að veita í þessu sambandi." Ásgeir ræddi síðan um rekstrargrundvöll þjónust- unnar og kostnaðarliði, s.s. endurþjálfun, heilsugæslu, tómstundastarf og félags- starf. Taldi hann mesta ó- vissu ríkja um hvernig standa mætti undir kostnaði við heimilisþjónustu og endurþjálfun, en þessa tvo þætti jafnframt vera þá, sem einna brýnast væri að koma á, til þess að draga úr þörf fyrir vistun og gera bið eftir fullnægjandi aðstöðu þolan- legri.jafnframt því, sem stuðla yrði að því, að hinir öldruðu geti sem lengst not- ið sjálfstæðis og óháös líf- ernis. ■ ' - Gefið hurðinni nýtt útlit... Með SATÚRN nýju klæöningunni okkar formum við og klæðum allskonar munstur: Á inni- og útihurðir, gamlar og nýjar, skápahurðir, eldhúsinnréttingar, húsgögn og plötur til klæðningar á veggi. Þér getið valið úr ýmsum tegundum antikmunstra og „fulninga". Kynnið yður möguleikana. SATÚRN er klæðning í mismunandi viðaráferð og lit — níðsterk. Seljum nýjar SATÚRN klæddar hurðir til afgreiðslu með stuttum fyrirvara. u runas EGILSTÖÐIJM Þér getið valið úr yfir 50 tegundum af rammalistum. Stuttur afgreiðslufrestur á hverskonar innrömmun. VÖNDUÐ VINNA — SÝNISHORN Á STAÐNUM. Iramma- 1 /gerð/ i arðar/ I ísafj Rammagerð ísafjarðar Sími 3213 — ísafirði - > Bíll til sölu. Tilboð óskast í bifreiðina í-1717, sem er Volkswagen sendibíll árg. 1973. Ekinn 46 þúsund km. HUSGAGNAVERZLUN ÍSAFJARÐAR Sími3328. “t------------------------------------- Bestu kveðjur og þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna fráfalls og jarðarfarar sonar okkar og bróóur, Gunnars Hermannssonar, skipstjóra. Salóme R. Gunnarsdóttir Hermann Hermannsson og systkinin > TILSÖLU FORD BRONCO sport, árgerð 1974 8 cyl., ekinn 36 þús. km. og FIAT SPECIAL 125, árgerð 1972. Upplýsingar hjá EINARI ÞORSTEINSSYNI, síma 7210, Bolungarvík

x

Vestfirska fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.