Vestfirska fréttablaðið - 30.06.1977, Side 11
tsiéuawwm
— ,,Það hefur aldrei
staðið á töflunni”
Framhald af 12. síðu
samkvæmt upphaflegri tíma-
áætlun.
Nýlegt dæmi um þaö,
hvernig slíkir og þvílíkir at-
burðir gerast: ,,Það er mið-
vikudagur. Flugáætlun
hljóðar þannig; brottför úr
Reykjavík kl. 14,3o komu-
tími á ísafjörð kl. 15,15.Brott-
för frá ísafirði kl. 15,45
komutími á Þingeyri kl.
16,10. Brottför frá Þingeyri
kl. 16,40 komutími til Reykja-
víkur kl. 17,3o. Haglega
áætlað og nákvæmlega til
þess að flugfarþegar geti
skipulagt ferðir sínar og mið-
að við ákveðnar tímasetn-
ingar.
Nú við erum í Reykjavík.
Við komum í gær.við höfum
ýmsum erindum að sinna, en
vegna þess hve vel við höf-
um skipulagt tímann, hefur
okkur tekist að Ijúka þeim
farsællega og ætlum til ísa-
fjarðar í dag. Við höfum
mikið meðferðis. Við höfum
verið í kaupstaðarferð. Far-
angur okkar þarf nauðsyn-
lega að komast vestur með
sömu vél, af ýmsum ástæð-
um.
Til öryggis, að fenginni
reynslu, hringjum við á af-
greiðslu Flugfélags íslandsá
Reykjavíkurflugvelli kl.
13.30. Við fáum svarið ,,það
er breyting á brottfarartíma
til ísafjarðar. Farþegar eiga
að mæta kl. 16.00 og vélin
fer kl. 16,3o. “.
Aftur hringjum við á af-
greiðsluna kl. 15,30. Þá er
okkur sagt að enn breytist
brottfarartími, og nú eigi að
mæta kl. 17,oo og fara kl.
17.30. Þetta finnst okkur
heldur með ólíkindum, og
hringjum því aftur skömmu
seinna. Fáum við þá sömu
svör.
Kl. 16,3o höfum við svo
enn samband við afgreiðslu
F.í. Þá fáum við þær ágætu
upplýsingar, að til ísafjarðar-
flugs eigi farþegar að mæta
kl. 16,30, en vélin fari vestur
kl. 17,oo. Við bregðum nú
svo skjótt við, sem hin ágæta
leigubílaþjónusta höfuð-
borgarinnar leyfir og erum
við mætt á Reykjavíkurflug-
velli fimm mínútur fyrir brott-
farartíma þann, er síðast var
upp gefinn. Drífum við nú
farangur okkar inn að af-
greiðsluborði og viljum fá
hann veginn og fluttan
um borð í flugvélina.
Þá erum við látin vita það,
að ekki tjói að mæta hér upp
með tugl kílóa af farangri,
fimm mínútum fyrirbrottför.
Sæti okkar getum við að vísu
fengið, en farangurinn
verði skilinn eftir. Er helst á
afgreiðslumanni að skilja, að
slík framkoma sem okkar að
þessu sinni, sé langt fyrir
neðan það, sem Flugfélag
(slands telursæmandi far-
þegum sínum og viðskipta-
vinum.
Reynum við að malda í
móinn og teljum að af-
greiðsla F.l. eigi sök á þess-
um mætingartíma okkar.
Verða þarna nokkur orða-
skipti og er skemmst frá því
að segja að afgreiðslumaður
sá er um ræðir, telur okkur
hina verstu ósannindamenn.
Að við höfum fengið þær
upplýsingar hjá afgreiðslu
F.Í., að brottfarartími til ísa-
fjarðar þennan dag sé kl.
17,3o, telur hann fráleitt.
,,Það hefur aldrei staðið á
töflunni", segir sá góði
maður.
Þar við situr. Við komumst
til ísafjarðar kl. 18,oo, far-
angurslaus og með skerta
æru. En á afgreiðslu Flug-
félags Islands í Reykjavík eru
menn hneykslaðir á ósvífn-
inni í ,,sveitavarginum.“
Saga þessi, sem því miður
er sönn, er ekki rakin hér til
þess að ófrægja Flugfélag
íslands, eð afgreiðslumenn
þess. Hún er sögð til þess að
almenningur og forráða-
menn F.l. geti gert sér Ijóst
hversu bagalegt það er,
þegar áætlun, sem annars er
ágæt, er ekki miklu meira virt
en pappírinn, sem hún er
prentuð á, og starfsþjálfun
og framkoma afgreiðslufólks
þessa mikilvæga þjónustu-
fyrirtækis er í lágmarki, svo
sem áðurnefnd dæmi sýna.
11
Fundur um félagsheimili
Framhald af 12. síöu
fróðlegt, enda Guðmundur
gagnkunnugur byggingu og
rekstri slíkrar stofnunar.
Fram kom í ræðu Guð-
mundar að á landinu starfa
nú í kringum 160 félags-
heimili, en í millum þeirra er
lítil samvinna, og áhugi virð-
ist lítill hjá forráðamönnum
þeirra um frekara samstarf.
I ræðu sinni talaði Guð-
mundur nokkuð um bygg-
ingu félagsheimila og fyrir-
greiðslu hinsopinbera til
þeirra. Þá ræddi hann um
rekstur félagsheimila. Telur
hann að grundvöllur að
skynsamlegum rekstri þeirra
sé sá að nýta þau sem best
til: a) Almennrar félagsstarf-
semi. b) Sérstkrar starfsemi
s.s. klúbbfunda í leik og í
starfi. c) Iðkan íþrótta og
heilsuræktar. d) Almenns
skemmtanahalds.
Guömundur lét í Ijós
áhuga á því að félagsheimil-
in á Vestfjörðum tækju upp
viðræður um samvinnu á
ýmsum sviðum.
Á fundinum urðu fjörugar
umræður um ýmis mál
félagsheimilanna, svo sem
kvótaskiptingu á samkomu-
haldi, viðskipti við farand-
hljómsveitir, söluskatt af
húsaleigu og ráðstöfun
skemmtanaskatts.
Samþykkt var að fela Guð-
mundi H. Ingólfssyni, Birni
Gíslasyni og Braga Helga-
syni, að ræða sameiginlega
um hvort samstaða geti
náðst um samræmda gjald-
skrá. Niðurstaða þeirra var
svofelld ályktunartillaga, sem
var samþykkt samhljóða:
„Sameiginlegur fundur
stjórna og forstöðumanna
félagsheimila á Vestfjörðum,
haldinn í Hnífsdal 31 /5 1977,
samþykkir eftirfarandi:
Fundurinn telur að nánara
samstarf félagsheimila á
Vestfjörðum sé æskilegt og
mjög nauðsynlegt.
Fundurinn telur samstarf
vegna rekstrar félagsheimil-
anna æskilegt I gjaldskrár-
málum, verði aðgöngumiða
á almenna dansleiki, launum
dyravatöa og annars starfs-
fólks, leigu á kvikmynd-
um.aðgönguverði á kvik-
myndasýningar, að finna út
reglur um samkomubann og
að samræma aldurstakmörk.
Fundurinn telur að vegna
breytilegra aöstæðna nú, sé
rétt að hússtjórnir félags-
heimilanna fjalli um sam-
ræmingu um starfs-
þætti heimilanna, áður en
ákvarðanir eru teknar.
Væntanlegri bráðabirgða-
stjórn samtaka félagsheimila
á Vestfjörðum er falið að
semja drög að samræmdum
vinnubrögðum og leggja
fyrir stjórnir heimilanna."
Þá voru eftirtaldir aðilar
kosnir í undirbúningsstjórn
fyrir stofnun sambands
félagsheimila á Vestfjörðum:
Guðmundur H. Ingólfsson,
Hnífsdal, Bragi Helgason,
Bolungarvík, Kristján H. Þor-
leifsson, Súgandafirði, Gísli
Þórir Viktorsson, Patreks-
firði, Stella Jónsdóttir.Flat-
eyri, Pétur Sigurðsson, l'sa-
firði, 1. varamaður.
— Skora
á konur
Framhald af 12. síðu
brjósti, bæði kvenna og
karla. Sigurlaug talaði
einnig um hið alvarlega
vandamál, sem áfengis- og
fíkniefnaneysla eru orðin
með þjóðinni.
Konur tóku ræðu Sigur-
laugar mjög vel. Varð fjör-
ug umræða um efni henn-
ar og fleiri mál. Nokkuð
voru skiptar skoðanir um
jafnréttisráð og vinnu-
brögð þess.
Einstaka kona lýsti
furðu sinni með lagasetn-
ingu Alþingis um tilhögun
auglýsinga, varðandi ráðn-
ingu fólks f störf.
Á fundinum las Ingi-
björg Sigmundsdóttir upp
kvæðið Móðir mín, eftir
Einar Benediktsson.
Að sfðustu komu fram
tilmæli til allra kvenna, í
hverri stétt og stöðu, að
vera á verði gegn áfengis-
og fíkniefnaneyslu og
vinna ötullega gegn þessu
geigvænlega böli.
Kvenfélagið Hlff boðaði
til fundarins.
(Fréttatilkynning)
Til sölu
Býlið Sólvellir við Flateyri er til sölu. Býlinu fylgir fbúðar-
hús með háu risi, gólfflötur 70 ferm. hver hæð. Tveggja
hektara tún, afgirt. Fjárhús fyrir 20-30 kindur.Þurrkhjallurog
geymsluskúr, áfast við húsið. Garðlönd til kartöfluræktar,
ásamt rababaragarði. Þá fylgir einnig gott jarðhús til kart-
öflugeymslu. Einnig fylgir býlinu vísir að trjágarði.
Býiið og það sem því fylgir, selst í þvf ástandi, sem það er
nú. Endanleg afhending getur þó ekki farið fram fyrr en í
september næstkomandi.
Nánari upplýsingar gefur
Hjörleifur Guðmundsson
Sími 7610
Flateyri, 24. júní 1977.
Enn um búfé í görðum
Mikið hefur verið rætt um lausagöngu búfjár í ísafjarðar-
kaupstað í sumar, og hér er innlegg í þá umræðu í bundnu
máli. Vísunni var skotið inn á ritstjórn blaðsins af manni,
sem ekki vill láta nafns síns getið.
Garörollan mér leggur lið
í lífsbjargar viöleitninni
hún breytir í hrútspunga, blóömör og svið
blómaræktinni minni.
Höfum hafiö framleiðslu á
PANEL-mið
stöövarofnum
Stuttur afgreiðslufrestur.
Teiknum einnig miöstöðvarkerfi.
Greiðsluskilmálar.
Leitið tilboöa, hagstætt verö.
Ofnasmiðja Vestfjarða hf. REYNIÐ
Úlfsá, ísafirði sími 94-3903 VIÐSKIPTIN.